Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 34
PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús með
góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
• Hnappur sem losar glussaþrýsting á tengjum
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Þ
etta gekk ofsalega vel hjá
þeim til að byrja með, en
þeir byrjuðu á níunda ára-
tugnum. Framleiðslan fór
yfir tíu þúsund tonn árið
1991 og árið 2000 tók Síle fram úr
Skotlandi sem næststærsta fram-
leiðsluland heims. Árið 2005 var vöxt-
ur laxeldis mestur í Síle og miklar
væntingar voru til áframhaldandi vel-
gengni,“ segir Jónas í samtali við 200
mílur.
„En eftir á að hyggja fóru of margir
af stað í einu, og á of litlum svæðum.
Yfirvöld og fleiri vissu lítið hvað verið
væri að fara út í, en eftir því sem eldið
þéttist á ákveðnum svæðum byrjuðu
vandamálin að hrannast upp.“
Smám saman jukust afföll, vöxtur
minnkaði, meira varð um laxalús.
„Þetta endaði svo í algjörri kata-
strófu, blóð-
þorraveikinni,
sem hefur það í
för með sér fyr-
ir laxinn að
framleiðsla á
rauðum blóð-
kornum minnk-
ar. Þegar það
gerðist þurfti
að slátra öllum
laxi á mörgum
svæðum og
framleiðslan hreinlega hrundi; fór úr
400 þúsund tonnum niður í minna en
200 þúsund tonn.“
Laxinn var þá orðinn þriðja
stærsta útflutningsvara Síle og höfðu
yfir fimmtíu þúsund störf skapast í
kringum iðnaðinn. Stórt samfélag
hafði byggst upp í suðurhluta lands-
ins þar sem vegakerfið var lagað, nýir
skólar byggðir og nýjar hafnir gerðar.
Áhrifin á þetta samfélag voru mikil.
Svæði ákveðin og þau hvíld
„Fyrirtækin hafa síðan þá, í samráði
við stjórnvöld, verið að búa til leik-
reglur. Þær hafa aðallega miðað að
því að takmarka framleiðsluna við
ákveðin svæði, búa til svokölluð „bar-
rios“, eða hverfi, þar sem ákveðin eld-
issvæði eru skilgreind, seiði látin í
þau á ákveðnum tíma, þau alin, lax-
inum slátrað og loks eru svæðin
hvíld.“
Framleiðslunni hefur einnig verið
dreift sunnar í Síle, úr tíunda fylkinu
og yfir í það ellefta og tólfta, sem eru
þau tvö syðstu.
„Nú er framleiðslan orðin sú sama
og hún var fyrir hrunið, eða jafnvel
meiri, en nú dreifist hún á fleiri svæði
sem býður upp á minni hættu en
ella.“
Jónas flutti erindi á ráðstefnunni
Strandbúnaði 2018 í marsmánuði, þar
sem hann fór yfir það sem Íslend-
ingar gætu lært af Sílemönnum hvað
varðar eldi laxfiska.
Vinna í samræmi við matið
„Lærdómurinn sem ég reyni að
draga af þessu er sá að yfirvöld og
iðnaðurinn verða að vinna saman eftir
þeim leikreglum sem settar eru fyr-
irfram. Það sem gert hefur verið hér
á landi er að Hafrannsóknastofnunin
hefur metið burðarþol fjarða þar sem
í dag eru skilgreind fiskeldissvæði á
Vestfjörðum og Austfjörðum í ein-
hver 130 þúsund tonn.
Síðan, eftir að tekið var tillit til
villtra stofna, var það burðarþol
lækkað í 71 þúsund tonn. Nú er í
skoðun hjá Hafrannstofnun hvort
auka megi þetta framleiðslumagn
með framleiðslu á stærri laxaseiðum,
með notkun geldstofna auk annarra
leiða sem draga úr hættu á blöndun
við villta laxastofna Yfirvöld hér eru
því að einhverju leyti búin að búa til
leikreglur varðandi framtíðarupp-
byggingu á eldinu á Íslandi. Við erum
því að búa til leikreglur fyrirfram, áð-
ur en uppbyggingin verður.“
Spurður út í þær gagnrýnisraddir
sem reglulega heyrast, um að laxeldi
hér á landi stefni hinu villta lífríki í
hættu, segir Jónas að þær verði alltaf
til staðar. „Það er hluti af ferlinu,“
segir hann en bendir á að hér á Ís-
landi fari menn hægt og rólega í sak-
irnar.
„Menn stíga varlega til jarðar og
vinna í samræmi við það burðar-
þolsmat og þá svæðaskiptingu sem
komið hefur verið á. Við hljótum að
treysta því sem Hafrannsóknastofn-
un gerir þegar hún vinnur sitt burð-
arþolsmat. Við megum svo ekki
gleyma því að hér er búið að slátra
fiski í átta eða tíu ár, og þetta eru
fyrirtæki sem enn þá standa og
ganga vel. Við byggjum áfram á þeim
árangri og horfum fram á veginn.“
Hægt að læra af áföllum Sílemanna
Jónas Jónasson, fram-
kvæmdastjóri Stofn-
fisks, segir að margt sé
hægt að læra af þeirri
reynslu sem Sílemenn
hafa fengið af laxeldi.
Iðnaðurinn byggðist
hratt upp þar í landi áð-
ur en mikil ósköp dundu
yfir árin 2008 og 2009,
þegar um helmingur
eldisfisksins drapst.
Fiskeldi Jónas segir að hér á landi
stígi menn varlega til jarðar.
Dr. Jónas
Jónasson