Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
E
kki þarf að kynna Friðrik
V. Karlsson fyrir íslensk-
um matgæðingum. Hann
er yfirkokkur Fiskidagsins
mikla, rak á sínum tíma
veitingastaðinn Friðrik V. á Ak-
ureyri og í Reykjavík en starfrækir
í dag veisluþjónustu undir sama
nafni.
Íslenskt sjávarfang er í miklu
uppáhaldi hjá Friðriki og segir
hann forréttindi fyrir íslenska mat-
reiðslumenn að hafa svona gott hrá-
efni til að elda úr. Hann hefur sér-
staka ástríðu fyrir íslenskri bláskel,
sem flestir kalla krækling í daglegu
tali. Vill Friðrik að fleiri landsmenn
kynnist bláskelinni enda veislumat-
ur sem ekki er erfitt að matreiða.
„Margir Íslendingar sem búið
hafa erlendis hafa uppgötvað kosti
bláskeljarinnar enda ríkari hefð
fyrir henni úti í heimi. Raunar virð-
ist ríkt í landsmönnum að vera ögn
hræddir við bláskelina og vitna
orðatiltæki eins og „að lepja dauð-
ann úr skel“ um það að forfeður
okkar borðuðu ekki skelfisk fyrr en
allur annar matur var á þrotum,“
segir Friðrik. „Það kann líka að
hafa dregið úr áhuga Íslendinga á
skelfiski að á árum áður mátti helst
kaupa úti í búð niðursoðinn kræk-
ling af lélegum gæðum, sem var
grár á litinn og með sandi í vökv-
anum.“
Í dag er framboðið allt annað og
stóran hluta ársins hægt að fá
ferskan íslenskan krækling hjá
betri fiskbúðum og veitingastöðum.
„Kræklingamenningin er að komast
á skrið bæði þökk sé erlendum
ferðamönnum og útlendingum sem
setjast hér að og taka með sér
skemmtilegar hefðir á borð við að
ganga fjörur og hirða skel.“
Ekki elda dauða skel
Að sögn Friðriks er ekki erfitt að
elda bláskel. Sumum geti þótt und-
arlegt að elda úr lifandi hráefni, en
Áhrif „Kræklingamenningin er að komast á skrið bæði
þökk sé erlendum ferðamönnum og útlendingum sem
setjast hér að og taka með sér skemmtilegar hefðir á
borð við að ganga fjörur og hirða skel,“ segir Friðrik.
Lítill vandi að elda
dýrindis bláskel
Friðrik Karlsson er hrif-
inn af að setja bláskel-
ina á pönnu og bæta við
bjór eða hvítvíni í lokin.
Ef fólk fylgir nokkrum
einföldum ráðum er
þetta góða hráefni ekki
erfitt í meðförum.
Morgunblaðið/Sverrir
Freisting Íslensk bláskel er fersk og bragðmikil vara og ekki snúið að elda.
Forréttur fyrir 4
Aðalréttur fyrir 2
1 kg bláskel
½ laukur
2 hvítlauksrif
1 dl söxuð steinselja
1 Kaldi (bjór)
1 msk. smjör
4 msk. hvannarkrydd úr Hrísey
Sjávarsalt
Svartur pipar
Saxið laukinn, mýkið ásamt hvít-
lauknum í smjörinu í djúpum potti,
bætið þá hvannarkryddinu úti.
Setjið bláskelina út í og látið
krauma í smástund. Þá er steinseljan,
bjórinn sett út í og lok sett yfir pott-
inn.
Smakkið til með salti og pipar.
Soðið þar til að skelin er vel opin.
Borið fram í djúpum diski í soðinu
með góðu brauði eða jafnvel frönskum
kartöflum.
Bláskel með hvönn í bjór
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölbreytni Bláskelina má matreiða á ýmsa vegu og er hráefnið á góðu verði.