Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Þ að mun hafa verið á haust- dögum árið 1996 sem það fór að spyrjast út að leigja ætti eitt af varðskipum Landhelgisgæslunnar í veðurrannsóknir langt suður í höf. Ástæðan eflaust auraleysi eða tak- markaðar fjárveitingar til Land- helgisgæslunnar og var raunar rétt- lætt með því að auka úthald hinna skipanna tveggja sem yrðu áfram á heimamiðum. Eðlilega leist mönnum misvel á þessa hugmynd, sumir hreinlega hættu störfum þegar þetta lá end- anlega fyrir og einhverjir neituðu að fara en flestir voru þó jákvæðir. Sjálfur var undirritaður ekkert sérstaklega uppveðraður af þessari hugmynd en þegar endanlega lá ljóst fyrir að varðskipið Ægir færi í ferðina var ekkert annað í boði en að hlýða kallinu, þó innst inni væri ég á þeirri skoðun að varðskipin ættu einfaldlega að sinna eftirliti og björgunarstörfum á heimamiðum; þar ættu þau að vera til taks. Þegar nær dró brottför voru haldnir fundir með áhöfninni þar sem farið var yfir fyrirhugað verk- efni. Ég reyndi auðvitað að gera gott úr þessu öllu, vera bjartsýnn og sjá björtu hliðarnar á þessu. Ég benti meðal annars á það á ein- um fundinum að mun betra væri að vera þarna í „suðurhöfum“; þar væri til dæmis mun hlýrra loftslag og dagurinn og sólargangurinn mun lengri en hér norðurfrá í svartasta skammdeginu. Eftir fundinn var ferðin oftast kölluð Sólskinstúrinn, sem stóð auð- vitað ekki undir nafni, það fór lítið fyrir sólinni þó birtan hafi verið eitt- hvað meiri en hér norðurfrá á þess- um árstíma; stanslaus lægðagangur með rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu. Búist til brottfarar Dagana 3. til 9. desember 1996 var komið fyrir í Ægi sjálfvirkri veður- athugunarstöð af frönskum vísinda- mönnum og mönnum frá Veðurstofu Íslands sem jafnframt kenndu okkur skipstjórnarmönnum meðferð stöðv- arinnar, sendingar veðurskeyta og meðferð helíum-loftbelgja sem send- ir voru á loft upp í að lágmarki 16 kílómetra hæð til háloftaathugana. Um borð voru teknar alls 80 flösk- ur af helíum, eða um níu tonn alls, og voru þær geymdar á aðalþilfari framan við skorsteinana báðum megin. Grindurnar utan um helíumflösk- urnar voru sjóbúnar þannig að þær voru rafsoðnar fastar við þilfarið og hreyfðust ekki þrátt fyrir öll óveðrin sem við lentum í í ferðinni. Haldið suður á bóginn Laugardaginn 4. janúar 1997 klukk- an 14.00 voru landfestar varðskips- ins Ægis leystar í Reykjavíkurhöfn og haldið út Faxaflóa, fyrir Garð- skaga og stefnan sett suður í haf á svæði sem var um eitt þúsund sjó- mílur suð-suðvestur af Íslandi. Þar með hófst um tveggja mánaða viða- mikil alþjóðleg veðurrannsóknarferð með þátttöku Ægis, Veðurstofu Ís- lands og fleiri þjóða. Verkefnið gekk undir nafninu FASTEX eða „FRONTS and ATL- ANTIC STORM TRACK EXPERI- MENT“ og var kostað af Evrópu- sambandinu, Bandaríkjamönnum og nokkrum veðurstofum í Evrópu. Mun kostnaður hafa numið rúmum 300 milljónum króna á þeim tíma. Eins og nafn verkefnisins gefur til kynna fólst verkefnið í því að fylgj- ast með þróun lægða sem geystust austur yfir Atlantshaf og voru gerð- ar margvíslegar veðurathuganir til að auka skilning veðurfræðinga á veðurkerfum og gera veðurspár áreiðanlegri en þær höfðu verið áð- ur. Í veðurathugunum tóku þátt auk varðskipsins Ægis þrjú önnur skip, Victor Bugaev frá Úkraníu með heimahöfn í Odessa í Svartahafi, skipið var um 3.300 tonn að stærð og um 100 metrar að lengd, Knorr frá Bandaríkjunum, um 2.500 tonn og 85 metrar að lengd, og franska skipið Le Suroit með heimahöfn í Brest, um 660 tonn og 56 metrar að lengd, en til samanburðar þá er Ægir 927 brúttórúmlestir og 70 metrar að lengd. Auk þess voru meðal annars not- aðar sex flugvélar til veðurathugana, Orion P-3, tvær Herkules C-130, Electra, Gulfstream og Lear 36 og voru vélarnar sendar út á Atlantshaf frá flugvöllum á Shannon á Írlandi og St. Johns á Nýfundnalandi þegar ástæða þótti til. Electra-vélin datt reyndar út um miðjan febrúar þegar skemmdir fundust í öðrum væng hennar eftir eitt flugið. Einnig komu við sögu áætlunarflugvélar sem voru á leið yfir hafið og flutningaskip. Verkefn- inu var aðallega stjórnað frá Shann- on á Írlandi auk Météo-France í Toulouse í Frakklandi, auk fleiri að- ila. 200 sjómílur á milli skipanna Eins og áður sagði var svæðið sem Ægi var ætlað að vera á við veður- athuganirnar um eitt þúsund sjómíl- ur suð-suðvestur af Íslandi, nyrst skipanna fjögurra sem voru við at- huganirnar en þeim var valinn stað- ur á 35°vestur lengdarbaug, milli breiddarbauga 40°norður og 50°norður. Skipin voru síðan færð til norður- suður eftir því hvernig veðurkerfin voru hverju sinni og var fjarlægð milli skipanna oftast um 200 sjómíl- ur. Úkraníska skipið Victor Bugaev fór frá Marseilles í Frakklandi hinn 28. desember 1996, en það var stað- sett syðst skipanna fjögurra eða um 170 sjómílur vestnorðvestur frá Azoreyjum, franska skipið Le Suroit fór frá La Seyne sur Mer í Frakk- landi hinn 29. desember og var stað- sett um 200 sjómílum norður af V. Bugaev og bandaríska skipið Knorr fór frá Limerick á Írlandi 30. desem- ber og var staðsett um 200 sjómílur suður af Ægi. Meðan varðskipið klauf öldur Atl- antshafsins suður á bóginn voru gerðar venjubundnar veðurathug- anir með 3 klst. millibili og hálofta- athuganir voru ýmist gerðar með 6 klst. millibili, 3 klst. millibili eða jafnvel 1,5 klst. millibili, allt eftir fyrirmælum frá veðurfræðingum í Shannon á Írlandi. Hreint út sagt tækniundur Háloftaathugunum var fjölgað þeg- ar lægðir gengu yfir og veðrið var sem verst. Oft reyndist örðugt að koma loftbelgjum á loft við þær að- stæður, sérstaklega í mikilli úr- komu. Við slepptum loftbelgjunum upp aftast á þyrluskýlisþakinu og sáu stýrimennirnir aðallega um það verk með aðstoð hásetanna. Þar var öruggast að vera þegar sjólag var slæmt, sem var reyndar ansi oft, og settar voru upp öryggislínur fyrir menn. Staðurinn var hátt yfir sjó og aft- an við stjórnpallinn og í vari eða skjóli ef brotsjóir kæmu þegar lónað var upp í sjó og vind sem alltaf var gert þegar loftbelgjunum var sleppt á loft. Um háloftaathuganirnar er það að segja að tæknin samfara þeim var hreint út sagt tækniundur. Það er með ólíkindum að það skuli hafa ver- ið hægt að senda lítinn pakka á loft sem hékk neðan í loftbelgjunum, langt upp í lofthjúp jarðar, sem safn- aði rakastigi, loftþrýsting, hitastigi, daggarmarki, vindstyrk og vind- stefnu auk hæðar loftbelgsins hverju sinni. Allar þessar upplýsingar voru síð- an sendar sjálfvirkt niður til mót- tökutækis um borð í Ægi, þær síðan keyrðar inn í tölvu um borð og send- ar um gervitungl til Shannon á Ír- landi og Toulose í Frakklandi ásamt veðurupplýsingum og sjólagi. Hæst fóru loftbelgirnir í 32 km hæð. 140 til 150 hnúta vindur Mesti vindhraði sem mældist í há- loftunum var í 12-15 km hæð en þá Halldór B. Nellett, skip- herra hjá Landhelgis- gæslunni, segir frá veð- urrannsóknum sem varðskipið Ægir tók þátt í fyrir rúmum tuttugu árum, eða í janúar og febrúar árið 1997. Áhöfn varð ekki svefnsamt Baksíða Morgunblaðsins 9. febrúar 1997. Á Írlandi Skipherrann að hefja landgöngu í Cork. Næturbræla Verið að sigla í næstu veðurstöð að nóttu til. Veðurathuganir í veðravíti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.