Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum var í raun ekkert gamanmál, að eina nóttina vaknaði undirritaður við það að skipið fékk á sig hnút eða brotsjó og mikill hnykkur kom á skipið sem var reyndar ekki óalgengt. Í svefnrofunum heyrði ég síðan einhvern hávaða og fann að eitthvað var komið upp í koju til mín því ég gat mig hvergi hrært, var bara fast- ur undir einhverju fargi. Svartamyrkur var auðvitað og ég hugsaði með mér: Hver andsk. er kominn hér upp í koju til mín? Ég kveikti kojuljósið við höfðalagið og sá þá að stóra þunga glerplatan, sem búin var að vera ofan á virðulegu mahónískrifborðinu í skipherraklef- anum síðastliðin 30 ár eða svo; hafði staðið af sér öll þorskastríðin og árekstrana sem þeim fylgdu og var fest niður á skrifborðið með járn- vinklum, hafði losnað við hnútinn og hnykkinn sem kom á skipið, flogið yfir herbergið og upp í koju til mín og sat þar einhvern veginn skorðuð föst ofan á mér. Mér tókst þó að lokum, þegar ég hafði áttað mig á þessu, að klöngrast fram úr kojunni og sjóbúa glerplöt- una en heppinn var ég að verða ekki fyrir henni. Ekki séð jafn snögg veðraskipti Sem dæmi um snögg veðrabrigði þá héldum við sjó einu sinni sem oftar og lónuðum upp í sjó og vind sem var af suðaustri um 40 hnútar eða um 20 m/sek. Á radarskerminum sáust greinilega skörp veðraskil nálgast hratt úr suðvestri og þegar skilin fóru yfir skipið snerist vindur um 180 gráður á einungis um 15 mín- útum eða í norðvestanátt. Það var einkennilegt í fyrstu að lóna upp í 12-14 metra ölduhæð úr suðaustri og fá vindinn í „rassinn“, en á ótrúlega skömmum tíma reif hann upp norðvestan sjó og þá var ekkert annað að gera en að snúa aft- ur upp í, bara í hina áttina. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, orðið vitni að eins skörpum veðra- breytingum. Viðamikið verkefni nýst vel Ég aflaði upplýsinga nýlega hjá Haraldi Ólafssyni veðurfræðingi en hann var einn þeirra sem stóðu að þessu verkefni á sínum tíma. Har- aldur upplýsti eftirfarandi: hnúta (45m/sek) nær stanslaust í rúman sólarhring (64 hnútar eru gömlu 12 vindstigin). Meðalölduhæð var þá orðin um 12-14 metrar en hæstu öldur um og yfir 20 metrar mest þegar veðrið fór loks að ganga niður. Það var auðvelt að áætla ölduhæð- ina því útsýnisturninn á Ægi var á þessum tíma um 17 metra hár og hæstu öldur langt yfir hæð hans þessa daga. Þess má einnig geta að þegar sjólag var verst settum við alltaf niður, til öryggis, öfluga hlera fyrir frambrúargluggana og höfðum annan hornglugganna hleralausan, þann sem var í meira skjóli, svo við sæjum eitthvað út. Þessir hlerar voru sérstaklega hannaðir til þess að verja gluggana fyrir brotsjóum en gluggarnir á Ægi eru nokkuð stórir. Fyrir utan slysahættu hefði verið afleitt að fá inn glugga þarna lengst úti á miðju Atlantshafi svo ég gaf alltaf fyrirmæli um að setja glugga- hlerana niður á fyrra fallinu. Fylltu alveg byssupallinn Ægir er afburðasjóskip, sérstaklega þegar keyrt er á móti sjó og vindi og varlega er farið, og varði sig vel gegn öllum þeim brotsjóum sem urðu á vegi okkar. Ég man eftir tveimur góðum „skvettum“ sem komu á okkur og fylltu alveg byssupallinn framan við brúna en öllu engu tjóni. Eins og ég nefndi hér fyrr voru menn í öryggislínum á þyrluþaki í verstu veðrunum við sleppingu loft- belgja. Einnig þurftu menn að fara niður á dekk þar sem allar helíum- flöskurnar voru, skipta á milli flaskna þegar þær tæmdust og opna og loka fyrir þær við notkun. Þegar menn þurftu að fara þar niður var það ákveðin regla að þangað niður færi enginn nema með leyfi stjórn- palls, oft var skipinu þá snúið þannig að annaðhvort bakborðs- eða stjórn- borðssíða væri í skjóli og því hættu- minna að vinna þar niðri. Nánast ein lægð á dag Það kom þó fyrir nokkrum sinnum að þessi útistörf voru slegin af vegna sjólags, ekki var hættandi á að senda menn út á dekk í verstu veðrunum. Alls voru lægðirnar rétt tæplega fimmtíu sem komu við sögu í þessari 53 daga ferð, eða nánast ein á dag, og má segja að fjöldi þeirra hafi komið á óvart og einnig hvað sjólag var yf- irleitt slæmt, mjög krappir sjóir, oft tvísjóa sem skýrðist af því hve vind- áttir voru breytilegar, vestan- og suðvestanáttir þó algengastar. Mikið líf virtist vera í sjónum þarna suðurfrá, mikið um marsvíns- vöður og önnur smáhveli og tún- fiskar sáust líka. Til gamans má geta þess, en það „Fastex hefur verið viðamikið verkefni sem nýst hefur vel. Í verk- efninu var safnað mælingum í gagnabanka sem ýmsir aðilar um allan heim nýta með ýmsum hætti. Mest ber á verkum sem lúta að því að þróa reiknilíkön til að spá veðri og veðurfari.“ Í gagnabanka ISI, sem er bóka- safn á netinu sem vísindamenn nota mikið, eru núna 154 vísindagreinar sem byggjast á gögnum úr Fastexi. Þær eru enn að koma út og víst er að í sumum tilvikum gleyma menn að segja hvaðan gögnin koma þannig að líklega eru greinarnar töluvert fleiri, kannski nær 500. Svo halda menn áfram að nota forritin sem skrifuð eru með aðstoð Fastex til að spá veðri og veðurfari, án þess að Fastex sé nokkurs staðar getið. Greinarnar fjalla um ýmsa þætti þessara mála, allt frá því hvernig best sé að reikna dropavöxt og úr- komumyndun upp í hvernig best sé að meðhöndla þúsund km langar bylgjur í háloftum sem vitað er að stjórna lægðamyndun. Töluvert ber á greinum um það hvað sé best að mæla og hvar. Þær byggjast gjarn- an á því að reiknað er með og án ým- issa gagna sem aflað var í Fastex- verkinu og leitað svara við spurningunni: „Hvaða mælingar skiptu máli fyrir spána og hvaða mælingar skiptu engu máli?“ Haldið heim til hafnar Í ferðinni voru einnig sjósett alls níu rekveðurdufl, fimm fyrir írsku veð- urstofuna og fjögur fyrir Veðurstofu Íslands, og einnig voru stundaðar veðurathuganir reglulega mestalla heimleiðina og helíumbelgir einnig settir á loft. Til Reykjavíkur komum við á Ægi Veðravítið Dæmigerð mynd um sjólag sem var þarna nánast alla daga. Hlerarnir komnir fyrir Gluggahlerarnir komnir fyrir framgluggana, skipherrann í hornglugganum og Jóhann Örn Sigurjónsson á stýrinu. Fjölþjóða rannsóknarskip í veðurathugunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.