Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 208. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. „Hann hefur tapað minni virðingu“ 2. „Ertu viss um að hann sé dáinn?“ 3. Ein af stofnendum Femen látin … 4. Óvenjuleg tíð frá fyrsta sumardegi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Íslenska svartmálmssveitin Mis- þyrming heldur tónleika á Húrra við Tryggvagötu í kvöld kl. 21. Hljóm- sveitin hefur farið víða hin síðustu misseri og haldið tónleika á fjölmörg- um tónlistarhátíðum allt frá árinu 2015. Tónleikarnir í kvöld verða þeir einu sem hljómsveitin heldur hér á landi það sem eftir er árs en hún lék síðast á Íslandi á hátíðinni Oration í febrúar. Misþyrming er nýkomin heim af stærstu þungarokkshátíð Frakk- lands, Hellfest, og heldur til Tékk- lands í lok sumars þar sem hún mun leika á hátíðinni Brutal Assault. Um upphitun í kvöld sjá World Nar- cosis og Alvia Islandia og e.t.v. munu leynigestir stíga á svið. Misþyrming á Húrra  Sumartónleikar í Skálholti halda áfram núna um helgina, 27.-29. júlí, sem er þriðja og næstsíðasta tón- leikahelgi sumarsins. Á morgun kl. 13 verður fluttur fyrirlestur í Skálholts- skóla og nefnist hann Tónlist Bachs á ýmsa kanta. Steinunn Arnbjörg Stef- ánsdóttir sellóleikari mun þar ræða um sönginn og meistaratök tón- skáldsins J.S. Bach á sviði tónlistar- innar. Í kvöld kl. 20 munu Vladimir Waltham sellóleikari og Brice Sailly semballeikari halda tónleika í Skál- holtskirkju og flytja m.a. verk eftir François Couperin og Jean-Baptiste Barrière. Á laugardaginn verður boð- ið upp á tónleikatvennu. Corpo di Strumenti og Eyjólfur Eyj- ólfsson tenór flytja verk eftir Bach kl. 14 og kl. 16 er það bar- okksveitin Brák sem leikur tónlist frá klassíska tímabilinu. Þessi kvartetta- efnisskrá verður endurtekin á sunnudag kl. 14. Fyrirlestur og tón- leikar í Skálholti Á laugardag Austlæg átt, 5-13 m/s og rigning, fyrst suðaustan til en síðdegis um allt land. Styttir upp norðanlands um kvöldið. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en sums staðar dálítil væta sunnan- og vestanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR Þrjú íslensk karlalið léku í Evrópukeppnum félagsliða í knattspyrnu í gær. FH-ingar gerðu það gott í Ísrael og náðu þar 1:1 jafntefli gegn Hapoel Haifa í fyrri leik lið- anna í 2. umferð Evrópu- deildarinnar. Stjarnan og Valur töpuðu hins vegar í fyrri leikjum sínum. Stjarn- an gegn FCK í Garðabænum 0:2 og Íslandsmeistarar Vals gegn Santa Coloma í Andorra 1:0. » 2,3,4 FH-ingar náðu í góð úrslit í Ísrael Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hófu í gær leik á Opna skoska meistaramótinu í golfi. Valdís lék fyrsta hringinn á 74 höggum en Ólafía var á 77 höggum. Þurfa þær að bæta sig í dag til að eiga von um að ná niðurskurði kepp- enda að loknum 36 holum. »1 Valdís og Ólafía fremur aftarlega í Skotlandi Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Keili í Hafnarfirði, eru efst að loknum fyrsta keppnis- degi á Íslandsmótinu í golfi sem haldið er í Vestmannaeyjum. Skorið var býsna gott í gær og í karlaflokki voru margir kylfingar undir pari. Ax- el byrjaði til dæmis afar vel og er á fimm undir pari og Guðrún er á parinu. »1 Keilisfólk byrjar vel í Vestmannaeyjum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég er þakklát að fá að takast á við þessa áskorun. Það eru áhugaverðir og skemmtilegir tímar framundan og margir möguleikar,“ segir Sig- ríður Hjálmarsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. „Í Grundarfirði starfaði ég sem menningar- og markaðsfulltrúi og átti mikil samskipti við nærsam- félagið og ferðamenn. Í nýja starf- inu í Hallgrímskirkju held ég áfram að eiga samskipti við nærsamfélagið og ferðamenn,“ segir Sigríður .„Ég er mikil kirkjukona og líður vel í kirkjustarfi og er með BA-próf í guðfræði. Kirkjan er einhvern veginn allt í kringum mig og það má segja að ég hafi farið frá Kirkjufelli í Grundarfirði til starfa í sjálfri Hallgrímskirkju,“ segir Sig- ríður hlæjandi en hún er dóttir sr. Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests. Sigríður segir að hugtakið kirkja nái annars vegar yfir kirkjubygg- inguna sjálfa og hins vegar yfir söfnuð og samfélag um Krist. Gaman að vinna með fólki „Ég kláraði mannauðsstjórnun árið 2013 og finnst gaman að vinna með fólki, ferðamönnum og í kirkjustarfi. Það var því alveg tilvalið að sækja um framkvæmdastjórastarfið í Hallgrímskirkju. Auk þess sem það var kominn tími til að vera á sama stað og sam- býlismaður minn, Halldór Halldórsson, fyrrrverandi borgarfulltrúi í Reykja- vík,“ segir Sigríður sem tekur við af Jónönnu Björnsdóttur sem sinnti starfinu í 14 ár. „Ég byrjaði 1. júní og er enn að setja mig inn í starfið sem leggst vel í mig. Það kemur mér verulega á óvart hversu margir ferðamenn koma í kirkj- una,“ segir Sigríður sem vill taka það fram að kirkjan sé lokuð ferða- mönnum þegar kirkjulegar athafnir fara þar fram. Flestir taki því vel og skilji það að fólk vilji fá frið við kirkjulegar athafnir. „Umfang lista og menningar er mikið í Hallgrímskirkju og hún er vel sótt bæði af heimamönnum og öðru fólki. Núna stendur t.d. yfir Orgelsumar en þá eru tónleikar allt að fjórum sinnum í viku. Það eru messur alla sunnudaga og mikið al- mennt kirkjustarf, enda eru hér starfandi tveir prestar,“ segir Sig- ríður. Kirkjan er allt í kringum mig  Nýr fram- kvæmdastjóri Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdastjóri Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, ásamt ferðamönnum í kirkjunni. „Mér finnst Hallgrímskirkja vera bæði hús og samfélag um Krist og það er gott hvernig þetta tvennt vinnur saman í miðborg Reykjavíkur,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri kirkjunnar. „Ég er stolt af kirkjunni sem á sér langa og merkilega sögu. Ég er að lesa sögu kirkjunnar sem gefin var út fyrir nokkrum árum og þar kemur fram að margir voru á móti byggingunni í upphafi,“ segir Sig- ríður. „Það heyrðust háværar raddir um að kirkjan væri algjört ferlíki sem tæki allt Skólavörðuholtið undir sig og framkvæmdirnar við kirkjuna væru óraunhæfar. Ég get ekki betur heyrt en að flestir séu sáttir við kirkjuna í dag,“ segir Sigríður. Flestir sáttir við kirkjuna í dag HALLGRÍMSKIRKJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.