Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Róbert Aron Róbertsson, fram-
kvæmdastjóri fasteignaþróunar-
félagsins Festis, telur að hægja muni
á verðhækkunum á nýjum og vel stað-
settum fasteignum.
„Við teljum að tímabil mikilla verð-
hækkana sé að baki. Við teljum að
verðið muni hækka í takt við verðlag á
næstu árum. Við
gerum ekki ráð
fyrir mikið meiri
hækkunum,“ segir
Róbert Aron.
Tilefnið er við-
tal í Morgun-
blaðinu í gær við
Magnús Árna
Skúlason, hag-
fræðing og fram-
kvæmdastjóra
Reykjavík Econo-
mics. Kom þar fram að meðalverð
seldra fasteigna er að hækka. Til
dæmis hefðu íbúðir fyrir fyrstu kaup-
endur hækkað um tugi prósenta í
verði á nokkrum árum.
Um 300 íbúðir á Héðinsreit
Róbert Aron segir starfsmenn
Festis fylgjast grannt með markaðn-
um. Þá til dæmis hvernig spennandi
og vel staðsettar eignir miðsvæðis eru
verðlagðar og hvernig þær seljast.
Verðþróunin sé skoðuð með hliðsjón
af undirbúningi félagsins að uppbygg-
ingu íbúða á Héðinsreit.
Hann segir deiliskipulagsvinnu á
Héðinsreit á lokametrunum. Að því
loknu geti hönnun farið í fullan gang.
Nú sé miðað við um 300 íbúðir á reitn-
um. Þar af sé miðað við um 200 íbúðir
á þeim hluta reitsins þar sem Festir
er í forsvari.
Athygli vekur að nú er til sölu tölu-
verður fjöldi nýrra íbúða í miðborg-
inni sem kosta yfir 75 milljónir.
Spurður hvernig hann meti eftir-
spurnina eftir íbúðum í þessum verð-
flokki segir Róbert Aron að almennt
reyni kaupendur að gera góð kaup.
„Markaðurinn fyrir íbúðir sem
kosta yfir 75 milljónir er auðvitað lít-
ill. Ef margar slíkar íbúðir verða
byggðar getur svo farið að þær seljast
ekki. Við erum ekki að horfa á slíkt
meðalverð í plönum okkar fyrir Héð-
insreitinn. Við ætlum að reyna að búa
til góða blöndu og vera samkeppnis-
hæf í verði. Svo verða auðvitað líka
minni íbúðir.“
Kaupverðið trúnaðarmál
Fram kom í Markaðnum, fylgiriti
Fréttablaðsins, í síðustu viku að Fest-
ir hefði selt byggingarlóðir félagsins á
Gelgjutanga. Róbert Aron segir söl-
una eiga sér nokkurn aðdraganda.
„Fjárfestar sýndu verkefninu
áhuga. Þetta hófst með því að fast-
eignasala hafði samband við okkur.
Úr varð tilboð og svo hefur þetta ver-
ið að mjakast áfram undanfarna mán-
uði. Viðræðum lauk svo með undir-
ritun samninga um daginn.“
Róbert Aron segir kaupverðið
trúnaðarmál. Kaupandi var félagið U
14-20 ehf., dótturfélag Kaldalóns
bygginga hf. sem er tengt Kviku
banka (sjá fylgjugrein og hnotskurn).
Með kaupunum tekur dótturfélag
Kaldalóns yfir uppbyggingu í Voga-
byggð. Þar hafði Festir látið forhanna
270 íbúðir í fjórum byggingum. Festir
átti fjórar af fimm lóðum í Vogabyggð
1. Miðað við að lóðarverð sé 7,5 millj-
ónir á íbúð er verðmæti lóðanna rúm-
ir 2 milljarðar. Þær eru á eftirsóttum
stað og verða margar íbúðirnar með
sjávarsýn. Róbert Aron segir að-
spurður að þessar teikningar séu
fyrst og fremst hugmyndavinna. Það
sé nýrra eigenda að útfæra verkefnið.
Festir hafði átt byggingarlóðirnar
lengi þegar undirbúningur að nýju
skipulagi Vogabyggðar hófst. Fram-
kvæmdir eru hafnar í hluta hverfisins
sem verður með yfir þúsund íbúðir.
Fram kom í Morgunblaðinu um
daginn að Festir hefði endurmetið
áform um hótel á Suðurlandsbraut 18.
Þá væri félagið ekki lengur með
áform um hótel á Héðinsreit. Félagið
byggði Exeter-hótelið á Tryggvagötu
sem verður opnað síðar í mánuðinum.
Spáir nú minni hækkunum
Framkvæmdastjóri Festis telur nýtt skeið að hefjast á fasteignamarkaðnum
Tímabil mikilla hækkana sé að baki Festir muni nú einbeita sér að Héðinsreit
Tölvuteikningar/Rakel Karls ApS/Ikonoform
Vogabyggð í Reykjavík Hér má sjá drög arkitekta að því hvernig hluti nýju byggðarinnar gæti litið út.
Róbert Aron
Róbertsson
Nýr borgarhluti Sjávarsýn verður frá mörgum íbúðum í hverfinu.
Með um 900 íbúðir
» Fram kom í Viðskiptablaðinu
í febrúar að Kaldalón bygg-
ingar hf., fasteignafélag í
eignastýringu hjá Kviku banka,
hefði eignast meirihluta í félagi
um uppbyggingu 176 íbúða við
Vesturbugt, sem er steinsnar
frá Héðinsreit í Reykjavík.
» Alls hefði félagið rétt til að
byggja um 600 íbúðir í Reykja-
vík, Kópavogi og Garðabæ.
» Með kaupunum á Gelgju-
tanga hefur félagið skv. því
lóðir fyrir tæplega 900 íbúðir.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
FESTON BARSTÓLL kr. 58.300
20 - 60% afsláttur
a f ú t s ö l u v ö r u m
Ú T S Ö L U L O K
Núkr. 34.980
SETUHÆÐ 65 CM
-40%
1 0 % a f s l á t t u r a f
n ý j u m v ö r u m
L a u g a r d a g i n n 2 8 . j ú l í
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Allar almennar
bílaviðgerðir
Samkvæmt Creditinfo eiga
fimm hluthafar um 82,66% í
Kaldalóni byggingar hf.
Þeir eru Nanna Björk Ás-
grímsdóttir (22,8%), Gunnar
Sverrir Harðarson (17,45%),
Þórarinn Arnar Sævarsson
(17,45%), Gunnar Henrik B.
Gunnarsson (13,56%) og Lovísa
Ólafsdóttir (11,4%). Þórarinn
Arnar er fasteignasali hjá Re-
max. Hann er tengdur fjölda fé-
laga í gegnum Loran ehf.
Nanna Björk er skráð til
heimilis í Lúxemborg, líkt og
eiginmaður hennar, fjárfestirinn
Sigurður Bollason.
Fleiri hluthafar hafa tengsl
við Lúxemborg. Meðal hluthafa
er t.d. félagið Charamino sem er
skráð í Lúxemborg. Samkvæmt
fyrirtækjaskrá Lúxemborgar er
Einar Sveinsson, fjárfestir í
London, skráður eini hluthafinn
í félaginu. Sonur hans, Bene-
dikt, er framkvæmdastjóri ís-
lenska dótturfélagsins P126
ehf. Þá fer hann fyrir öðru
dótturfélagi, Pei ehf.
Benedikt er jafnframt hlut-
hafi í félaginu EE Development
sem hyggst reisa 65 íbúðir í
Borgartúni 24 í Reykjavík.
Margir eiga
í Kaldalóni
BYGGINGARRISI