Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
Á Sólfari Kátur ferðalangur bregður á leik á útilistaverkinu Sólfari við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er óður til sólarinnar og mjög vinsælt myndefni meðal erlendra ferðamanna í höfuðborginni.
Arnþór
Vorið 2017 var Dalai
Lama, andlegum leið-
toga Tíbeta og frið-
arverðlaunahafa Nób-
els frá 1989, boðið að
halda ræðu við útskrift
nemenda frá Kaliforn-
íuháskóla í San Diego.
Margir kínverskir
nemendur við skólann
tóku þessu illa, sögðu
Dalai Lama tákngerv-
ing sundrungar, hann hefði að mark-
miði að skilja Tíbet frá Kína.
Um 5.000 kínverskir námsmenn
eru við skólann í San Diego. Þeir
hafa eigin samtök sem hófu baráttu
gegn því að Dalai Lama fengi að tala
undir merkjum skóla. Sendinefnd
þeirra gekk á fund háskólarektors
sem hafnaði kröfunni um að gera
Dalai Lama afturreka, ræða hans
yrði auk þess ekki um stjórnmál.
Það reyndist rétt því að andlegi leið-
toginn flutti tvær ræður, annars
vegar um fjölbreytileika og hins veg-
ar samkennd.
Rök kínversku námsmannanna
voru meðal annars að Dalai Lama
yrði til þess að „spilla gleði“ þeirra.
Þá kæmu margar fjölskyldur frá
Kína til að verða við athöfnina og
ræðumaðurinn særði þær. Dalai
Lama væri „pólitískt viðkvæmur
einstaklingur í Kína“ og þess vegna
sýndu háskólayfirvöld litla tillits-
semi og menningarlega virðingu
með því að bjóða honum að flytja
ræðu.
Háskólayfirvöld sögðu Dalai
Lama talsmann friðar, hnattrænnar
ábyrgðar og þjónustu
við mannkyn. Allt væru
þetta háleitar hug-
sjónir sem nemendur
ættu að tileinka sér.
Þessi áreitni kín-
verskra námsmanna í
garð 14. Dalai Lama
(83 ára) er þjónkun við
yfirvöld í Kína sem
vilja ekki aðeins ráða
yfir landi Tíbeta heldur
einnig andlegum heimi
þeirra. Þau vilja
ákveða hver verði 15.
Dalai Lama, kínverskur stjórn-
arstimpill verði að staðfesta end-
urholdgunina. Þessu hafna Tíbetar
og segja að 14. Dalai Lama velji
sjálfur arftaka sinn.
Frekja námsmannanna gagnvart
Dalai Lama og yfirvöldum háskól-
ans er aðeins eitt dæmi af mörgum
sem mætti nefna um að ein-
staklingar og hópar segjast eiga rétt
á „öruggu svæði“ þar sem þeir þurfi
ekki að heyra eða sjá neitt sem raski
ró þeirra.
Óvænt árás á þingforseta
Hér á landi höfum við kynnst því
undanfarna daga hvernig pólitísk öfl
vilja ráða skoðanamyndun í landinu
með því að þagga niður í erlendum
einstaklingi sem þeir eru ósammála.
Umburðarlyndið gagnvart skoð-
unum annarra er ekkert og þess er
krafist að sjálft Alþingi sé „öruggt
svæði“. Að þessu sinni beindist óþol-
ið að forseta danska þingsins, Piu
Kjærsgaard.
Formenn allra flokka fluttu þings-
ályktunartillögu sem samþykkt var
einróma á Alþingi í október 2016 um
viðburði á fullveldisafmælisárinu
2018. Alþingi skyldi koma saman til
hátíðarfundar á Þingvöllum 18. júlí,
daginn sem þingmenn Dana og Ís-
lendinga rituðu undir sambands-
lagasáttmálann árið 1918. Ríkis-
stjórnin efnir til hátíðahalda 1.
desember 2018. Þá verður öld liðin
frá því að sambandslögin öðluðust
gildi.
Síðan varð að ráði að forseti
danska þingsins, Pia Kjærsgaard,
yrði heiðursgestur Alþingis. Mar-
grét Þórhildur Danadrottning heiðr-
ar íslensku þjóðina með komu sinni
1. desember.
Stórdeilurnar vegna komu Piu
Kjærsgaard á fund Alþingis eru
angi af umræðum sem setja sterkan
svip á stjórnmál líðandi stundar í
Evrópu. Sjónarmið sem hún boðar í
útlendingamálum voru fyrir nokkr-
um árum kennd við öfgaskoðanir.
Þau eru nú viðurkenndur hluti meg-
insjónarmiða í evrópskum stjórn-
málum. Þeir sem átta sig ekki á því
er sama fólkið og áttaði sig ekki á
því fyrr en þriðjudagskvöldið 17. júlí
að Kjærsgaard mundi næsta dag
tala sem gestur Alþingis.
Fyrr þennan sama þriðjudag
hafði forseti Alþingis á þingfundi
boðið þeim sem vildi andmæla dag-
skrá fundarins á Þingvöllum að gera
það. Enginn bað um orðið. Þing-
forsetinn fékk svo vitneskju um það
í rútunni á leið til Þingvalla að þing-
flokkur pírata ætlaði ekki að sækja
hátíðafundinn. Píratar hafa löngum
verið þekktir fyrir að sigla undir
fölsku flaggi í von um ránsfeng með
óvæntri árás.
Misheppnuð atlaga
Atlagan að Piu Kjærsgaard var
dæmd til að mistakast og verða auk
þess þeim til skammar sem að henni
stóðu. Að svo varð birtist best í því
hvernig píratarnir hafa farið úr einu
vígi í annað á undanhaldinu. Full-
trúa þeirra í forsætisnefnd Alþingis
stóð einfaldlega á sama um erlenda
gestinn. Píratinn hefur svo reynt að
kenna forseta Alþingis um að sjálfur
svaf hann á verðinum.
Með fordæmingu sinni á við-
horfum Kjærsgaard skipar Sam-
fylkingin sér í hóp andstæðinga
danskra jafnaðarmanna í útlend-
ingamálum. Formaður danska jafn-
aðarmannaflokksins nýtur á sama
tíma vaxandi virðingar flokksbræðra
í öðrum löndum en hér vegna harðr-
ar útlendingastefnu sinnar. Slík fyr-
irstaða kunni að stöðva fylgistap
jafnaðarmannaflokka um alla Evr-
ópu.
Eftir að þingmenn luku störfum
sínum á fundinum á Þingvöllum
flutti forseti danska þingsins ávarp
sitt. Hæfði efni þess vel tilefninu.
Röksemdaskortur gagnrýnenda
Kjærsgaard er svo mikill að nú nota
þeir eftirfarandi kafla í ræðu hennar
til að réttlæta andúð sína á henni:
„Er ríkjasamband okkar var við
lýði þótti Dönum Ísland vera það
land þar sem hin upphaflega sjálfs-
mynd norrænna manna var varð-
veitt. Á 19. öld átti Ísland þátt í að
kynda undir danskri þjóðerniskennd
sem þá var í blóma. Litið var á Ís-
land sem vöggu norrænnar menn-
ingar. Þegar við Danir komum til Ís-
lands finnum við fyrir land sem
skipar sérstakan sess hjá dönsku
þjóðinni. Hér sjáum við rætur okk-
ar.“
Þeir sem hafa einhverja nasasjón
af því sem sagt hefur verið um Ís-
land í norrænum hátíðaræðum í ár-
anna rás láta sér ekki bregða við
þessi orð. Að taka þeim illa eða gera
tortryggileg sannar enn hve langt er
seilst í þágu lélegs málstaðar. Þurfi
þingmenn að ganga af þingfundi á
„öruggan stað“ vegna ummæla af
þessum toga, ættu þeir ekki að fara í
framboð.
Útskúfun
Gagnrýni á þennan texta í ræð-
unni og tilraunir til að gera hann
tortryggilegan staðfesta að ágrein-
ingurinn vegna danska þingforset-
ans snýst um að erlendur gestur
megi ekki tala óáreittur á Alþingi
nema hann hafi sömu skoðun í út-
lendingamálum og píratar eða aðrir
sem sætta sig ekki við aukna gæslu
á landamærum eða varðstöðu um
norrænan og evrópskan menningar-
arf.
Þetta er í ætt við viðhorfið hjá kín-
versku námsmönnunum sem gengu
þeirra erinda að banna Dalai Lama
að flytja ræðu sína. Þetta er tilraun
til útskúfunar í því skyni að hefta
frjálsa skoðanamyndun. Þess vegna
verður að snúast hart til varnar, rétt
einstaklinga til skoðana sinna ber að
vernda ekki síður en fullveldi þjóða.
Eftir Björn
Bjarnason » Þetta er tilraun til
útskúfunar í því
skyni að hefta frjálsa
skoðanamyndun.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Krafa um útskúfun þingforseta