Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 HAFNARFJARÐARBÆR RÁÐHÚS HAFNARFJARÐAR STRANDGÖTU 6 ÞJÓNUSTUVER OPIÐ FRÁ KL. 8.00 – 16.00 ALLA VIRKA DAGA 585 5500 hafnarfjordur.is SKIPULAGSLÝSING Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 23maí s.l. breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna færslu á háspennulínu við Hamranes. Þegar vinna við gerð aðalskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefni þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við aðalskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Lýsingu er hægt að nálgast á hafnarfjordur.is. Skriflegar ábendingar sendist á: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is eigi síðar en 9. ágúst 2018. Þormóður Sveinsson Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar Umhverfis- og skipulagsþjónusta, Norðurhella 2, 221 Hafnarfjörður, Sími 585 5500www.hafnarfjordur.is BreytingáaðalskipulagiHafnarfjarðar vegnabráðabirgðaflutningsáHamraneslínu Iog II. Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 3,5 milljarðar króna. Til samanburðar var hagnað- ur bankans 5,1 milljarður í sama árs- hluta á síðasta ári. Virðisbreytingar útlána voru jákvæðar um 703 millj- ónir á fjórðungnum en þær voru hins vegar neikvæðar um 478 milljónir á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hreinar vaxtatekjur Landsbank- ans drógust saman á milli ára og námu 9,8 milljörðum á síðasta árs- fjórðungi, borið saman við 10,2 millj- arða í fyrra. Þjónustutekjur námu 2,2 milljörðum og breyttust lítið á milli ára. Ný útlán til viðskiptavina á öðrum ársfjórðungi voru um 172 milljarðar króna. Að teknu tilliti til afborgana, virðisbreytinga og fleiri þátta hækk- uðu heildarútlán um 53 milljarða króna á fjórðungnum. Heildareignir Landsbankans í lok júní námu 1.250 milljörðum króna. Eigið fé nam 232 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var 24,1%. Lág- markseiginfjárkrafa Fjármálaeftir- litsins fyrir Landsbankann nemur 21,4% . Tekjuauki á fyrri árshelmingi Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins var hagnaður Landsbankans 11,6 milljarðar króna, borið saman við 12,7 milljarða króna hagnað á fyrri árshelmingi 2017. Hreinar vaxtatekjur voru 19,5 milljarðar króna og hækkuðu um 7,2% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 3,9 milljörðum króna, en þær námu 4,4 milljörðum króna á fyrri helmingi síðasta árs. Rekstrarkostnaður bankans nam 12,2 milljörðum króna á fyrri helm- ingi ársins sem er hækkun um 0,9% miðað við sama tímabil árið 2017. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% fyrstu sex mánuðina en var 2,5% á sama tímabili í fyrra. Árangur af hagræðingu Lilja Björk Einarsdóttir banka- stjóri segir í tilkynningu að afkoman sýni að rekstur bankans sé traustur, hvort sem litið sé á tekjur, útlán eða rekstrarkostnað. „Árangur af hag- ræðingu í rekstri Landsbankans sést m.a. á því að rekstrarkostnaður helst stöðugur þrátt fyrir umtalsverðar fjárfestingar sem tengjast áfram- haldandi kerfisuppbyggingu bank- ans, netöryggismálum og framþróun í stafrænni tækni.“ Hún segir útlán og innlán hjá Landsbankanum hafa aukist talsvert milli tímabila sem endurspegli bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlut- deild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja. Hagnaður á öðrum árs- fjórðungi 3,5 milljarðar  Ný útlán Landsbankans námu um 172 milljörðum króna Morgunblaðið/Golli Landsbanki Lilja Björk segir rekstrarkostnað hafa haldist stöðugan þrátt fyrir umtalsverðar fjárfestingar í kerfisuppbyggingu og netöryggismálum. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Bubba Morthens tónlistar- mann og Ríkisútvarpið ohf. til að greiða Steinari Berg Ísleifssyni, fyrrv. hljómplötuútgefanda, 500 þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði Bubba um Steinar Berg. Dómsmálið varðar ummæli sem Bubbi lét falla í sjónvarpsþættinum Popp- og rokksaga Íslands á RÚV í mars 2016 auk ummæla sem hann lét falla á Facebook og í fjölmiðlum í kjölfarið. Var RÚV og Bubba hvoru um sig gert að greiða Stein- ari Berg 250 þúsund krónur í miskabætur. RÚV og Bubba ber einnig að greiða tvær milljónir króna óskipt í málskostnað. Steinar Berg höfðaði mál á hend- ur Bubba og RÚV árið 2016 fyrir, eins og áður segir, ummæli sem Bubbi lét falla í sjónvarpsþætti á RÚV, á Facebook og í samtölum við fjölmiðla. Bubbi sakaði þar Steinar Berg um að hafa sem útgefandi hans brotið á sér er hann starfaði í hljómsveitunum Utangarðsmönnum og Egó á níunda áratugnum. Stein- ar Berg sagði, í samtali við mbl.is haustið 2016, ummælin vera ósönn. Meðal þeirra ummæla Bubba sem héraðsdómur féllst á að væru ærumeiðandi í garð Steinars Bergs og dæmdi dauð og ómerk eru: „Út- gefandinn hann mokgræddi á okk- ur, það er bara þannig,“ sem var haft eftir Bubba í þættinum Popp- og rokksaga Íslands; og: „Fyrir- tækið nýtti sér reynsluleysi mitt okkar og yfirburðastöðu sína, þann- ig var það,“ sem eru ummæli sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars 2016. Fyrir utan það að dómurinn taldi ummælin fela í sér ærumeiðandi að- dróttanir, taldi hann einnig að RÚV hefði af stórfelldu gáleysi endursýnt umræddan þátt þrátt fyrir yfirlýs- ingu Steinars um málshöfðun. RÚV hefði síðan ennfremur stuðlað að víðtækri dreifingu meiðyrðanna með því að gefa þættina út á DVD- diskum. Í frétt á vef RÚV í gær segir Bubbi að hann hafi aldrei dróttað að lögbroti með ummælum sínum og að efnislega eigi ummælin mikið er- indi í samfélagsumræðunni. Greiða hálfa millj- ón króna í bætur  Bubbi og RÚV töpuðu meiðyrða- máli í héraðsdómi Morgunblaðið/Golli Dómsmál Bubbi þarf að greiða 250.000 krónur í miskabætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.