Morgunblaðið - 27.07.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.07.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Meðalsöluverð gefi ekki rétta mynd  Ósammála því að kindakjötsútflutningur borgi sig ekki  Ódýrari afurðir dragi meðalsöluverðið niður Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég er ósammála þeirri niðurstöðu að það borgi sig ekki að flytja út kindakjöt,“ segir Svavar Halldórs- son, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic Lamb, í sam- tali við Morgunblaðið, sem óskaði eft- ir viðbrögðum við úttekt KPMG sem unnin var fyrir atvinnu- og nýsköp- unarráðuneytið á virðiskeðju afurða- stöðva. Þar kom m.a. fram að það borgaði sig ekki að framleiða kinda- kjöt til útflutnings m.v. meðaltals- söluverð og að hagræða mætti í virð- iskeðju afurðastöðva. Skýrslan var unnin skv. tillögu aðalfundar Lands- „Ég hefði líka viljað sjá enn betri greiningar á sóun í kerfinu. En það er mjög margt gott í úttektinni, mikið af gögnum, hún er vel uppsett og læsi- leg og upplýsingar þar um verð- myndun sem við höfum ekki haft áð- ur. Úttektin gefur okkur vissulega upplýsingar og styður við það sem við höfum talið okkur sjá, það eru lík- lega miklir möguleikar til að hag- ræða og gera betur, og varðandi út- flutninginn þá eru einhverjir markaðir sem skila ekki ásættanlegu verði,“ segir Oddný Steina, sem finnst að úttektin kalli á nánari skoð- un vegna möguleika til sparnaðar í ferlinu. ráðs kindakjöts, og Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri sam- takanna. „Það hefði mátt bera saman sölu- verð hérlendis og erlendis á kjöti í sambærilegum flokkum, eins og t.d. hryggjum og lærum, það að nota meðaltalskílóverð á kjöti í ósambæri- legum verðflokkum gefur ekki rétta mynd,“ segir Unnsteinn Snorri, sem finnst jafnframt að spurningunum sem settar voru fram hafi ekki verið nægilega vel svarað, hann hefði viljað sjá settar upp sviðsmyndir af mögu- legum niðurstöðum, það hefði átt að vera mögulegt miðað við gögn og for- sendur sem lágu fyrir við gerð skýrslunnar. fóður og svo ódýrari hluta af skepn- unni sem gengur illa að selja innan- lands, eins og t.d. framparta og slög,“ segir Svavar, sem segir að lamba- kjötssala hafi tekið við sér á Íslandi undanfarið, sérstaklega eftir að farið var að markaðssetja og selja lamba- kjöt til ferðamanna. Sammála meginniðurstöðunni „Það er margt annað gott sem kom fram í skýrslunni og ég er sammála þeirri meginniðurstöðu að það megi hagræða í sláturhúsa- og afurða- stöðvakeðjunni.“ Undir orð Svavars taka Oddný Steina Valsdóttir, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda og Markaðs- samtaka sauðfjárbænda 2017. „Það er hæpið að nota meðaltalsút- reikninga, enda er oft á tíðum verið að flytja út afurðir sem lítið verð fæst fyrir, eins og t.d. afskurð í gæludýra- Morgunblaðið/Jim Smart Lambakjöt Má hagræða í greininni? Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Þátttaka yngstu fæðingarárganga barna hér á landi í almennum bólu- setningum á árinu 2017 er ekki við- unandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sóttvarnalæknis um þátt- töku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2017, sem birt hefur verið á vef Embættis landlæknis. Þátttakan er svipuð og á árinu 2016, þar sem hún var mun lakari en áður hafði tíðkast. „Ljóst er að þátttaka í bólusetn- ingum við 18 mánaða og 4 ára aldur hér á landi er ekki ásættanleg og ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað upp bólusetningasjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil,“ segir í skýrslu sóttvarnalæknis. Í því sam- hengi er bent á að um þessar mundir geisar langvinnur mislingafaraldur í Evrópu og víða annars staðar hafa mislingar stöðugt haldið fótfestu. Unnið að auðveldara eftirliti Á undanförnu ári hefur verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsugæslum eftirlit með þátttöku í bólusetning- um. „Vonast er til að hægt verði að merkja sjúkraskrár barna sem eru ekki bólusett að fullu til að nota megi tækifærin þegar þau koma á heilsu- gæsluna í öðrum erindum til að gefa bólusetningar sem vantar eða gefa tíma í bólusetningu hið fyrsta,“ segir m.a. í skýrslunni hvað varðar úrbæt- ur. Óviðunandi þátttaka í bólu- setningum barna hérlendis  Varasöm þróun ef áfram dregur úr þátttöku á næstu árum Thinkstock Óviðunandi Dregið hefur úr þátt- töku í grunnbólusetningu barna. „Þú getur tekið manninn úr Eyj- unum, en þú getur aldrei tekið Eyj- arnar úr mann- inum,“ sagði Elliði Vignisson, nýráð- inn bæjarstjóri Ölfuss, í samtali við Morgunblaðið, sem spurði við þetta tilefni hvernig það legðist í hann að flytjast frá Vestmannaeyjum. Ráðning Elliða í stöðuna var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar snemma í gærkvöldi. Elliði hefur formlega störf 8. ágúst næstkomandi, en hann var áður bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í 12 ár. „Tilboðin voru fjölmörg, ég var að hugsa um að gera kaflaskipti og færa mig í einkageirann, en svo fór ég að fá vink héðan og þaðan varðandi stjórn- un sveitarfélaga. Ég kolféll fyrir Ölf- usi og stemningunni yfir því sam- félagi. Ölfusið stendur frammi fyrir sögulegum tækifærum til vaxtar og til að bæta enn frekar það góða starf sem þar hefur verið unnið. Ég stend bara auðmjúkur frammi fyrir þeim tækifærum,“ segir Elliði og vitnar í Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar að lokum: „Hamingjan er hér!“ ernayr@mbl.is Elliði bæjarstjóri Ölfuss  Samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær Elliði Vignisson Veðrið hefur skánað nokkuð á suðvesturhorninu og eflaust margir orðnir spenntir að fara hring eða tvo á vélfákunum. Leðurklæddir knaparnir hittast gjarnan á Ing- ólfstorgi á mótorhjólunum og skiptast á sögum af þeysireið um þjóðvegina. Þessi bjarthærði ungi maður virti áhugasamur fyrir sér gljáandi krómið og skærbleikan elds- neytistankinn á einu mótorhjólanna þar í gær. Rennur af stað ungi riddarinn Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.