Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 „Þetta var yndislegur dagur þrátt fyrir úrhellið. Við buðum upp á heitt kaffi, randalín og „dömudropa“ til hressingar,“ sagði Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins, í samtali við Morgunblaðið. Haldið var upp á hundrað ár frá fæðingu Auðar Laxness á Gljúfrasteini og sýning tileinkuð henni opnuð, en hún mun standa yfir til ársloka . Morgunblaðið/Árni Sæberg Auðarsýning á Gljúfrasteini í tilefni aldar frá fæðingu hennar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Svona veður er sjaldséð í Reykjavík, er mun algengara á Norðaustur- og Austurlandi. Einfaldast er að segja að þetta sé loft að ofan sem sólin síð- an vermir enn frekar,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um hita- bylgjuna sem gekk yfir landið á sunnudaginn. Hitastigið steig mjög hratt í Reykjavík þennan dag. Klukkan sjö að morgni mældist hitinn í Reykjavík 12,7 stig, klukkan 8 mældist hann 19,1 stig og klukkan 12 var hann kominn í 22,3 stig. Hiti komst í 20 stig eða meira á 64 veðurstöðvum í byggð og 8 stöðvum til fjalla sunnudaginn 29. júlí. Auk þess á 50 vegagerðarstöðvum. Alls eru þetta 132 veðurstöðvar. „Þetta er trúlega hæsta 20 stiga hlutfall frá því í hitabylgjunni miklu 2008,“ segir Trausti. Þessi hitabylgja gekk yfir landið fyrir nákvæmlega 10 árum. Þann 30. júlí 2008 mældist 29,7 stiga hiti á Þingvöllum og 26,4 stig í Reykjavík. Hitinn á sjálfvirku stöðinni í Reykjavík fór í 23,5 stig á sunnudag- inn var, það þriðja hæsta frá upphafi hennar 1997. Samfelldar hámarks- mælingar hófust 1920 og hefur hiti aðeins mælst hærri fjórum sinnum síðan. Í eldri gögnum eru líka fáein tilvik hærri hita. Kvikasilfursmæl- irinn á Veðurstofutúni í Reykjavík fór hæst í 22,7 stig. Hæsti hiti dagsins á landinu sunnudaginn 29. júlí s.l. mældist á Patreksfirði, 24,7 stig. Er það jafn- framt hæsti hiti sem mælst hefur á landinu til þessa á árinu. Fáein júlí- hámarkshitamet voru slegin á ein- stökum stöðvum – þar af á tveimur sem hafa mælt hita í meira en 20 ár, Bjargtöngum og Súðavík. Fjölmörg dægurhitamet voru slegin, m.a. í Reykjavík og á Hólum í Dýrafirði. Þá var á sunnudaginn sett „lúmskt met“ á sjálfvirku stöðinni á Veð- urstofutúni, að sögn Trausta. Dagg- armark mældist 14,7 stig, það mesta sem vitað er um á stöðinni en hún hóf mælingar 1997. Daggarmark er sá hiti sem lækka þarf loft niður í við óbreyttan þrýsting og óbreytt raka- innihald til að rakinn í loftinu þéttist, segir á Vísindavefnum. Öflugasta hitabylgjan síðan árið 2008 Morgunblaðið/Valli Veðurblíða Íbúar höfuðborgarinnar nýttu vel tækifærið þegar sást til sólar um helgina. Fjölmenni var á Austurvelli.  Hiti fór yfir 20 stig á 132 veðurstöðvum á landinu á sunnudaginn  Sjaldséð veður í Reykjavík Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vetnisstöð Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun er komin á stað- inn og verður gangsett til reynslu í lok ágústmánaðar. Búast má við því að hægt verði að hefja notkun á vetni þaðan á bíla í október. Uppsetning vetnisstöðvarinnar er liður í evrópsku verkefni sem Orka náttúrunnar tekur þátt í með tveim- ur öðrum íslenskum fyrirtækjum, Orkunni, sem er í eigu Skeljungs, og Íslenskri nýorku. Orkan opnaði tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbif- reiðar fyrr í sumar. Notað er innflutt vetni þar til byrjað verður að af- greiða vetni frá nýju stöðinni. Bjarni Már Júlíusson, fram- kvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir að upp hafi komið sú hugmynd að framleiða vetnið við virkjun og af- greiða það á flöskum til þess að ekki verði flutningstöp. Samstarfið geng- ur út á það að framleiða vetnið á ein- um stað og afgreiða það á tveimur til þremur stöðvum. Orka náttúrunnar keypti rafgreini út úr Evrópuverkefninu og er að setja hann á svæði tæknigarða við Hellisheiðarvirkjun. Bjarni segir að framleiðslugeta rafgreinisins sé rífleg miðað við þá bíla sem hér eru í notkun og ganga fyrir vetni. Stærð hans hafi verið ákveðin með það í huga að hægt verði að þjóna fimm strætisvögnum sem ganga fyrir vetni og taka á í notkun undir lok næsta árs. Innviðir fyrir stærri bíla Evrópustyrkir standa undir hluta stofnkostnaðar við þetta þróunar- verkefni en Orka náttúrunnar legg- ur eigi að síður um 100 milljónir í stofnkostnað, að sögn Bjarna. Hann segir ekki búast við að þetta verði gróðavænleg starfsemi í upphafi. Orka náttúrunnar hafi áhuga á orku- skiptum en vonist til að góður mark- aður skapist fyrir hreina íslenska orku þegar fram líða stundir. Orka náttúrunnar hefur komið upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla víða um land. Bjarni neitar því að vetnið sé í samkeppni við hleðslustöðvarn- ar. „Grunnurinn er í báðum tilvikum raforka, annars vegar umbreytt og hins vegar bein. Okkur er alveg sama hvor leiðin verður farin. Það er ekki á okkar valdi að ákveða hvað bílaframleiðendur og kaupendur bíla vilja gera,“ segir hann. Bendir hann á að daumabíllinn fyrir Ísland væri tvinnbíll sem gengi fyrir rafmagni og gæti skipt yfir á vetni í lengri ferð- um. Þá segir hann að ekki sé lengur afsökun fyrir eigendur stærri bíla, svo sem hópferðabíla og almennis- vagna, að skipta ekki jarðefnaelds- neyti út fyrir hreina íslenska orku. Vetni framleitt við Hellisheiðarvirkjun Morgunblaðið/Golli Hellisheiðarvirkjun Vetnið verður framleitt á athafnasvæði tæknigarða.  Orka náttúrunnar er að koma upp stöð til að framleiða vetni fyrir bíla  Vel við vöxt miðað við notkun í dag  Tilraunavinnsla hefst bráðlega og mun sala á íslensku vetni hefjast á afgreiðslustöðvum í haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.