Morgunblaðið - 31.07.2018, Qupperneq 27
tryggingum, Marel, SR mjöli og
Eimskip.
Benedikt var formaður sjálf-
stæðisfélags Garða- og Bessa-
staðahrepps 1973-75, sat í skóla-
nefnd Garðabæjar 1974-86, þar af
formaður 1982-86. Hann var bæj-
arfulltrúi í Garðabæ 1986-98, þar
af oddviti meirihlutans og for-
maður bæjarráðs í tíu ár.
Benedikt fór oft í laxveiði hér
áður fyrr en heldur sig nú við sil-
ungsveiði: „Ég hef veitt mikið við
Þingvallavatn, í landi Kald-
árhöfða, og við Ölfusvatn og er
reyndar nýkominn þaðan.
Ég hef alla tíð verið viðloðandi
íþróttir, æfði og keppti sjálfur í
knattspyrnu með yngri flokkum
Vals, fylgdist vel með íþrótta-
iðkun sona minna í Stjörnunni og
hef verið stuðningmaður Stjörn-
unnar frá því ég kom í Garða-
bæinn, sem nú er orðinn öflugur
íþróttabær og Stjarnan stór-
veldi.
Ég byrjaði að leika golf er ég
var við nám í Bandaríkjunum,
sleppti því síðan í þrjá áratugi
vegna anna, en tók svo upp
þráðinn aftur fyrir tveimur ára-
tugum eða svo og er enn að. Svo
nýt ég þess að sinna barnabörn-
unum og nú hefur langafa-
strákur bæst í hópinn.
Við hjónin höfum ferðast tölu-
vert eins og flestir gera núorðið
og ég les talsvert, einkum ævi-
sögur og sagnfræði. Ég var t.d.
nú að ljúka við ævisögu Ein-
steins en það er mjög athygl-
isverð bók.“
Fjölskylda
Kona Benedikts er Guðríður
Jónsdóttir, f. 19.9. 1938, dóttir
Jóns Gunnarssonar, f. 1900, d.
1973, verkfræðings og fyrrum
forstjóra SH, og k.h., Hólm-
fríðar Sigurlínu Björnsdóttur, f.
1904, d. 1996, húsmóður.
Synir Benedikts og Guðríðar
eru Sveinn, f. 16.1. 1962, tölvu-
fræðingur í Garðabæ en kona
hans var Unnur Fadila Vilhelms-
dóttir tónlistarkona sem er látin
en sonur hennar er Gunnar Már
Óttarsson. Núverandi eiginkona
Sveins er Helga Kristjánsdóttir,
dr. í hagfræði og kennari við
Háskólann á Akureyri en sonur
hennar er Kristján Sigurðsson;
Jón, f. 16.10. 1964, rafmagns-
verkfræðingur í Garðabæ,
kvæntur Ágústu Grétarsdóttur
lyfjafræðingi og eru börn þeirra
Kristín, Benedikt og Þorsteinn,
en Kristín á óskírðan son, f.
16.6. 2018, með sambýlismanni
sínum, Rúti Birgissyni hdl, og
Bjarni, f. 26.1. 1970, alþingis-
maður, fjármálaráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
kvæntur Þóru Margréti Bald-
vinsdóttur og eru börn þeirra
Margrét, Benedikt, Helga Þóra
og Guðríður Lína.
Systkini Benedikts eru Ingi-
mundur, f. 21.4. 1942, arkitekt í
Reykjavík; Guðrún, f. 25.10.
1944, lögfræðingur á Seltjarn-
arnesi, og Einar, f. 3.4. 1948,
framkvæmdastjóri, búsettur í
Garðabæ.
Foreldrar Benedikts: Sveinn
Benediktsson, f. 12.5. 1905, d.
12.2. 1979, framkvæmdastjóri í
Reykjavík. og k.h., Helga Ingi-
mundardóttir, f. 23.12. 1914, d.
22.1. 2008, húsmóðir.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
fyrir heimilið
VifturHitarar
LofthreinsitækiRakatæki
Ásgeir Guðbjartur Guðbjartssonfæddist í Kjós í Grunnavík-urhreppi 31.7. 1928 . For-
eldrar hans voru Jónína Þ. Guðbjarts-
dóttir húsfreyja, og Guðbjartur
Ásgeirsson, formaður og útgerðar-
maður.
Eiginkona Ásgeirs var Sigríður
Guðmunda Brynjólfsdóttir sem lést
2009. Þau eignuðust fjögur börn, Guð-
bjart, f. 1949, Guðbjörgu, f. 1950,
Kristínu Hjördísi, f. 1952 og Jónínu
Brynju, f. 1953
Ásgeir flutti ungur með foreldrum
sínum til Hnífsdals og síðan til Ísa-
fjarðar þar sem hann ólst upp. Hann
hóf sinn sjómannsferil nýfermdur og
var þá á dragnót upp á hálfan hlut. Ás-
geir vann um tíma hjá Norðurtang-
anum og við beitingu. Sextán ára fór
hann að róa upp á heilan hlut á línu-,
troll- og síldarbátum.
Ásgeir tók hið minna fiskimanna-
próf á Ísafirði 1948 og hið meira fiski-
mannapróf í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík árið 1965.
Hann var skipstjóri á Valdísi ÍS 72,
1948, Bryndísi ÍS 69, 1949, Jódísi ÍS
73 sama ár, Pólstjörnunni ÍS 85 í fjór-
ar vertíðir, Ásbirni ÍS 12 1956, en tók
þá við Guðbjörgu ÍS 47 og hafa þeir
bátar og skip sem hann síðan var með
verið nefnd Guðbjörg, en hann var á
skuttogaranum Guðbjörgu ÍS 46.
Ásgeir stofnaði útgerðarfélagið
Hrönn hf. á Ísafirði ásamt fleirum, ár-
ið 1956.en það gerði út sjö báta og tog-
ara sem báru nafnið Guðbjörg ÍS. Út-
gerðin lét m.a. smíða fyrir sig
frystitogara 1994 sem þá var talinn
eitt fullkomnasta fiskiskip í heiminum.
Ásgeir hætti til sjós árið 1995, 67
ára að aldri. Þá hafði hann verið skip-
stjóri í meira en 45 ár.
Ásgeir var afburða aflamaður og
harðsækinn. Hann var aflakóngur á
Ísafirði á sextán vetrarvertíðum sam-
fleytt og auk þess var hann oft afla-
kóngur á Vestfjörðum.
Ásgeir var sæmdur riddarakrossi
fálkaorðunnar 17. júní 1991.
Ásgeir lést 22.2. 2017.
Merkir Íslendingar
Ásgeir Guðbjartsson
90 ára
Hólmfríður Stefánsdóttir
85 ára
Emil Guðmundsson
Eysteinn Leifsson
80 ára
Benedikt Sveinsson
Jóhann Stefánsson
75 ára
Alexander Ólafsson
Halldór Ársæll Jensson
Hanna Lára Köhler
Ingunn Lilja Hjaltadóttir
Lilja Kristjánsdóttir
Linda Gústafsdóttir
Sigurbjört Þórðardóttir
Sigurður Jóhannsson
70 ára
Aðalheiður Laufey
Hákonardóttir
Ásgeir Þorláksson
Erlingur Einarsson
Hjálmar Jóhannesson
Krystyna Maria Blasiak
Cortes
Magnús Magnússon
Margrét Kjartansdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Stefán Rúnar Jónsson
60 ára
Andrzej Ignacy Rybicki
Hrafnhildur Vigfúsdóttir
Hörður V. Vilhjálmsson
Kjartan D. Kjartansson
Rimas Ziugzlys
Snorri Gylfason
Þorvaldur Ísleifur
Þorvaldsson
50 ára
Agnar Sturla Helgason
Anna Berglind
Gunnlaugsdóttir
Björn Magnússon
Böðvar Jónsson
Dariusz Roman
Zdrojewski
Guðmundur Ingi
Guðmundsson
Halldór Marías Ásgeirsson
Inga María S. Jónínudóttir
Mikolaj Wawrzeniuk
Ólafur G. Gunnsteinsson
Stella Rósa Stelly Gústafsd.
Thelma Hrund
Guðjónsdóttir
40 ára
Arndís Sveinsdóttir
Björn Halldórsson
Daníel Friðjónsson
Guðmundur Sævarsson
Harry Jóhannsson
Monika Tischleder
Pálmi Skowronski
Rúnar Freyr Rúnarsson
Sigrún Ósk L.
Gunnarsdóttir
Torfi Runólfur Þorbergsson
Tryggvi Logi Jóhannsson
30 ára
Árni Heiðar Geirsson
Birkir Steinn Erlingsson
Einar Óli Ægisson
Emil Ingvardt C. Hvidtfeldt
Haukur Guðmundsson
Karolina Wiszowata
Linda Huld Loftsdóttir
Pedro Miguel Silva Pina
Riza Bation Patayon
Sindri Freyr Ólafsson
Valerie Fock
Xiaolong Wang
Þór Birgisson
Til hamingju með daginn
30 ára Magnús ólst upp í
Garðabæ, býr í Kópavogi,
lauk sveinsprófi í rafvirkjun
frá FB og er rafvirki á eigin
vegum.
Maki: Íris Dögg Haralds-
dóttir, f. 1991, að ljúka
BSc-námi í viðskiptafræði.
Synir: Mikael Aron, f.
2011, og Elmar Leví, f.
2013.
Foreldrar: Bjarni Pálsson,
f. 1961, bakari, og Zanný
Sigurbjörnsdóttir, f. 1962,
sjúkraliði.
Magnús Páll
Bjarnason
30 ára Linda ólst upp í
Reykjavík og á Jersey á
Ermarsundi, býr í Reykja-
vík, lauk BA-prófi í sál-
fræði frá HÍ og er að hefja
störf hjá Virk.
Maki: Alex Sieroczuk, f.
1988, endurskoðandi.
Dætur: Mia, f. 2015, og
Lily, f. 2017.
Foreldrar: Guðrún
Bjarnadóttir, f. 1967, skrif-
stofumaður, og Loftur
Loftsson, f. 1965, tölfræð-
ingur.
Linda Huld
Loftsdóttir
30 ára Haukur býr á Eg-
ilsstöðum, lauk BSc-prófi
í landfræði og MSc-prófi í
alþjóðaviðskiptum og
markaðsfræði og starfar
hjá Eimskip.
Maki: Auður Jónsdóttir, f.
1988, starfar við leikskola.
Foreldrar: Guðmundur
Ólafsson, f. 1958, og Katr-
ín Ásgeirsdóttir, f. 1954,
fyrrv. loðdýrabændur en
hann er nú skólabílstjóri
og veiðivörður en hún
starfar hjá HSA.
Haukur
Guðmundsson