Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 1. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  178. tölublað  106. árgangur  FRELSIÐ FINNUR KÁRI Í FLUGINU FJÖL- SKRÚÐUGAR FÍGÚRUR DANÍEL URRAR FYRIR MÍNA HÖND LÍKA SKEMMTILEGS 30 MEGAS OG DANÍEL FRIÐRIK 33FISFLUG 12 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það ekki markmið breyttra mælinga á meng- un bifreiða að auka tekjur ríkissjóðs. Bílgreinasambandið áætlar að breytingarnar muni að óbreyttu hækka verð nýrra bíla um 20-30% þegar þær taka gildi um áramót. „Ég hef haft áhyggjur af þessu máli og er með það til greiningar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeirri vinnu er ekki alveg lokið. En ég útiloka ekki að við bregðumst við vegna þessara ábendinga,“ segir Bjarni og boðar skattalækkanir. Gjaldið lækkað í áföngum „Ég sé fyrir mér lækkanir á tryggingagjaldi í skrefum strax um næstu áramót og svo aftur ári síðar. Síðan stendur yfir vinna – við ræðum um það í stjórnarsáttmálanum – við að lækka neðra skattþrepið.“ Bjarni segir svigrúm til launa- hækkana orðið lítið sem ekkert. „Það er auðvitað með ólíkindum að heyra verkalýðsleiðtoga að því er virðist tala gegn betri vitund um að það sé svigrúm á almenna markaðn- um til tuga prósenta launahækkana – kannski 20-30% launahækkana – og af því að það hafi ekki skilað verð- bólgu í fortíðinni muni það ekki gera það í framtíðinni,“ segir Bjarni. Gjaldtaka endurmetin  Fjármálaráðherra kveðst hafa áhyggjur af fyrirhugaðri hækkun gjalda á bíla  Ný mengunarviðmið leiði ekki til hærri gjalda  Lítið svigrúm til launahækkana MFjármálaráðherra segir… » 10 Nálgast aðra hópa » Bjarni segist hafa beitt sér fyrir endurskoðun á kjararáði. » Kjörnir fulltrúar sem síð- ast voru hækkaðir á kjördag 2016 séu komnir á sama ról undir lok þessa árs og aðrir hópar.  „Þegar lagt var af stað í þetta verkefni var mikil áhersla lögð á að ferjan myndi byrja að sigla í apríl eða maí þannig að áhöfnin og sér- staklega skipstjórarnir myndu læra á skipið að sumri,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að enn er óljóst hvenær nýr Herjólfur byrjar áætlunarsiglingar á milli lands og Vestmannaeyja, en eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu hefur pólska skipasmíða- stöðin Crist S.A. beðið um frest á afhendingu ferjunnar. „Nú er svo komið að skipið mun ekki byrja áætlunarsiglingar fyrr en í nóvember ef áætlanir ganga eftir, þegar veður eru válynd,“ segir Sigurður Áss, en það veldur auknu álagi á áhöfnina. »11 Nýr Herjólfur kemur við erfið veðurskilyrði Ljósmynd/Crist S.A. Ferja Smíð nýs Herjólfs er í fullum gangi. Þeir voru heldur brattir á að líta piltarnir þrír í Ólafsvík þegar þeir sigldu um á heimasmíðuðum bárujárnskajak í heitri sumarsólinni. Hvert förinni var heitið fylgir ekki sögunni en eflaust lentu félagarnir í einhverjum ævintýrum á leiðinni á áfangastað. Þrír félagar á heimasmíðuðu fleyi Morgunblaðið/Eggert  „Frjókorn í lofti verða í há- marki næstu tvær til þrjár vik- urnar. Þeim fer síðan fækkandi fljótlega eftir verslunarmanna- helgina,“ segir Sigurveig Sig- urðardóttir, læknir á göngu- deild ofnæmissjúkdóma á Landspít- ala. Að hennar sögn er mikilvægt fyrir fólk með ofnæmi að fylgja leiðbeiningum sérfræðinga. Það minnki óþægindin sem skapist vegna grasfrjóaofnæmis. »11 Frjókorn í hámarki Frjókorn Mikið er um frjókorn í lofti.  Heldur færri ökutæki voru ný- skráð á fyrri helmingi ársins en á sama tímabili árið 2017, sem var metár í bílasölu. Þetta kemur fram í tölum sem Samgöngustofa tók saman að beiðni Morgunblaðsins. Fjöldi nýskráðra ökutækja á fyrstu sex mánuðum ársins nam 17.181 ökutæki en á sama tímabili í fyrra höfðu 20.000 ökutæki verið nýskráð. Það er um 14% sam- dráttur á milli ára. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir að rekja- megi þetta að miklu leyti til minni kaupa frá bílaleigum á árinu. „Það er stærsta skýringin, en til við- bótar er töluvert af nýlegum not- uðum bílum á markaðnum og ekk- ert óeðlilegt að fólk skoði það, heldur en að kaupa sér nýjan bíl. Þetta er samspil af þessu tvennu.“ »16 Færri bílar nýskráðir á fyrri árshelmingi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Innflutningur Á fyrri helmingi ársins var 17.181 ökutæki nýskráð.  Orka náttúrunnar hefur til- raunaframleiðslu á vetni á næstu vikum. Búið er að kaupa rafgreini og verið er að setja hann upp á svæði tæknigarða vestan við Hellis- heiðarvirkjun. Búist er við að hægt verði að hefja sölu á bíla í október. Uppsetning vetnisstöðvarinnar er liður í evrópsku verkefni sem Orka náttúrunnar tekur þátt í með tveimur öðrum íslenskum fyrir- tækjum; Orkunni, sem er í eigu Skeljungs, og Íslenskri nýorku. Orkan opnaði tvær afgreiðslu- stöðvar fyrir vetnisbifreiðar fyrr í sumar. Notað verður innflutt vetni þar til byrjað verður að afgreiða vetni frá nýju stöðinni. Framleiðslugeta rafgreinisins er rífleg miðað við þá bíla sem hér eru í notkun. Búist er við aukinni notk- un á næstunni, meðal annars með vetnisknúnum strætisvögnum. »4 Vetnisstöð sett upp við Hellisheiðarvirkjun Morgunblaðið/Ófeigur Strætó Þörfin eykst með fjölgun vetnis- knúinna strætisvagna á götunum.  Hæsta 20 stiga hlutfall frá „hita- bylgjunni miklu“ fyrir nákvæmlega tíu árum, eða 30. júlí árið 2008, mældist á landinu sl. sunnudag, að sögn Trausta Jónssonar veður- fræðings. Þá mældust 29,7 gráður á Þingvöllum og 26, 4 stig í Reykjavík. Hitastigið steig mjög hratt í Reykjavík á sunnudags- morguninn, eða úr 12,7 stigum snemma um morguninn upp í 22,7 stig á hádegi, en hæstur varð hitinn á Patreksfirði 24,7 stig. Þetta er sjaldgæft í Reykjavík en algengara á Austur- og Norðausturlandi. »4 Yfir 20 gráður á 132 stöðum á sunnudag Reykjavík Sólbað við Austurvöll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.