Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com ICQC 2018-20 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Magnús Þór Jónsson – Megas – kemur annað kvöld, miðvikudags- kvöld, fram á tónleikum í menning- arhúsinu Mengi við Óðinsgötu ásamt gítarleikaranum Daníel Frið- rik Böðvarssyni. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 21. Í tilkynningu segir að efni þessara hljómleika séu „ný og eldri lög sem ekki hafa birst alþýðu manna með einum eða öðrum hætti. Þessi lög hafa ekki verið réttu lögin á þetta eða hitt prógrammið eða líkt og fall- ið milli skips og bryggju, orðið út- undan án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Nýrri söngvar eru tækifærisafurðir, afkvæmi augna- bliks sem ef svo má segja hefur fros- ið. Ennfremur eru nokkur sýnishorn frá verkum í vinnslu og eiga sér máski glæsta framtíð í óorðinni nú- tíð, í það minnsta í vikunni með sunnudögunum sjö. Fúlsið nú ekki við krásunum, lömbin mín.“ Eykur ánægju sína Undanfarin misseri hefur Megas komið víða fram á tónleikum ásamt Kristni H. Árnasyni gítarleikara, meðal annars í Mengi þar sem boðið hefur verið upp á ólíkar efnisskrár, ýmist með kunnum og vinsælum eða lítt þekktum lögum. Megas segir þetta vera í fyrsta skipti sem þeir Daníel Friðrik starfa saman. „Kiddi var í fríi í sumar,“ segir hann um gítarleikaraskiptin. „Ég er að gera prógramm úr óbirtum lög- um og bað Skúla Sverrisson [bassa- leikara og listrænan stjórnanda Mengis] að benda mér á einhvern góðan. Hann benti mér á Daníel sem ég þekkti ekkert fyrr en var allur augu og eyru þegar ég heyrði hvað hann gat spilað,“ segir Megas. Þegar spurt er hvort Daníel Frið- rik nálgist heim laga hans með svip- uðum hætti og hinn fjölhæfi Krist- inn, hrósar hann Kristni og segir margt einstakt í hans spilamennsku. „En Daníel er líka einstakur og mjög fljótur að grípa hlutina.“ – Er þetta allt saman óbirt og óút- gefið efni sem þið flytjið? „Já. Það er eitthvað af gömlum lögum sem hafa lent milli skips og bryggju, voru ekki útgefin, og svo önnur sem ég hef verið að gera á síðastliðnum árum.“ – Vellur alltaf eitthvað nýtt fram? „Það er ekkert voðalega mikið um það – en það gerist,“ er svarið. – Allan þinn feril hefur þú reglu- lega fundið þér nýja meðspilara, og gjarnan ungt fólk. Felst ekki viss ögrun í því að byrja endurtekið að vinna með nýjum hljóðfæraleikur- um? „Maður er með því að auka ánægju sína, það er alltaf gleðilegt tilefni,“ svarar Megas og vitnar í skáldið Þorstein Erlingsson: Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi … – Þú hefur gert þau orð að þínum? „Já, og ég man líka útgáfu Bald- vins Halldórssonar af þessum línum: Ef æskan vill rétta þér urrandi hund…“ Hann skellir uppúr og bæt- ir við: „Daníel urrar flott, og urrar fyrir mína hönd líka…“ Svigrúm fyrir stemningu Meðleikari Megasar, Daníel Frið- rik, gat sér gott orð sem gítarleikari hljómsveitarinnar Moses Hightow- er, var einn stofnenda sveitarinnar en leikur ekki lengur með henni. Hann nam við Tónlistarskóla FÍH og Jazz Institute Berlin. „Ég hef búið í Berlín undanfarin sjö ár en flutti heim í vetur,“ segir Daníel en hann er þó reglulega á faraldsfæti, er til að mynda með- limur í hljómsveit í Berlín sem gefur út plötu í vetur og fer þá í tónleika- ferð. „Ég er líka með sólóefni í bí- gerð og hef verið að spila með þess- um eftir að ég kom heim, en aðallega í Mengi. Ég kem til dæmis fram með Kristínu Önnu þar á föstudaginn kemur.“ Þegar spurt er hvar hann stað- setji sig í tónlistinni segist Daníel hafa verið í djassnámi en hann stað- setji sig þó ekki endilega sem djass- tónlistarmann þótt hann fáist mikið við spuna. Orðið djass sé það sögu- legt að það geti virkað afmarkandi í hugum fólks. „Ég segist fást við tón- list sem er lifandi og spunnin, það er rauður þráður í flestu sem ég geri, þótt tónlistin geti verið þjóðlaga- skotin eða poppuð, eins og hjá Magnúsi.“ – Hvernig leist þér á það boð að leika með Megasi? „Mér fannst það mikill heiður og ánægjulegt enda ber ég mikla virð- ingu fyrir Megasi og hef lengi verið aðdáandi hans. Mér finnst frábært að fá að vinna með honum að þessu prógrammi.“ – Magnús færir meðspilurum sín- um venjulega lögina á nótum, fékkst þú rými til að vinna út frá þeim á þinn hátt? „Já. Hann kom með öll lögin á nótum en ég fæ mikið svigrúm til að búa hverju lagi stemningu og grúv. Ég fæ frekar frjálasr hendur með það.“ Feimnin hvarf fljótt Í efnisskránni sem þeir Megas og Daníel Friðrik flytja á morgun hljóma lög sem ekki hafa verið gefin út. Fær Daníel fyrir vikið meira frelsi heldur en hann hefði fengið væru lögin þekkt og þar með orðin hálfgerð almeningseign? „Ætli það ekki,“ svarar hann. „Það verður enginn vonsvikinn eins og kynni að gerast ef ég gerði eitt- hvað skrítið við „Tvær stjörnur“. Það er þeim mun skemmtilegra að taka efni sem maður hefur ekki sjálfur mjög mótaða hugmynd um fyrirfram.“ Megas er vitaskuld goðsögn í ís- lensku tónlistarlífi en þegar Daníel er spurður að því hvort hann hafi verið feiminn við að fara sínum höndum um lög meistarans þá svar- ar hann neitandi. „Við höfum hist það oft að sú feimni hvarf fljótt. Ég reyni bara að gera eitthvað af viti. Þetta eru frá- bær lög og frábærir textar og ég reyni bara að gera mitt besta til að koma þeim til skila. Það er ekki pláss fyrir neina feimni í því.“ „Urrar fyrir mína hönd líka“  Megas og gítarleikarinn Daníel Friðrik koma fram á tónleikum í Mengi annað kvöld  Flytja „eitthvað af gömlum lögum sem hafa lent milli skips og bryggju“ og önnur óútgefin frá síðustu árum Flytjendurnir Megas og Daníel Friðrik koma fram í Mengi. Megas segist hafa verið „allur augu og eyru þegar ég heyrði hvað hann gat spilað“. Framhald hinnar feikivinsælu söngvamyndar Mamma Mia!, Mamma Mia! Here We Go Again, naut góðrar aðsóknar um helgina. Tæplega sex þúsund manns sáu myndina sem hlotið hefur jákvæðar viðtökur gagnrýnenda og þá m.a. gagnrýnanda Morgunblaðsins sem gaf myndinni fjórar stjörnur í ein- kunn. Mun færri sáu næst- tekjuhæstu mynd helgarinnar, teiknimyndina Hótel Transylvanía 3, eða um 1.400 manns og um 900 sáu hasarmyndina Equalizer 2. Bíóaðsókn helgarinnar Mamma Mia! Here We Go Again 1 2 Hotel Transylvania 3 2 3 Equalizer 2 4 2 The Incredibles 2 3 6 Ant-Man and the Wasp 5 4 Hereditary 6 2 Skyscraper 7 3 Kona fer í stríð 8 10 Book Club 9 6 Ocean's 8 12 7 Bíólistinn 27.–29. júlí 2018 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 6.000 sáu Mamma Mia: Here We Go Again Gleðibomba Úr söngvamyndinni Mamma Mia! Here We Go Again.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.