Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Kristján Árnason, fyrr-
verandi þýðandi og dós-
ent í bókmenntafræði
við Háskóla Íslands,
lést fyrir helgi, 83 ára
að aldri.
Kristján var fæddur í
Reykjavík þann 26.
september 1934. For-
eldrar hans voru Árni
Kristjánsson, píanóleik-
ari og tónlistarstjóri
Ríkisútvarpsins, og
Anna Guðrún Stein-
grímsdóttir, húsmóðir.
Kristján stundaði
nám við MR og útskrif-
aðist þaðan með stúdentspróf 1953.
Þá útskrifaðist hann með BA-próf í
grísku og latínu frá HÍ 1962 og
lagði stund á nám í heimspeki, bók-
menntum og fornmálum við háskóla
í Þýskalandi og Sviss á árunum
1953-1958 og 1963-1965.
Hann starfaði m.a. sem kennari
við Menntaskólann á Akureyri og
Kennaraskóla Íslands á sjöunda
áratugnum og hjá Menntaskólanum
á Laugarvatni á árabilinu 1967-
1990.
Eftir Kristján liggja fjölmörg
skáldverk og þýðingar en hann var
sérstaklega gefinn fyrir gríska
menningu og listir og var t.a.m. for-
maður Grikklandsvinafélagsins
Hellas og var sæmdur stórridd-
arakrossi hinnar grísku Fönix-orðu,
fyrir framlag sitt til eflingar grísk-
um menntum á Ís-
landi.
Hann gaf út ljóða-
bækurnar Rústir 1962
og Einn dag enn 1990
sem var tilnefnd til ís-
lensku bókmennta-
verðlaunanna. Hann
var þó einnig þekktur
fyrir þýðingaverk sín
en hann þýddi leikrit,
ljóð, skáldsögur og
fræðirit m.a. eftir höf-
undana Aristóteles,
Aristófanes, Catullus,
François Mauriac,
Goethe og Thomas
Mann og hlaut árið 2010 íslensku
þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu
sína á Ummyndunum eftir Óvíd.
Bókmenntafræðistofnun Háskóla
Íslands gaf út helstu ritgerðir hans
um bókmenntir, þýðingarlist og
heimspeki í ritinu Hið fagra er satt
á sjötugsafmæli hans.
Kristján var kvæntur Ingu Huld
Hákonardóttur sagnfræðingi, sem
lést 2003.
Hann var áður kvæntur Kristínu
Önnu Þórarinsdóttur leikkonu, sem
lést 1986, og eignuðust þau þrjú
börn, Önnu Guðrúnu, fædda 1962
og látna 1963, Árna, fæddan 1965
og Þórarin, fæddan 1967.
Þá lætur hann einnig eftir sig tvö
stjúpbörn, Eyjólf Kjalar Emilsson,
fæddan 1953, og Öldu Arnardóttur,
fædda 1960.
Andlát
Kristján Árnason
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegagerðin áformar að bjóða út á
næstu vikum fyrsta áfanga breikkunar
Suðurlandsvegar frá Kambarótum að
Selfossi. Áfanginn er frá Hveragerði
að Kotströnd. Sveitarfélagið Ölfus hef-
ur samþykkt að gefa út framkvæmda-
leyfi vegna vegarins og áður höfðu
Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Sel-
foss veitt leyfi.
Fyrsti áfanginn liggur frá Varmá
sem er rétt austan við Hveragerði og
að Kotströnd. Vegurinn verður
breikkaður og gerð gatnamót til móts
við Ölfusborgir og Velli.
Upphaflega var miðað við að veg-
urinn á milli Kamba og Selfoss yrði tví-
breiður í báðar áttir en þau áform voru
endurskoðuð fyrir nokkrum árum til
að draga úr kostnaði. Að sögn Svans G.
Bjarnasonar, svæðisstjóra hjá Vega-
gerðinni á Selfossi, verður vegurinn
svokallaður tveir plús einn vegur þar
sem skiptast á ein og tvær akgreinar í
hvora átt. Aksturstefnur verða að-
skildar með vegriði. Hins vegar verður
undirbygging miðuð við að hann verði
tvöfaldaður í framtíðinni. Ekki verða
gerð mislæg gatnamót að svo stöddu.
Verði vegarlagningin boðin út í
ágúst má reikna með að verklok verði
haustið 2019. Framhaldið er óljóst
vegna þess að samgönguáætlun fyrir
næstu ár hefur ekki verið afgreidd.
Svanur vonast til að hægt verði að
halda verkinu áfram og annar áfangi
þá boðinn út eftir ár. Það verði vænt-
anlega vegurinn frá Kotströnd að Kög-
unarhóli eða alla leið að Biskups-
tungnabraut. Svanur segir að það
ráðist af fjárveitingum. Hönnun gerir
ráð fyrir að vegurinn verði tekinn
beint frá Kotströnd svo hlykkurinn
sem er austan kirkjunnar verði minni.
Gamli vegurinn nýtist áfram sem hlið-
arvegur, til að tengja heimreiðar. Gert
er ráð fyrir að á gatnamótum Bisk-
upstungnabrautar sem munu færast
um 200 metra til norðurs verði tvöfalt
hringtorg. Það mun tengja hringveg
við Biskupstungnabraut og Suður-
landsveg á gömlu Ölfusárbrúna.
Kostar 6,6 milljarða
Síðasti áfanginn verður væntanlega
færsla vegarins við Hveragerði, frá
Kambarótum að Varmá. Á allri leið-
inni verða nokkur undirgöng, fyrir ak-
andi, gangandi og ríðandi fólk. Í fram-
haldinu þarf að byggja nýja brú á
Ölfusá, norðan Selfoss, og leggja veg
að henni.
Áætlað hefur verið að framkvæmdir
á milli Varmár og Biskupstungna-
brautar kosti í heildina um 5 milljarða
og færsla vegarins hjá Hveragerði 1,6
milljarða til viðbótar. Þá hefur verið
áætlað að ný brú á Ölfusá myndi kosta
5,5 milljarða .
Fyrsti áfangi boðinn út í ágúst
IN
G
Ó
L
FS
FJ
A
L
L
Ölfusá
Va
rm
á
Hveragerði
Kotströnd
Bi
sk
up
st
un
gn
ab
ra
ut
Selfoss
Reykjavík
Þo
rlá
ks
hö
fn
/Þ
re
ng
sli
Gr
ím
sn
es
Flói
Fyrirhugað vegstæði
Fyrsti áfangi
Fyrirhuguð brú yfir Ölfusá
Núverandi vegstæði
Núverandi lega hringvegar
Ölfusárbrú
Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss
Vegagerðin undirbýr breikkun Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi Fyrsti áfanginn verður
frá Varmá að Kotströnd Byggður verður þriggja akreina vegur með aðskildum akstursstefnum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Landeigandi bað mig að gera til-
lögu að hóteli á lítilli eyri sem geng-
ur fram í Lárós við Grundarfjörð.
Ég gerði fyrst tillögu að tveggja
hæða húsi en
fannst það svo
ekki gera mikið í
þessu umhverfi.
Allt í einu tók
byggingin völdin
og reis upp úr
landinu eins og
fjall, eða klettur,“
segir Orri Árna-
son, arkitekt hjá
Zeppelin arki-
tektum, um drög
að 60-100 herbergja hóteli við
Grundarfjörð. Hótelið er teiknað á
jörðinni Skerðingsstöðum en sam-
kvæmt fasteignaskrá eru eigendur
hennar Jóhannes G. Þorvarðarson
og Kolbrún Reynisdóttir. Ræktað
land á jörðinni er 4,8 hektarar.
Falli vel að landslaginu
Eins og rakið er í tímaritinu Landi
og sögu svipar hótelinu til Kirkju-
fells. Orri segir aðspurður að Zeppe-
lin arkitektar hafi teiknað hótel sem
tekur mið af náttúrunni í kring.
„Hótelið er óður til Kirkjufells og
fellur vel að landinu án þess þó að
falla inn í það og hverfa,“ segir Orri
sem kveðst aðspurður sjá fyrir sér
að hótelið verði byggt úr timbur-
einingum og öðrum náttúrulegum
efnum. Athygli vekur að tré hefur
verið teiknað á þak hótelsins. „Hug-
myndin er komin til af því að aka um
landið. Þá sér maður gjarnan bæi
þar sem varla er stingandi strá en
svo stendur stakt tré til hliðar við
íbúðarhúsið. Mér hefur alltaf fundist
það óendanlega fögur sjón.“
Drögin eru til umsagnar hjá
skipulagsyfirvöldum í Grundarfirði.
Orri segir hugmyndina hafa verið
kynnta fyrir einni hótelkeðju. Við-
brögðin veki góðar vonir.
Ótal gönguleiðir á svæðinu
„Verkefnið fékk þær undirtektir
að við ákváðum að halda því áfram.
Það er ekkert almennilegt hótel við
Grundarfjörð, sem er synd, því
svæðið er mjög fallegt og þar eru
ótal gönguleiðir upp um fjöll og firn-
indi. Þar er jafnframt hægt að fara í
hestaferðir og sigla og dorga á vatn-
inu. Á veturna er hægt að fara á
snjósleða upp á næstu fjöll og það er
víst frábært að stunda ísklif í Mýrar-
hyrnu á veturna. Um daginn sá ég
Baltasar Kormák í sjónvarpinu þar
sem hann klifraði upp á Kirkjufell að
vetrarlagi,“ segir Orri.
Hótelið er á þessu stigi tæpir 4
þúsund fermetrar. Ekki er gert ráð
fyrir kjallara undir öllu húsinu.
Við hótelið hafa verið teiknuð lítil
hús sem munu tengjast rekstrinum.
„Óður til Kirkjufells“
Arkitektar teikna 60-100 herbergja hótel við Grundarfjörð
Hótelkeðja sýnir áhuga Hönnun tekur mið af náttúru
Teikningar/Zeppelin arkitektar
Aðalbygging og smáhýsi Hugmyndir eru um allt að 100 herbergja hótel. Jafnframt voru teiknuð smærri hús.
Horft til náttúrunnar Arkitektarnir hafa hugmyndir um að nota timbur.
Kirkjufell Hótelið og fjallið.
Orri
Árnason
Eldur kom upp í fólksbíl við fjölfar-
in gatnamót sem tengja saman
Sæbraut, Reykjanesbraut og Miklu-
braut í Reykjavík um miðjan dag í
gær. Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu á höfuðborgarsvæð-
inu tók ökumaður bílsins eftir því
að reyk lagði frá bílnum og hætti í
kjölfarið akstri. Skömmu síðar varð
bifreiðin alelda, en ökumann sakaði
ekki. Greiðlega gekk að slökkva
eldinn og var bílflakið fjarlægt.
Fólksbifreið gjöreyðilagðist í eldi
Morgunblaðið/Arnþór
Brunarúst Flak bílsins var fjarlægt af vettvangi og fer væntanlega í förgun á næstunni.