Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 8
þessum tíma. Auðvitað þekkjum við Boeing vel, miklu betur en Airbus enda höfum við aldrei rekið Airbus-vélar. En á endanum er þetta aðeins köld rekstrarleg ákvörðun að finna hagkvæmasta kostinn fyrir fyrirtækið og góðan kost fyrir farþega okkar.“ Icelandair sætti gagnrýni á sínum tíma, þeg- ar félagið pantaði MAX-vélarnar af Boeing en Airbus framleiðir flugvélina A321 NEO-LR sem á að draga mun lengra en Boeing-vélin. „Þegar við keyptum MAX voru Airbus ekki búnir að kynna hinar svokölluðu LR-vélar (Long Range), langdrægu útgáfuna af A321- vélinni. Á þeim tímapunkti vorum við að bera A320 NEO-vélar saman við Maxinn. Niður- staðan varð sú að það þjónaði okkar hags- munum best að kaupa Boeing 737-MAX-vélar. Airbus LR-vélin er spennandi og er áhugaverð flugvél fyrir fyrirtæki eins og okkar. Flota- málin eru einfaldlega nokkuð sem flugfélag verður að skoða reglulega og klárlega eitthvað sem við erum alltaf að rýna.“ Gap á markaðnum Boeing hætti framleiðslu á 757-vélunum frægu árið 2004, en eftir það hefur myndast ákveðið gap á markaðnum að sögn helstu aðila innan flugbransans. „Þessar vélar eru frábær- ar og henta Icelandair nánast fullkomlega. Hvað tekur við hjá Boeing er eitt af stóru um- ræðuefnunum í flugbransanum í dag,“ segir Jens. „Stærstu vélarnar í þessum stærðarflokki, sem eru bara með einum gangi, eru 757 sem er sú stærsta en svo eru aðrar eins og A321 og 737-9. Minnsta breiðþotan er síðan 767, sem er orðin 50-60 sætum stærri en þessar vélar. Þetta er býsna mikill munur. 767-vélarnar eru enn í framleiðslu en þær eru á útleið, það er ekki mikið framleitt af þeim lengur. Þarna er klárlega gap á markaðnum og Boeing og Air- bus eru töluvert ósammála um það hvernig á að fylla þetta gap. Boeing-menn hafa gefið það upp að þeir séu að þróa vél sem á að fylla það, en hafa lítið gefið upp um hvernig vél það er. Þeir hafa þó sagt að hún eigi að vera aðeins stærri en 757-vélarnar en minni en 767- breiðþoturnar, að auki verður hún náttúrlega miklu sparneytnari og hagkvæmari en eldri vélar. Boeing-menn eru mjög bjartsýnir á að þessi vél muni seljast mjög vel, því hana vant- ar á markaðinn.“ Áskoranir alls staðar Jens segir að flugbransinn sé bæði skemmti- legur og síbreytilegur. Þegar talið berst að áskorunum á markaðnum, bæði almennt og fyrir Icelandair, stendur ekki á svörum. „Flugmarkaðurinn er síbreytilegur, hann er sveiflukenndur og mikil samkeppni á honum. Það hafa orðið miklar breytingar á undan- förnum árum. Okkar markaðir eru bæði til og frá Íslandi en líka yfir hafið þar sem yfir helm- ingur af okkar viðskiptavinum er að fljúga í Nöfnin Jökulsárlón, Látrabjarg og Dyrhólaey tengja flestir við náttúruperlur Íslands. Nýj- ustu perlur Icelandair í flugsamgöngum bera þessi sömu nöfn og eru Boeing-vélar af gerð- inni 737 MAX 8. Icelandair er búið að panta 16 MAX-vélar, en fyrstu þrjár vélarnar voru af- hentar fyrr á árinu og hafa reynst afar vel. MAX-vélarnar eru 40% hljóðlátari en aðrar flugvélar félagins og Jens segir að íbúar Kefla- víkur hafi sagst hafa séð vélina á himninum, ekki heyrt í henni. Auk þess er hún um 28% eyðslugrennri, sem fór fram úr væntingum Icelandair sem gerði ráð fyrir 22-24% minni eyðslu. Aðspurður hvort Icelandair væri að færa sig í auknum mæli að nýrri vélum í stað þeirra eldri eins og hefur tíðkast hjá félaginu segir Jens að það sé ekkert gefið í þeim efnum en félagið leiti þeirra tækifæra sem eru hag- kvæmust hverju sinni. „Hagsmunir okkar og viðskiptavina okkar fara saman, því fólk leitar alltaf í hagkvæmar flugferðir. Það sem þú færð með eldri vél er lágur eignarhaldskostnaður en hærri elds- neytis- og viðhaldskostnaður. Með nýrri vélum hækkarðu eignarhaldskostnaðinn en lækkar eldsneytis- og viðhaldskostnaðinn. Í þessarri jöfnu þarftu að finna besta punkt á báða bóga en við höfum einnig áhuga á því að minnka kol- efnisfótsporið hjá okkur. Öll félög Icelandair Group hafa fengið umhverfisvottun og við stefnum að því að gera sífellt betur í umhverf- ismálum.“ Jens segir að nýju MAX-vélarnar muni fljúga samhliða öðrum vélum félagsins, sem flestar eru af gerðinni Boeing 757. „Það er mikið búið að breytast frá því að við skrifuðum undir kaupin á þessum MAX-vélum, árið 2012. Við undirskrift á þessari pöntun vorum við innan við helmingurinn af þeirri stærð sem við erum í dag í flugvélafjölda. Sýn- in okkar þá var að hafa færri 757-vélar en við sjáum fyrir okkur í dag. Núna mun MAX-vélin að mestu leyti vera við hliðina á 757-vélunum næstu árin, þó svo að við munum að öllum lík- indum fasa einhverjar 757-vélar út.“ Boeing alltaf fyrir valinu Þegar Jens er spurður af hverju Boeing hafi alltaf orðið fyrir valinu hjá Icelandair og hvort það séu einhverjar tilfinningar í spilunum seg- ir hann að það sé mjög eðlileg spurning. „Það er raunin að þegar við veljum flugvélar veljum við að sjálfsögðu þær vélar sem henta okkur best hverju sinni. 757-vélin hefur verið bakbeinið í leiðakerfinu okkar lengi og var eina vélartegundin sem við notuðum í tölu- verðan tíma. Hún hefur gert okkur kleift að vaxa á staði eins og vesturströnd Bandaríkj- anna, sem 737-vélin kemst ekki á. Kaup á 757 eru samt ekki jafnmikil fjárfesting og fylgir því að setja breiðþotu á leið. 757 hentar ein- faldlega mjög vel fyrir okkar staðsetningu og okkar leiðakerfi. Niðurstaða okkar var að Bo- eing 737-MAX væri hagkvæmasta flugvélin á tengiflugi í gegnum Ísland. Það er gríðarlega stór markaður og við erum ekki með stóran hlut af honum. Það sem Icelandair þarf alltaf að kljást við er að við höfum ekki mikil áhrif á þeim markaði og erum háð ákveðnum sveiflum á honum. Eitt af því sem er að gerast með þessum nýju vélum er að þær eru byrjaðar að fara beint yfir hafið, þessar litlu vélar, Max og Neo. Það er hagkvæm leið til þess að fara yfir hafið. Það er þó ekki stór hluti af okkar áfangastöðum sem þessar vélar draga á, þær draga ekki langt inn í Bandaríkin eða langt inn í Evrópu. Þetta er fyrst og fremst Bretland yf- ir á Norðaustur-Bandaríkin sem er undir þarna. Þetta er nýr veruleiki sem við erum að vinna með. Svo eru lággjaldafélög byrjuð að keppa líka, Norwegian er byrjað að fljúga beint yfir Atlantshafið, WOW air einnig, en á sama hátt og við, með millilendingu á Íslandi. Það eru bæði áskoranir og tækifæri í þessu. Fyrirtæki eins og okkar, með mikla reynslu og fjárhagslegan styrk, hefur fullt af tækifærum til þess að vaxa og þróast. Viðskiptalíkanið okkar, sem byggist á landfræðilegri legu landsins og þessum tengimöguleikum, hefur í rauninni aldrei verið stærra og það er virkilega gaman að sjá það. Í flugbransanum er mikið að gerast úti í heimi. Eldri félög eru að breyta viðskiptamódelum sínum vegna lággjaldaflug- félaga, í Evrópu og Bandaríkjunum eru teikn á lofti um að landleiðir fari að verða fljótlegri og þægilegri kostur, lestir og þess háttar eru að verða hraðskreiðari. Lestir geta verið miklu hentugri en flug. En þetta snertir okkur ekki, verandi eyja í Norður-Atlantshafi sem tengir saman Evrópu og Norður-Ameríku.“ Samkeppni við WOW air Það er nýr veruleiki í rekstri Icelandair, en ekkert fyrirtæki hefur veitt þeim jafn mikla samkeppni hérlendis og WOW air undanfarin ár. Þegar Jens er spurður hvort Icelandair hafi brugðist of seint við samkeppni frá WOW air segir hann erfitt að svara þeirri spurningu. „Það má taka undir að WOW hafi komið af miklum krafti inn á markaðinn. Hins vegar er hollt fyrir okkur sem fyrirtæki að vera með öfl- ugan keppinaut. Þeir hafa svo sannarlega sýnt það og sannað að þeir ætla sér stóra hluti. Per- sónulega hef ég alltaf borið mikla virðingu fyr- ir þeim sem öflugum keppinaut og vitað að þetta væru aðilar sem gætu gert góða hluti.“ Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Undanfarið hefur athygli verið vakin á launakostnaði Icelandair sem hlutfall af tekjum. Í maí var birt frétt í ViðskiptaMogg- anum um kynningu Arctica Finance á Ice- landair, þar sem afstaða þeirra gaf til kynna að bréf Icelandair væru of hátt verðlögð. Þegar Jens er spurður um þennan samanburð launa Icelandair við önnur flugfélög líkt og WOW air, Norwegian og SAS segir hann að þessar tölur séu oft ekki sambærilegar. Nýjar vélar Icelandair farið fram úr björtustu vonum Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, en hann hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 2006. Hann byrjaði að vinna, meðfram skóla, á tæknisviði í flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli, en vann sig fljótt upp innan fyrirtækisins og fimm árum síðar var hann orðinn framkvæmdastjóri sama sviðs, þá 29 ára gamall. Í janúar tók hann við núverandi starfi og líkar vel að eigin sögn. Yfir sumartímann vinna allt að 3.600 manns á sviðinu og til að mynda hafa 900 bæst í starfsmannahópinn síðan í janúar. Þetta sumar er hið umfangsmesta í sögu Icelandair en síðan 2010 hefur félagið vaxið á hverju ári, alltaf um tveggja stafa prósentutölu. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í nýrri vél Ice- landair, 737-MAX 8. Jens er meðlimur í Karlakórnum Esju, sem útskýrir ljós- bláu slaufuna sem hann er klæddur. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018VIÐTAL Jens segir fyrirtækið vera mjög stolt af flugsk „Við höfum búið við þröngan kost í viðhalds „Veðurfar á Íslandi er þannig að það er töluve að sinna viðhaldi á þeim. Við höfum einfaldleg það er reyndar fullbókað núna þrátt fyrr viðby Það var fyrir tveimur árum sem stjórn Icelan byggja við flugskýlið. „Með þessari viðbót urð og fremst flugvirkjastörf. Við reyndum að tryg til fyrirmyndar fyrir okkar starfsfólk og viðhald sem þarf að inna af hendi við góðar aðstæður byggt, þetta er frábær aðstæða og flugvirkjar umhverfi og líður vel þarna inni. Þetta skýli te þarna inn ef mikið liggur við. Það fer þó eftir t því. Þarna inni er hægt að sinna öllu þyngra v fyrir stærri aðgerðir.“ Stálgrindarhúsið var reist á rúmum sextán m „Þetta hús er 95 metrar og þar af leiðandi m inga á Íslandi. Það er alveg óhætt að segja að þessi flugvö að mæta þeirri starfsemi sem er á honum í da hann er spurður út í aðstæður flugfélaga á Ke konar tilgangi. Annars vegar til að fara með fa flug. Þarfirnar eru ólíkar í hvorri tegundinni af á vellinum séu orðin of lítil. Við erum til dæmi nema fyrir lítinn hluta af vélunum sem eru á v lifun viðskiptavina. Það er miklu betra að kom taka rútu.“ Jens segir að Isavia hafi kynnt nýverið metn inum. „Það eru ýmis spurningarmerki varðand skiptavinur sæti við borðið þegar umræður um við deilum ekki alltaf skoðunum er þetta gott hraða uppbyggingu sem fyrst svo að við getu irtæki.“ Stærsta byggingarfræðilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.