Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Selji Bónusverslanir og bensín …
Rannveig Rist hætt í stjórn HB …
Leita að fólki á heimagistingarvakt
Kringlusvæðið tekur stakka …
Forstjóraskipti hafi verið ótímabær
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
„Ég er búinn að hafa þessa hug-
mynd í hausnum frá því ég byrjaði
að rappa og aldrei fundið rétta tíma-
punktinn eða samstarfsaðilann, ég
get náttúrlega ekki verið að brugga
hnetusmjör í baðkarinu heima,“ seg-
ir Árni Páll Árnason rappari, best
þekktur undir listamannsnafninu
Herra hnetusmjör.
Næsta haust mun hann hefja sölu
á hnetusmjöri sem ber að sjálfsögðu
sama nafn og hann sjálfur og þróað
var í samstarfi við H-Berg. Við-
ræður standa nú yfir við nokkrar
verslanir um sölu á smjörinu.
Hann segir að tækifærið hafi gef-
ist nýverið þegar H-Berg lýsti áhuga
á samstarfi. „Ég er mikill aðdáandi
varanna þeirra. Þetta steinliggur,“
segir Árni Páll og nefnir sem dæmi
hinar víðfrægu piparmöndlur og
auðvitað hnetusmjörið. „Síðan fór ég
á fund með þeim og smakkaði
nokkrar gerðir af hnetusmjöri.
Þetta fannst mér langbest.“
Vísbending á plötuumslaginu
Vísbending um það sem koma
skyldi var framan á plötuumslagi
fyrir nýjasta lag Herra hnetusmjörs,
„Shoutout á mig“, en umslagið
prýddi hnetusmjörskrukkan sem er
gyllt og svört að lit. Hnetusmjörið
sjálft er sælkeravara að sögn Árna.
„Pælingin er sú að hafa þetta dá-
lítið lúxus-hnetusmjör. Það er notað
mjög vandað hráefni og í grunninn
eru þetta hunangsristaðar hnetur.
Þetta er A-klassa-vara og þessar
hnetur gera dálítið útslagið. Þær eru
fínni og dýrari en finnst í öðru
hnetusmjöri,“ segir hann.
Rapparinn þróaði hnetusmjörið í nánu samstarfi við H-Berg.
Herra hnetu-
smjör í hillurnar
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Herra hnetusmjör færir út
kvíarnar og mun á næst-
unni setja á markað hnetu-
smjör undir eigin nafni í
samstarfi við H-Berg
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það var spennandi að skottast út íkaupfélagið á Patreksfirði fyrir
mömmu, kaupa óhrært skyr sem
pakkað var inn í smjörpappír. Það
var reyndar svo súrt að sykur-
magnið sem þurfti til að gera skyrið
ætt var vegið í desilítrum og engu
minna.
En nú hefur framþróun í fram-leiðslutækni, ásamt gervisykri
(sem er skárri kostur en alvöru),
gert það að verkum að skyrið er
ekki aðeins hollt eins og áður, held-
ur hreinn og beinn herramanns-
matur.
Og heimurinn er að uppgötva þástaðreynd. Sigurður K. Hilm-
arsson er orðinn milljarðamæringur
með sölu á vörunni í Bandaríkjunum
og MS gerir hvert strandhöggið á
fætur öðru á stórmörkuðum erlend-
is, nú síðast í Bandaríkjunum, Japan
og Rússlandi. Vörurnar njóta vin-
sælda hjá fræga fólkinu og Sarah
Jessica Parker (sem gerði garðinn
frægan í Sex and the City) nefnir
vörurnar frá Icelandic Provisions (í
eigu MS) á Instagram allreglulega.
Í kjölfarið seljast bragðtegundirnar
sem hún dásamar upp!
Vonandi heldur þessi þróunáfram. Fyrst og fremst vegna
heilnæmis vörunnar. En einnig
vegna þess að Íslendingum virðist í
einhverjum mæli takast að gera sér
„fjárhagslegan“ mat úr þessari nátt-
úruafurð.
Ótrúleg
velgengniNýverið ráku menn upp stóraugu þegar í ljós kom hversu
vinmargur maður Guðmundur
Kristjánsson í Brimi er. Ekki sást
minna í glyrnur hinna orðlausu þeg-
ar mynd fékkst á hvar vinir Guð-
mundar héldu sig. Þeir reyndust
koma úr óvæntri átt.
Á örfáum vikum hefur Guð-mundur náð traustataki á einu
stærsta sjávarútvegsfyrirtæki
landsins, hinu eina sem skráð er á
hlutabréfamarkað. Það tókst honum
með fullkomlega útfærðri refskák
sem kom flestum í opna skjöldu.
Í fyrsta lagi fékk hann KristjánLoftsson til að selja sér ríflega
þriðjungs hlut í félaginu. Í öðru lagi
fékk hann tvær bankastofnanir til
að veita sér lánsloforð upp á tugi
milljarða króna og í þriðja lagi fékk
hann stærstu lífeyrissjóði landsins
til þess að lofa því að þeir hefðu
engan áhuga á að selja hluti sína í
félaginu. Fyrirfram hefðu ýmsir tal-
ið að tvo síðastnefndu leikina yrði
erfitt að knýja fram en annað kom á
daginn. Þá verður að telja ólíklegt
að skákin sé öll. Líklegt er að ein-
hverjir leikir séu enn óleiknir.
Lífeyrissjóðirnir voru ekki fyrrbúnir að lýsa því hátt og snjallt
yfir að þeir hygðust halda í bréfin
en Guðmundur, hinn nýi stjórnar-
formaður, boðaði til fundar og lét
reka forstjórann og ráða sig sjálfan
í hans stað. Í kjölfarið hafa fleiri
stjórnendur fyrirtækisins tekið pok-
ann sinn. Nú hafa tvær og jafnvel
fleiri grímur runnið á stjórnendur
lífeyrissjóðanna. Þeir sjá að Guð-
mundur hyggst stjórna HB Granda
eins og hann eigi félagið einn. Bara
rétt eins og Kristján gerði á sínum
tíma og gekk reyndar alveg prýði-
lega. Nú sitja þeir hins vegar uppi
með illseljanlega eignarhluti í félag-
inu. Í bili að minnsta kosti munu
ýmsir hafa efasemdir um að skríða
undir þessa hjónasæng.
Það er vonandi að gamanið kárniekki með sama hætti hjá öðr-
um í hinum nýtilkomna vinahópi.
Það er mikilvægt að bankamenn-
irnir fái sitt til baka, enda gríð-
arlegir hagsmunir undir fyrir alla
aðila, ekki síst ríkisbankann í Aust-
urstræti. Þeir hafa eflaust ekki
áhuga á því að auka við afskriftir
sínar, sem fregnir herma að séu
umtalsverðar.
Grandalaust vinarþel
Fasteignaverð hefur
hækkað mun meira í
þremur af fjórum
stærstu bæjum lands-
ins en í Reykjavík.
Meiri hækkun
en í borginni
1
2
3
4
5
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ