Morgunblaðið - 06.07.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Allt útlit er fyrir að næstkomandi
föstudag muni Bandaríkin hækka
tolla á vörur að jafnvirði 34 milljarða
dala, sem fluttar eru inn frá Kína.
Stjórnvöld í Peking munu gjalda líku
líkt og þannig magnast smám saman
tollastríðið á milli tveggja stærstu
hagkerfa heims. Ef við bætum síðan
við þeim tollum og hefndartollum
sem er verið að leggja á viðskipti
bæði yfir Atlantshafið og innan
Norður-Ameríku þá verður heild-
arvirði þeirra viðskipta sem tollastríð
Donalds Trumps snertir, komið yfir
100 milljarða dala markið í lok þess-
arar viku.
En það er aðeins byrjunin.
Áður en langt um líður gæti um-
fang tollastríðs Trumps hæglega
rokið yfir 1.000 milljarða dala mark-
ið. Fari svo mun það hafa veruleg
efnahagsleg áhrif bæði í Bandaríkj-
unum og um alla heimsbyggðina. Það
myndi jafngilda um það bil fjórðungi
af öllum viðskiptum Bandaríkjanna
við umheiminn á síðasta ári, sem
námu samtals 3.900 milljörðum dala,
og ná yfir a.m.k. 6% af öllum við-
skiptum með verslunarvörur á
heimsvísu (að upphæð 17,5 milljarðar
dala m.v. mælingar Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar fyrir árið
2017).
Hér að neðan eru þrjár ástæður
fyrir því að 1.000 milljarða dala tolla-
stríð er fjarri því ósennilegt.
1. Deilur Trumps og Kína gætu
bráðum orðið að 600 milljarða
dala tollastríði
Þær kínversku vörur sem ríkis-
stjórn Trumps hefur hækkað tollana
á frá og með 6. júlí eru um 34 millj-
arða dala virði. Það jafngildir hér um
bil virði alls innflutnings frá Kína til
Bandaríkjanna í einum mánuði. Í
þessari atlögu verður 25% innflutn-
ingsskattur lagður á 818 vöruteg-
undir sem spanna allt frá hrað-
suðukötlum og rennibekkjum yfir í
iðnaðarvélmenni og rafmagnsbíla. Á
móti mun Peking leggja álíka háa
tolla á langan lista af varningi s.s.
sojabaunir, sjávarfang og hráolíu.
Bæði ríkin hafa birt lista yfir fleiri
vörur sem þau munu hækka tolla á
og mun þá hvort ríki fyrir sig hafa
hækkað tolla á vörur fyrir 50 millj-
arða dala.
En Trump brást ókvæða við
hefndartollum Kína og fyrirskipaði í
júní að bæta vöruinnflutningi frá
Kína, að virði 200 milljarða dala, á
listann sinn og leggja á hann 10%
tolla, auk þess sem hann hótaði að
bæta við öðru eins. Peking hefur lof-
að að svara í sömu mynt.
Til að setja í samhengi hótanir
Bandaríkjanna um að leggja tolla á
vörur að virði 450 milljarða dala, þá
nam heildarvirði innflutnings Banda-
ríkjamanna á kínverskum varningi
505 milljörðum dala á síðasta ári og
útflutningur á bandarískum varningi
til Kína fór upp í 129,9 milljarða dala
á sama tíma, sem var nýtt met.
Það er ekki svartsýnisraus að
segja að innan fárra mánaða verði
búið að leggja nýja tolla á öll þessi
viðskipti milli þjóðanna tveggja, sam-
tals upp á 635,4 milljarða dala, og að
Kína muni reyna að beita öðrum úr-
ræðum til að jafna það tjón sem
Bandaríkin valda þeim.
2. Tollastríð Trumps gegn bíla-
framleiðendum gæti náð til
jafnvel meira en 600 milljarða
dollara viðskipta
Í viðtali sem sjónvarpað var á
sunnudag kallaði Bandaríkjaforseti
hugmyndir sínar um að leggja tolla á
innflutta bíla og varahluti, í nafni
þjóðaröryggis, „þann stóra“ af þeim
jarðskjálftum sem hann hefur skellt
á heim alþjóðaviðskipta. Og það er
einmitt þannig sem málið horfir við
ESB og fleirum.
Samkvæmt opinberum mælingum
fluttu Bandaríkin inn bíla og litla
sendibíla fyrir 191,7 milljarða dala á
árinu 2017 og varahluti fyrir 143,1
milljarða dala, samanlagt 334,8 millj-
arða.
Nú stendur yfir rannsókn á því
hvort innflutningur á bílum erlendis
frá ógni þjóðaröryggi Bandaríkj-
anna. Og þó svo að það sé létt að
henda gaman að þeirri hugmynd að
bíll frá BMW eða Toyota stefni ör-
yggi nokkurs einasta lands í voða þá
hefur ríkisstjórn Trumps gert það al-
veg ljóst að hún lítur á það sem for-
gangsatriði í þjóðaröryggismálum að
vernda innlendan verksmiðjuiðnað.
Sömu rökum var beitt til að réttlæta
það að leggja tolla á innflutt ál og stál
fyrr á þessu ári.
Líkt og þegar hann lagði á málm-
tollana þá virðist Trump trúa því að
tollar á bifreiðar hjálpi honum að
standa betur að vígi í vöruskipta-
viðræðum við ESB og Japan, og
einnig gagnvart Kanada og Mexíkó í
viðræðunum um breytingar á Frí-
verslunarsamningi Norður-Ameríku.
Trump er að auka þrýstinginn til
að þvinga viðsemjendur sína til upp-
gjafar. Bara það eitt þýðir að það
ætti alls ekki að afskrifa það sem
langsótta hugmynd að Bandaríkin
muni leggja 20% tolla á þennan inn-
flutning bifreiða og íhluta, í heild
sinni eða að hluta til. Og líklegt er að
þeim tollum sem Bandaríkin leggja á
verði svarað í sömu mynt.
En nýjum tollum Bandaríkjanna
verður ekki alltaf svarað með jafn-
háum hefndartollum. Ráðamenn hjá
ESB hafa verið að vinna að áætlun
sem myndi leiða til tolla á innflutning
bandarísks varnings að verðmæti 10
milljarða evra ef af því verður að
hækka tolla á þá bíla og íhluti sem
Bandaríkin kaupa frá ESB, en árið
2017 voru þau viðskipti 61,2 milljarða
dala virði.
En ef allt fer á versta veg, þar sem
öllum nýjum tollum er svarað með
jafnháum tollum á móti – þá þýðir
það að alþjóðaviðskipti fyrir meira en
650 milljarða dala eru í húfi, og fyrir-
tæki um allan heim myndu finna fyr-
ir því.
3. Gleymum ekki Nafta
Það vill oft gleymast í umræðunni
að Bandaríkin eiga í mun meiri við-
skiptum við Kanada og Mexíkó
(1.100 milljarðar dala) en við Kína,
Japan, Þýskaland og Bretland sam-
anlagt.
Árum saman hefur Trump kvartað
sáran yfir því „stórslysi“ sem hann
álítur núverandi 24 ára gamla útgáfu
Nafta-samningsins vera og leitast
hann núna við að semja upp á nýtt.
Kjör nýs forseta í Mexíkó flækir mál-
ið.
Kanada og Mexíkó hafa verið á
móti kröfum Bandaríkjanna um að
m.a. verði bætt við samninginn
ákvæði um að hann renni út á fimm
ára fresti ef hann er ekki sérstaklega
endurnýjaður.
En Bandaríkin hafa aukið á óviss-
una í Nafta-viðræðunum með því að
láta tollana á innflutt ál og stál ná
bæði til Kanada og Mexíkó, og með
hótunum um tolla á bifreiðar sömu-
leiðis. Innflutningur Bandaríkjanna
á bifreiðum frá hinum Nafta-
löndunum – sem kemur að megninu
frá bílaverksmiðjum í eigu banda-
rískra framleiðenda – nam 158,3
milljörðum dala árið 2017. Útflutn-
ingur Bandaríkjanna á bílum til Kan-
ada og Mexíkó nam 87,8 millj-
örðum dala á sama tímabili.
Þúsund milljarða dala tollastríð framundan?
Eftir Shawn Donnan
í Washington
Enn harðnar tollastríðið
sem Bandaríkjaforseti hef-
ur stofnað til og inn í átökin
flækjast nokkur af stærstu
hagkerfum heimsins.
AFP
Þegar önnur ríki hafa svarað fyrir sig í tollastríðinu hefur Donald Trump brugðist við og hækkað tollana enn frekar.