Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Morgunblaðið/Ófeigur
Frístund Hressir krakkar úr frí-
stundaheimili KR við Þjóðleikhúsið.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Börn einstæðra foreldra njóta ekki
forgangs við vistun á frístundaheimili.
Þetta segir Soffía Pálsdóttir, skrif-
stofustjóri frístundamála hjá Reykja-
víkurborg.
„Börn sem glíma við félagslegan
vanda, fötlun eða annað eru í for-
gangi. Þar á eftir koma börn í fyrsta
bekk, svo börn í öðrum bekk og koll af
kolli,“ segir Soffía.
Foreldrar hafa í þessari viku marg-
ir hverjir fengið upplýsingar um vist-
un á frístundaheimilum sem stendur
börnum þeirra til boða. Einstæð móð-
ir sem Morgunblaðið ræddi við segist
vera í verulegum vandræðum þar
sem sonur hennar, sem byrjar brátt í
þriðja bekk, fær einungis vistun á frí-
stundaheimili þrjá daga vikunnar.
Hina dagana þarf hún því að fara úr
vinnu til að sækja son sinn í skólann
klukkan hálf tvö. Barnsfaðir hennar
býr og starfar í öðru sveitarfélagi.
Soffía segist ekki vita til þess að til
umræðu hafi komið að börn ein-
stæðra foreldra séu sett í forgang við
úthlutun vistunar. „Það væri örugg-
lega æskilegt en það er til dæmis
þess vegna sem við bjóðum upp á
hlutavistun.“ Hlutavistun er til þess
gerð að öll börn fái einhverja vistun.
Bjartsýn á stöðuna
Þau börn sem hafa ekki nú þegar
fengið fulla vistun gætu þó fengið
hana síðar í vetur. „Ég vil vera bjart-
sýn og reyni að horfa til þess að
næstu vikur verði gjöfular fyrir okk-
ur. Þá fær skólafólkið okkar, sem er
stór hluti af okkar starfsfólki,
stundatöflurnar sínar. Það eru
margir sem ætla að vinna hjá okkur
en geta ekki svarað til um fjölda
daga þar sem stundatöflurnar eru
ekki komnar,“ segir Soffía.
Margir foreldrar glíma því við
óvissu um hvort og hvenær börn
þeirra geta fengið fulla vistun á frí-
stundaheimilum. „Því miður þá hef-
ur það verið þannig þegar mikið er
um atvinnutækifæri að við lendum í
erfiðleikum með mönnun. Ég átti þó
fund með mínum stjórnendum í
morgun og mörgum þeirra fannst að
staðan væri betri en þeir áttu von á.“
Soffía segir markaðssetningu á
störfum við frístundaheimili hafa
gefið góða raun. „Við erum orðin góð
í að markaðssetja okkur og leita
óhefðbundinna leiða til að ná til
starfsfólks. Fólk sem vinnur hjá okk-
ur er almenn ánægt í vinnu og góð
saga flýgur hratt svo við leggjum
mikla áherslu á það að hlúa vel að
fólkinu okkar.“
Einstæðir foreldrar ekki í forgang
Foreldrar glíma við óvissu um vistun á frístundaheimili Einstæð móðir í verulegum vandræðum
vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun Sumum býðst bara hlutavistun vegna manneklu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum verið að auglýsa en það
vantar ennþá að ráða í sex til sjö
stöðugildi. Það endurspeglar bara
hvernig landslagið er,“ segir Jenný
Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunar-
fulltrúi leikskóla í Hafnarfirði.
Sveitarfélögin leggja nú allt kapp
á að manna stöður á leikskólum og í
skólum. Í Hafnarfirði bíða 13 börn
þess að fá dagsetningu á sinni aðlög-
un. „Þetta er verra ástand en verið
hefur, við höfum alltaf verið búin að
manna á þessum tíma,“ segir Jenný í
samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið kannaði stöðu mála
hjá sveitarfélögunum á höfuðborgar-
svæðinu í gær. Misjafnt hljóð var í
forvarsmönnum þessa málaflokks.
Þau svör fengust hjá Reykjavíkur-
borg að verið væri að taka saman
upplýsingar um mönnun og aðlögun
barna á leikskólum. Yfirlit um stöð-
una yrði kynnt á fundi skóla- og frí-
stundaráðs 21. ágúst.
Linda Udengård, framkvæmda-
stjóri fræðslu- og frístundasviðs
Mosfellsbæjar, segir að vel gangi að
ráða starfsfólk í leikskólana og horft
sé með bjartsýni til haustsins. „Öll
börn fædd 2016 eða fyrr hafa fengið
úthlutað leikskólapláss hafi þau sótt
um í júlí. Börn fædd árið 2017 sem
eru í dagvistun eru ýmist á ung-
barnadeildum á vegum Mosfellsbæj-
ar, einkareknum ungbarnaleikskól-
um eða hjá dagforeldrum,“ segir
hún.
Hjá Garðabæ fengust þær upplýs-
ingar að staðan á ráðningum væri
svipuð og í fyrra, almennt góð. Tölur
um hversu marga kennara vantaði
lægju fyrir eftir 23. ágúst. Innritun á
börnum fæddum 2017 væri langt
komin, þau sem hefðu fengið úthlut-
aða dvöl hefðu þegar hafið nám eða
væru að hefja það.
Á Seltjarnarnesi á enn eftir að
ráða í átta stöðugildi sem þarf til að
hægt sé að taka á móti tæplega 30
börnum sem bíða eftir að hefja að-
lögun. Í Kópavogi bíða einnig um 30
börn eftir að hefja aðlögun. Heldur
betur gengur að manna leikskólana í
ár en í fyrra, samkvæmt upplýsing-
um frá Kópavogsbæ.
„Vonir standa til að á næstunni
verði hægt að staðfesta aðlögunar-
dag þeirra barna sem ekki hafa enn
fengið aðlögunardag,“ segir í svari
bæjarins.
„Verra ástand en verið hefur“
Misvel gengur að manna leikskóla á höfuðborgarsvæðinu
Starf þjóð-
garðsvarð-
ar auglýst
Starf þjóðgarðs-
varðar á Þingvöll-
um hefur verið
auglýst laust til
umsóknar. „Leit-
að er að atorku-
sömum, metn-
aðarfullum og
skipulögðum ein-
staklingi með
góða hæfni í
mannlegum sam-
skiptum,“ segir í auglýsingu Þing-
vallanefndar sem ræður í starfið í
samstarfi við umhverfis- og
auðlindaráðuneytið. Umsókn-
arfrestur er til og með 27. ágúst og
verður ráðið í starfið frá 1. október.
Einar E. Sæmundsson, fræðslu-
fulltrúi þjóðgarðsins, var ráðinn
þjóðgarðsvörður til eins árs í fyrra
þegar Ólafur Örn Haraldsson hætti
störfum aldurs vegna.
Þjóðgarðsvörður ber ábyrgð á
daglegum rekstri þjóðgarðsins,
skrifstofuhaldi og stjórnun starfs-
manna og á fjárreiðum og áætl-
anagerð fyrir þjóðgarðinn. Þá ber
hann ábyrgð á þjónustu við ferða-
menn og aðra gesti. Umsækjendur
skulu hafa háskólapróf sem nýtist í
starfi og þekking og reynsla á sviði
opinbers reksturs er sögð æskileg.
Þingvellir Ráða á
þjóðgarðsvörð.
Þingvallanefnd
ræður í starfið
„Við erum jákvæð, bjartsýn og vilj-
um fyrst og fremst koma saman
samningi sem allir geta við unað,“
sagði Elín Sigurgeirsdóttir, for-
maður Tannlæknafélags Íslands,
við Morgunblaðið að loknum fyrsta
samningafundi milli félagsins og SÍ
í gær. Stefnt er að nýjum samningi
um tannlækningar aldraðra og ör-
yrkja, sem á að taka gildi 1. sept-
ember nk. „Það er ákaflega jákvætt
að við erum að ræða saman, Sjúkra-
tryggingar Íslands og Tannlækna-
félagið,“ sagði Elín. Framundan
eru þrír fundir til viðbótar og Elín
segir að viðræðurnar gangi vel fyr-
ir sig. „Í raun er engra frétta að
vænta fyrr en að fundum loknum í
næstu viku nema að slitna myndi
upp úr viðræðum en ég á alls ekki
von á því,“ sagði Elín. axel@mbl.is
Líta jákvæðum
augum til næstu
samningafunda
Þetta par virðist ekki hafa látið rigninguna, sem féll yf-
ir Reykvíkinga í gær, á sig fá. Þau skýldu sér með
regnhlíf og könnuðu borgina í sameiningu án þess að
blotna. Regnhlífar hafa löngum verið taldar ónothæfar
á Íslandi þar sem vindur feykir þeim jafnan upp. Það
henti þó ekki regnhlíf parsins unga.
Morgunblaðið/Eggert
Einhverjum finnst rigningin góð
Rauð regnhlíf í Reykjavíkurrigningunni
Útlit er fyrir ágætis veður á Menn-
ingarnótt í Reykjavík á laugardag-
inn, að sögn Haraldar Eiríkssonar
veðurfræðings á Veðurstofunni.
„Spárnar gera ráð fyrir þurru og
björtu veðri á laugardaginn. Það
dregur ef til vill upp um kvöldið en
þó verður alveg ágætis veður yf-
irleitt,“ segir Haraldur í samtali við
Morgunblaðið. Aðspurður segist
hann vongóður um að spáin rætist.
„Laugardagurinn gæti orðið einn
af þessum fáu sólardögum í sum-
ar,“ segir Haraldur léttur í lund.
Ágætis veðri spáð
á Menningarnótt