Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á lambið Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Glæsilegt fullbúið 342 m3 einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr innst í botn- langa. Eignin er skráð 342 m2, einbýli 282 m2 og bílskúr 60 m2. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Eignin skiptist í stofu, borðstofu, sjónvarpshol, eldhús, fjögur svefn- herbergi, þrjú baðherbergi, geymslu, þvottahús og bílskúr. V. 119,7 m. Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 fastmos@fastmos.is // fastmos.is Opið hús fimmtudaginn 16. ágúst frá kl. 17.30 til 18.00 Laxatunga 169 - Nýtt einbýlishús Á síðastliðnum árum höfum við farið í gegn- um gríðarlegar áskor- anir. Meðal annars gjaldeyriskreppu og háð baráttu fyrir efna- hagslegu sjálfstæði. Leitt endurreisn hag- sældar á Íslandi og um leið tryggt eftir fremsta megni rétt landsmanna til sjálf- stæðrar búsetu. En um leið höfum við sem þjóð þurft að eiga við sögu- leg átök í landsmálum, átök sem skilið hafa eftir sárindi sem aðeins tíminn getur grætt. Sem Íslendingar þekkjum við átök og eigum ekki að vera hrædd við þau. Því jú, fyrir um öld síðan var landið talið með þeim allra fá- tækustu í gjörvallri Evrópu. Þá tókum við höndum saman um samvinnustefnu. Ekki með ofbeldi, yfirgangi eða ótta heldur hug- sjón. Að framtíð full- veldis færi saman við getu okkar sem þjóðar til að starfa saman að ákveðnum og sameig- inlegum markmiðum. Okkar persónulegu markmiðum væri best náð með samvinnu allra. Hvort sem þau væru afkomu- eða starfsöryggi, hagsæld, mennt- un, sköpun og eða að fá að tilheyra samfélagi mannúðar og mann- gæsku. Okkar kraftur lá og liggur í sam- vinnu og samtali. Ekki er hægt að segja að Íslendingar séu að eðlisfari svokallað já-fólk. Þvert á móti bygg- ist hugsjón okkar á notkun rök- hyggju. Þannig byggist framþróun landsins ekki aðeins á einni hug- mynd, heldur þúsund. Þar tekur gríðarlegur fjöldi landsmanna þátt í samræðum, greinum og komment- um á ári hverju og rökræðir hug- myndir og stefnur. Það er byggt á þeirri trú að ekki ein hugmynd væri hið endanlega svar við öllu vanda- málum dagsins. Heldur þarfnaðist hið mannlega samfélag skoðunar hvers einstaklings og þess sem hann hefur fram að færa. Þannig hefur forystufólk þjóðarinnar á ólíkum tímum oft lítið lagt sig fram við að taka hrósi um það sem vel gengur, heldur hlustað meira á gagnrýni um það sem betur má fara. Um árin hafa landsmenn þorað að koma með róttækar stefnubreyt- ingar. Þannig var stefna þjóð- arinnar um aldamótin að setja tals- verðar fjárhæðir í forvarnastarf talin róttæk. Stefna sem skilaði fyrst árangri rúmum áratug seinna svo að hér fór að draga úr neyslu ungmenna á vímuefnum. Að sama skapi var stefna um að setja feðra- orlof umdeild en róttæk breyting. Slík þor í róttækum jafnréttis- málum hafði mögulega hvað mest að segja í baráttu jafnréttis hin síðari ár. Að sama skapi þurfti þjóðin öll – nánast með manni og mús – að taka hér aftur upp fullveldisbaráttu eftir efnahagshrunið. Skilyrði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um skyldu ís- lenska ríkisins til greiðslu á skuld- um einkabanka var litlu minni barátta en sjálft Þorskastríðið. Í þeim málum treystu forystumenn að lokum þjóðinni fyrir valdinu og um leið að hver einstaklingur ætti að hafa rödd þegar kæmi að sameig- inlegum ákvörðunum. Svo undarlegt sem mörgum kann að virðast var róttækni þjóðarinnar litlu minni eftir síðustu þingkosn- ingar. Þannig var að þjóðin kaus sér nýja forystu. Forystu sem samein- aði um leið ábyrgð, staðfestu og hugsjón. Hugsjónir sem voru byggðar á því að koma hér á stöð- ugu stjórnarfari um leið og farið var í mikla og fjárfreka styrkingu inn- viða og verndun náttúrunnar. Hug- sjónir sem byggðust ekki bara á stefnu fyrir kosningar, heldur virð- ingu fyrir niðurstöðum hennar. Virðingu fyrir að hér þurfti að leiða saman vinstri og hægri flokka í átt að almennu frjálslyndi og öflugri velferð og náttúruvernd. Fullveldi þjóðarinnar er sem fyrr byggt á að við vinnum saman og séum vakandi fyrir áskorunum framtíðarinnar. Fjórða iðnbyltingin er sem dæmi nú þegar byrjuð. Ný- sköpun, framþróun og öflug menntastefna hlýtur að vera í for- grunni okkar skipulagningar. Um leið og á rúmri öld höfum við farið úr mikilli örbrigð til meiri efnahags- legrar velgengni. Þurfum við að bera ábyrgð á þeim sem minna mega sín. Ábyrgð okkar á skyn- samlegri nýtingu auðlinda til að taka þátt í þeim áskorunum sem loftlagsbreytingar munu hafa í för með sér verður að halda áfram. Fyr- ir öld síðan tókum við hér höndum saman um betri lífgæði. Sú vinna er langt komin. Næsta öld verður að sögn okkar færustu vísindamanna jafnvel ekki minni áskorun en sú sem er liðin vegna loftslagsbreyt- inga. Saman höfum við aflað þekk- ingar á viðbrögðum við landslags- hræringum og vályndu veðri. Á komandi öld verður okkar áskorun að koma áfram þeirri þekkingu og auka, allri heimsbyggðinni til heilla. Eftir Alex B. Stefánsson »Næsta öld verður, að sögn okkar færustu vísindamanna, jafnvel ekki minni áskorun en sú sem er liðin vegna loftslagsbreytinga. Alex B. Stefánsson Höfundur er varaþingmaður Fram- sóknarflokksins og formaður SIG- RÚNAR (Félags ungra Framsókn- armanna í Reykjavík). Samvinnuhugsjónin og loftslagsbreytingar Þættir í RÚV um Intersex hafa verið fræðandi jafnvel fyrir mig en geta aldrei verið tæmandi varð- andi fjölbreytni né úrræði sem nú eru orðin umdeilanleg. Þekktasti ein- staklingur seinni ára með þetta ástand er óefað Caster Seme- nya frá Suður-Afríku sem vann 800 metra hlaup kvenna á Heims- meistaramótinu í frjálsíþróttum í Berlín árið 2009. Aðrir keppendur í hlaupinu létu hafa eftir sér í blöðum að hún gæti ekki verið kona og upphófst langvarandi fjölmiðlaumfjöllun. Hún var látin hætta keppni um tíma og undirgangast ná- kvæma rannsókn. Ég var áhorfandi á mótinu eftir setu á þingi Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins (IAAF) en tólf ára setu minni í læknanefndinni var nýlokið. Ég fylgdist því með upplýsingum, oft fræðandi, og kynnti í grein í Morgunblaðinu í september 2009 með titlinum „Kynferði íþróttamanna“ um frá- vik á þróun kynferðis einstaklinga og kom að orðinu Inter-sex. Ég hef síðan ekki verið beðinn né því getað hafnað að miðla af minni af- mörkuðu þekkingu eins og ætla mátti af þætti RÚV. Caster Semenya var leyft að snúa aftur til keppni og viður- kennd sem „kvenkeppandi“. Ég veit ekkert persónulega um lækn- isfræðilega niðurstöðu í máli hennar, aðeins það sem hver og einn getur kynnt sér á netinu sem og ítarlegar upplýsingar um int- ersex. Umfjöllun á máli Caster Semenya sem naut alltaf stuðn- ings í sínu samfélagi hefur senni- lega orðið hvað mest til að auka skilning almennings á intersex, andstætt reynslu Indverjans Santhi Soundarajan sem lengi var litin(n) hornauga í sínu samfélagi eftir að frávik greindust við kyn- greiningu á íþróttamóti. Orðið int- ersex er tiltölulega nýtt orð sem safnheiti um frávik frá þróun kyn- ferðis hvað snertir litninga, horm- óna og breytileika innri sem ytri kynfæra. Orðið intersex finn ég t.d. ekki í nýlegri sérfræðibók um lyflæknisfræði en 14 skilgreind frávik má nú finna á netinu og hvert um sig má kynna sér ítar- lega í fræðibókum. Þetta er því mjög fjölbreyttur hópur og breyti- leiki getur komið fyrir innan hvers hóps. Mörg en ekki öll þessara frávika leiða til útlitsbreytinga og grein- ingar strax við fæðingu en sum aðeins við kyngreiningu sem áður var gerð í íþróttum þar sem litn- ingar karlmanns gátu fundist í sýni einstaklingsins var að útliti kona, þ.e. „androgen insensitivity syndrome“. Við útlitsfrávik var lengi al- mennt talið rétt að grípa inn í til „leiðréttingar“, hvort sem er með hormónagjöf eða skurðaðgerð, einkum þegar ytri kynfæri væru með mikil frávik, á fræðimáli „ambigious genitalia“. Á þetta er nú deilt einkum hvað snertir skurðaðgerðir á kynfærum. Ég tel að þar sé farið nokkuð geyst hvað sem fundasamþykktum viðkemur. Stundum getur t.d. verið þvagrásarmisþróun hjá drengjum sem þarf að reyna að laga. Ég tel að mörgu barninu geti reynst bernskuár erfið í nútímasamfélagi að vaxa upp með ytri kynfæri mjög frábrugðum jafnöldrum. Ég minnist þess frá bernsku minni að eldri strákar sögðu frá því að fullorðin(n) einstaklingur í samfélaginu væri með kynfæri beggja kynja og á klámfenginn hátt var talað um mögulegt kynlíf. Þennan einstakling þekkti ég ekki og vissi aldrei nafn en held að honum hefði farnast betur við læknisfræðilegt inngrip í bernsku. Þessi mál eiga örugglega eftir að skýrast en ég vona að foreldrar sem eignast barn með miklum frá- vikum á ytri kynfærum eigi kost á bestu mögulegri læknisfræðilegri og félagslegri ráðgjöf. Eftir Birgi Guðjónsson Birgir Guðjónsson »Ég vona að foreldrar sem eignast barn með miklum frávikum á ytri kynfærum eigi kost á bestu mögulegri lækn- isfræðilegri og félags- legri ráðgjöf. Höfundur er sérfræðingur í lyflækn- ingum. MACP, FRCP, AGAF, FASGE. Intersex Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.