Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.2018, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert Hveradalir Segir fjárfestinguna geta numið um sex milljörðum króna. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Elliði Vignisson, sem er nýbyrjaður í starfi sveitarstjóra Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Áformað er að byggja upp baðlón og hótel í Stóradal, inn af Skíðaskál- anum. „Við erum náttúrlega afar ósátt við þá töf sem orðin er á þessu máli sem setið hefur strand hjá Skipulags- stofnun,“ sagði Elliði í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að sjálfsagt séu ein- hverjar málefnalegar skýringar á þeim drætti sem orðið hefur á af- greiðslu málsins, en nú þurfi að setja strik í sandinn og ljúka þessum hluta undirbúningsins. Miklar framkvæmdir „Þessar framkvæmdir sem hér um ræðir eru gríðarlega umfangs- miklar og munu hafa umtalsverð áhrif á ferðaþjónustu og þá ekki síst hér í hinu öfluga Ölfusi,“ sagði Elliði. „Ég gæti trúað að það lægi nærri að bara fyrsti áfangi væri fjár- festing upp á vel á þriðja milljarð króna og heildarframkvæmdin hátt í sex milljarðar króna. Þessum fram- kvæmdum og síðan þessari starfsemi fylgja náttúrlega mikil tækifæri fyrir okkur. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að fara eftir leik- reglum og virða mikilvægi umsagnar- og eftirlitsaðila ríkisins. Á sama hátt verður eft- irlitskerfið að vera meðvitað um vald sitt og mikilvægi og koma með öll- um leiðum í veg fyrir að það valdi skaða, seinki eða hindri góð verk. Nú vindum við okkur sem sagt í að klára undirbún- ing svo þetta stórhuga fyrirtæki geti hafið starfsemi sína hér hjá okkur. Þetta er enda eitt af þeim púslum sem við erum að raða upp til að sækja fram í þessu sókndjarfa samfélagi,“ sagði Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss, að lokum. Fjárfesting upp á fleiri milljarða  Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir og seinagang  Klára þurfi undirbúning „svo þetta stórhuga fyrirtæki geti hafið starfsemi sína hjá okkur“ Elliði Vignisson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 a Auðveldara að þrífa penslana a Gufar ekki upp a Má margnota sama löginn a Notendur anda ekki að sér eiturefnum a Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum a UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn Hágæða umhverfisvæn hreinsivara Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Reykjavíkurborg kaupir skólagögn fyrir 40 milljónir króna, en grunn- skólanemendur fá gögnin þegar grunnskólar Reykjavíkurborgar verða settir þann 22. ágúst. Í grunn- skólum borgarinnar stunda um 14.000 börn og unglingar nám. Þau skólagögn sem nemendur fá endur- gjaldslaust eru t.a.m. stíla- og reikn- ingsbækur, möppur, vinnubækur, ritföng, litir og vasareiknir. Minni kostnaður en áætlað var Líf Magneudóttir borgarfulltrúi segir í samtali við Morgunblaðið að kostnaðurinn sé minni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Við lauslega út- reikninga þegar tillagan var sett saman á síðasta kjörtímabili, og í umræðu um málið á síðustu árum, var gert ráð fyrir kostnaði upp á 70- 100 milljónir króna. „Þetta er einu áhyggjuefni minna fyrir foreldra og auk þess jafnar þetta stöðu barna í skólunum, þ.e. allir séu þá við sama borð þegar kemur að námsgögnum,“ segir Líf. Fyrirkomulagið sparar bæði fé og tíma, er umhverfisvænna og stuðlar að betri nýtingu skóla- gagna, segir Líf enn fremur. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti í desember í fyrra að náms- gögn yrðu ókeypis í skólum borgar- innar frá og með skólaárinu 2018-2019. Samþykkt borgarstjórn- ar byggðist m.a. á tilmælum frá Sam- tökum foreldrafélaga í Reykjavík. Gæðanefnd útbjó gæðakröfur sem gerðar voru til þeirra skólagagna sem boðin voru út. A4 átti lægsta til- boðið, 40 milljónir króna, og var því gengið til samninga við fyrirtækið. Námsgögn fyrir 40 milljónir Morgunblaðið/Kristinn Nýtt Börn fá nú gögn frá skólunum.  Grunnskólanemendur Reykjavíkurborgar fá nú skólagögn endurgjaldslaust  Lægsta tilboð kom frá A4  Betri nýting Auk þess umbreytir þetta landslag- inu sem ætti bara að fá að vera í friði, við spillum því nógu mikið samt.“ Spurður að því hvort vörðugerð hafi skemmt einhver landsvæði hér- lendis hingað til bendir Árni á Mos- fellsheiði. Í fyrra voru þar reistar fjölmargar vörður og var uppátækið umdeilt. Þeim var síðar öllum velt Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Sumir kalla þetta túristavörtur, það segir nú sitt. Ein varða kallar á fleiri vörður,“ segir Árni Tryggvason leið- sögumaður. Vörður sem eru ekki byggðar í þeim tilgangi að vera leið- arvísar eru umdeildar og hafa verið viðvarandi vandamál lengi að mati ýmissa. „Sumum finnst þetta vera list á meðan aðrir telja þetta ónauðsyn- lega umbreytingu á landinu. Ég er einn af þeim síðarnefndu. Þær eru ófáar vörðurnar sem ég hef sparkað um koll en maður þarf bara að þekkja muninn á því hverjar eru al- vöru og hverjar ekki,“ segir Árni. Hann telur ástandið vera að batna. „Ég er búin að vera töluvert á flandri núna, til dæmis var ég uppi á Kili í fyrradag og þar fannst mér ég sjá lítið af þessu en þar var mikið um vörður fyrir nokkrum árum. Ég vona því að fólk sé að taka sig á og að við reiðu mennirnir höfum fengið einhverju áorkað.“ Slæmar afleiðingar Árni segir vörðugerð geta haft umtalsverð áhrif á umhverfið. „Með því að taka upp stein rýfur þú jarð- veginn. Ef þarna er svæði þar sem er viðkvæmur jarðvegur og þú ferð að rífa upp alla steina þá ertu farinn að mynda grundvöll og upphaf fyrir jarðvegsrofi, uppblæstri, vatnsrofi. um koll og skilti sem bannaði verkn- aðinn var sett upp. „Uppi á Mosfellsheiðinni er búið að strípa burt allt grjót af stóru svæði. Þarna er bara melur í dag sem var með náttúrulegu grjóti áð- ur. Svæðið er því mjög breytt frá því sem var.“ Við Hörpu hafa verið reistar mý- margar vörður og Árni segir slæmt að ekkert sé gert í því. „Ég er á því að það eigi að taka á þessu á stöðum eins og hjá Hörpu. Í fyrravetur byrj- aði þetta þar og þetta er látið óátalið. Þar eru fyrirmyndir og vegna þeirra heldur fólk að það sé í lagi að hlaða meira.“ Þrátt fyrir að einhverjir kalli vörð- ur sem gegni ekki hlutverki leið- arvísis túristavörtur segir Árni vandamálið hafa verið til staðar áður en ferðamenn fór að streyma til landsins í stórum stíl. „Mér fannst þetta aukast um árið 2010, þá fór ég um Kjöl og þar voru vörður úti um allt. Þá var túristabylgjan samt ekki farin í gang.“ „Túristavörtur“ valda jarðvegsrofi  Mosfellsheiðin ekki söm eftir umtalsverða vörðugerð  Melur þar sem áður var náttúrulegt grjót  Vandamálið þó minna en áður, að mati leiðsögumanns  Vörður einnig hlaðnar við Hörpu Ekki vegvísar Vörður í Hverafjalli sem eru hlaðnar án þess að vera vegvísar. Þetta er tískufyrirbrigði. Sumir kalla þær túristavörtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.