Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 5

Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 5FRÉTTIR Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 442 1000 rsk@rsk.is Áskorun vegna skila ársreikninga! Lokafrestur til að skila ársreikningum til ársreikningaskrár RSK rennur út 5. september 2018 Ársreikningaskrá RSK Áskorun um skil á ársreikningum hefur nú verið birt á þjónustusíðu (skattur.is) þeirra félaga, sem ekki hafa staðið skil á ársreikningi sínum til ársreikningaskrár. Forráðamenn viðkomandi félaga eru hvattir til að bregðast skjótt við og senda ársreikning rafrænt, þannig að ekki þurfi að koma til sektarákvörðunar. Unnt er að finna á rsk.is yfirlit yfir þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi. Vakin er athygli á að örfélög sem hafa skilað skattframtali geta nýtt sér Hnappinn. Þá er farið inn á þjónustusíðu ríkisskattstjóra skattur.is og valið að láta ríkisskattstjóra útbúa ársreikning félagsins og skila til ársreikningaskrár. FARARTÆKIÐ Að spana um á sæþotu er góð skemmtun. Á sléttum haffletinum má ferðast eins hratt og mótorinn og taugarnar leyfa með vind og vatnsúða í fangið, brosandi út að eyrum. En hvernig ætli væri að gera allt þetta án þess að heyra hvininn frá vélinni? Þeir sem kaupa sér raf- drifnu sæþotuna frá Narke munu fá að vita svarið. Sæþotan, sem á að vera sú fyrsta í heiminum með rafmótor, kemur frá Ungverjalandi og ku henta þörfum þeirra sem vilja lifa lífinu til fulls – en gera það á umhverf- isvænan hátt. Skelin er gerð úr koltrefjablöndu og rafmótorinn er nógu öflugur til að láta þotuna ná nærri 55 km/klst. Framleiðandinn segir að hleðslan dugi í allt að 1,5 klukkustunda notkun og með því að stinga þotunni í samband í tvo tíma má fara úr 0 upp í 80% hleðslu. Rafhlöðunni má einnig skipta út fyrir nýja með nokkrum hand- tökum og þannig halda strax af stað með nóg af orku. Narke-sæþotan er enn í þróun og prófunum en stefnt er að því að þetta umhverfisvæna leikfang fari í almenna sölu áður en langt um líð- ur. ai@mbl.is Sæþota sem hentar umhverfisvænum adrenalínfíklum GRÆJAN Óhætt er að segja að samkeppnin á snjallhátalamarkaði hafi harðnað í síðustu viku. Þar voru fyrir risar á borð við Amazon, með Echo, Google með Google Home og Apple með HomePod en á dögunum bætt- ist suðurkóreski raftækjaframleið- andinn Samsung í hópinn og svipti hulunni af hátalaranum Galaxy Home. Í kynningarefni segir að Galaxy Home sameini fallega hönnun og góðan hljóm en hátalarinn er búinn Bixby-hugbúnaði sem notandinn getur talað við og gefið skipanir. Á t.d. að vera hægt að biðja Bixby um að hóa í leigubíl frá Uber, panta borð á veitingastað eða kaupa miða á tónleika. Tækið er búið sex öflugum hátöl- urum, auk bassahátalara, sem hafa verið þróaðir hjá AKG og Harman. Átta hljóðnemar hlusta á allt sem sagt er, ef ske kynni að gefa þyrfti Bixby fyrirmæli. Hugbúnaður frá Spotify er innbyggður í tækið og því hægt að streyma tónlist með lágmarksfyrirhöfn. Þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér eintak þurfa að vera þolinmóðir því Samsung hefur ekki gefið upp hvenær Galaxy Home fer á markað né hvað tækið mun kosta. ai@mbl.is Samsung teflir fram hátalara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.