Morgunblaðið - 16.08.2018, Side 8
Aftur á móti er mikilvægt að sögn Stoppani að
halda í gildi félagsins. „Þegar fyrirtæki vaxa
verður ákvarðanatakan oft hægari. Það viljum
við ekki,“ segir Stoppani. „Við megum ekki
tefla íslensku erfðaefni fyrirtækisins í tvísýnu.
Fyrirtækið þarf að vera lipurt og hafa stuttar
boðleiðir. Eins og það hefur verið í 21 ár. Þessi
þróun er þegar hafin og við erum að sjá árang-
urinn. Við gerðum nýlega upp hálfsárs-
uppgjörið og erum að sjá tveggja stafa tölu
vöxt í tekjum og þriggja stafa tölu þegar kem-
ur að arðbærni fyrirtækisins. Tölurnar segja
að við séum að gera rétta hluti,“ segir Stopp-
ani. Velta Creditinfo Group á fyrri helmingi
þessa árs var 2,3 milljarðar króna, EBITDA,
hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og
skatta, nam 359,5 milljónum á sama tímabili,
og rekstrarniðurstaðan var jákvæð um 165
milljónir króna. Á milli ára er áætluð veltu-
aukning 22% og áætluð EBITDA-aukning
227%. Hlutfallslegur vöxtur á milli ára þegar
kemur að rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins er
svo 207%.
„Við gerum ráð fyrir að EBITDA ársins
2018 verði um 700-800 milljónir og fari yfir
einn milljarð á árinu 2019,“ segir Stoppani.
Einbeiting á núverandi markaði
Spurður um helstu áskoranir fyrirtækisins
um þessar mundir segir Stoppani að helsta
áskorunin felist í því að læra að segja nei. „Við
þurfum að velja betur úr þeim vaxtar- og fjár-
festingarmöguleikum sem standa til boða.
Hvar þeir verða og hvernig. Vöxtur fyrirtæk-
isins undanfarin ár hefur snúist um það að
opna nýja markaði frá grunni. Við erum hætt
því og einbeitum okkur þeim mun betur að
þeim mörkuðum sem við störfum á í dag,“ seg-
ir Stoppani. „Nýfætt barn krefst mikillar orku
en aðrir fjölskyldumeðlimir fá minni athygli á
meðan,“ segir Stoppani.
„Þetta er mikil áskorun, sérstaklega þar sem
opnun nýrra markaða hefur verið hluti af ár-
angri félagsins undanfarin ár. Það að segja nei
er ekki einfalt og klárlega ein stærsta áskorun
okkar,“ segir Stoppani.
Aldamótakynslóðin og Ný-Evrópubúar
Creditinfo á 11 starfandi fyrirtæki í Afríku
og vinnur fyrirtækið afar áhugavert starf í þró-
unarlöndunum sem snýr að því að veita fjár-
málaþjónustu fyrir alla (e. financial inclusion).
Lánshæfismatsfyrirtæki á borð við Creditinfo
leika afar mikilvægt hlutverk í uppbyggingu
fjármálakerfa, hvort sem það er í þróunar-
löndum eða annars staðar, segir Stoppani. „Ef
eitthvert fyrirtækja okkar myndi hætta að
starfa í nokkrar klukkustundir, af einhverjum
ástæðum, yrðu engin lán veitt á þeim tíma.
Þetta sýnir hversu mikilvæg starfsemi okkar
er fyrir efnahaginn og hversu mikilvæg við er-
um,“ segir Stoppani. „Stundum vanmetum við
það. En svona fyrirtæki eru grundvallarstoðir í
lánahagkerfinu,“ segir Stoppani.
Spurður um muninn á þeirri starfsemi sem
fer fram í þróunarlöndum og því sem gerist hjá
fyrirtækinu í Evrópu segir Stoppani þessa tvo
markaði glíma við mismunandi áskoranir sem
þó sé hægt að færa rök fyrir að séu sama eðlis.
„Það hefur verið okkar sýn að fjármálaþjón-
usta fyrir alla eigi hvað brýnast erindi í
þróunarlöndunum og þeim hagkerfum sem
hafa farið vaxandi undanfarin ár. Það er auð-
vitað vegna þeirrar staðreyndar að meirihlut-
inn í þróunarlöndunum hefur ekki aðgang að
fjármálaþjónustu. Tveir milljarðar manna á
heimsvísu, samkvæmt gögnum Alþjóðabank-
ans, eru án fjármálaþjónustu,“ segir Stoppani,
en fyrir um ári sagði Reynir Grétarsson í Við-
skiptaMogganum að markmið fyrirtækisins
væri að að veita 100 milljónum manns í fátæk-
ari löndum aðgang að lánsfé. Aftur á móti er
lífið ekki einungis dans á rósum í Evrópu og
tveir hópar sérstaklega, aldamótakynslóðin, og
Um 400 starfsmenn starfa í dag hjá Creditinfo
Group, sem rekur meira en 25 lánshæfismats-
stofnanir í fjórum heimsálfum. Fyrirtækið nær
frá Ameríku til Asíu en Creditinfo er auk þess
með víðtæka starfsemi í Afríku. Stefano Stopp-
ani er forstjóri fyrirtækisins og tók við fyrir
um ári, en hann hefur aðsetur í Dubai, sem
segja má að sé ákveðinn miðpunktur allra anga
fyrirtækisins sem teygja sig út um allan heim.
Olía 21. aldarinnar
Þrátt fyrir að eiginlegar höfuðstöðvar fyrir-
tækisins séu á Íslandi segir Stoppani að Cre-
ditinfo hafi í raun engar höfuðstöðvar. „Ef eitt-
hvað er þá er mögulega hægt að kalla biðstofur
flugvalla um allan heim höfuðstöðvar okkar,“
segir Stoppani. Hann er vanur tíðum ferðalög-
um. Hefur verið á ferð og flugi allt frá blautu
barnsbeini. Stoppani fæddist í Angóla er landið
var portúgölsk nýlenda og þar kynntust for-
eldrar hans. „Faðir minn var ítalskur diplómati
og móðir mín er portúgölsk,“ segir Stoppani,
sem flutti á milli landa á þriggja til fjögurra
ára fresti og bjó fyrst á Ítalíu er hann var 18
ára gamall þegar hann fór í háskóla. Hann tók
vel á móti blaðamanni í bersýnilega þéttri dag-
skrá sinni hér á landi, en á meðal á viðtalinu
stóð bönkuðu upp á bæði þau Brynja Bald-
ursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Ís-
landi, og Reynir Grétarsson, stofnandi fyr-
irtækisins og aðaleigandi. Stoppani hefur
sterka sýn á þann heim sem blasir við okkur á
næstu árum þegar kemur að fjármálavæðingu
samfélagsins og segir hefðbundna banka-
starfsemi brátt heyra sögunni til. Aukið að-
gengi að gögnum og bætt tækni til þess að
greina þau séu ástæðan. Það eru gögn, en ekki
olía, eins og segir í grein the Economist, sem
eru verðmætasta auðlind heims í dag og eru
þau eins og olían var fyrir 20. öldina, drif-
kraftur vaxtar og breytinga.
Hvert einasta sólkerfi þarfnast sólar
Creditinfo hefur vaxið gríðarlega á undan-
förnum árum. Kjarnastarfsemi fyrirtækisins
felst í miðlun og vinnslu fjárhags- og viðskipta-
upplýsinga. Þessar upplýsingar fyrirtækisins
nýtast lánastofnunum, sem aftur nota þær til
útlánaákvarðana, til bæði einstaklinga og fyrir-
tækja. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og hóf
sókn á erlenda markaði árið 2002. Frá þeim
tíma hefur Creditinfo keypt fjölmörg fyrirtæki
um allan heim en nú segir Stoppani að helsta
áskorun félagsins sé að læra að segja nei við
þeim fjölmörgu viðskiptatækifærum sem bjóð-
ast fyrirtækinu. Gera eigi allar núverandi eign-
ir Creditinfo arðbærar, og sjá eigi til þess að
fyrirtækið breytist úr því að vera alþjóðlegt
fyrirtæki með starfsemi í mörgum löndum í
fyrirtæki þar sem starfsmenn þess finni fyrir
því að þeir starfi fyrir eina heild og sjái jafnvel
fyrir sér að hljóta frama innan fyrirtækisins á
milli landa.
„Hvert einasta sólkerfi þarfnast sólar,“ segir
Stoppani og grípur til líkingar. „Sólin á að
veita okkur ljós og líf. En hún má ekki brenna
þig. Við viljum vera alþjóðlegt fyrirtæki sem
hefur stefnu sem er samkvæm sjálfri sér. Að
fyrirtækið geti nýtt sér þann auð sem býr í því
og að sama vinna sé ekki unnin tvisvar. Að við
getum haft greiningarteymi sem vinnur þvert á
fyrirtækið, í stað þess að hafa eitt sér fyrir As-
íu og annað fyrir Karíbahafið,“ segir Stoppani.
það sem Stoppani kallar Ný-Evrópubúa, búa
við erfiða stöðu þegar kemur að aðgengi að
lánsfé.
„Við eigum að einhverju leyti við sama
vandamál að stríða í Evrópu og jafnvel á Ís-
landi varðandi aldamótakynslóðina. Sem Ítali
sé ég klárlega suma af þessum hlutum í Evr-
ópu þar sem tveir hópar samfélagsins hafa ekki
aðgang að fjármálaþjónustu. Annars vegar er
það aldamótakynslóðin, fólk fætt eftir 1992 í
flestum Evrópuríkjum, og jafnvel í Bandaríkj-
Aukið aðgengi allra að lá
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Hefðbundin bankastafsemi heyrir sögunni til með tilkomu nýrra gagna og
aukins aðgengis, að sögn Steffano Stoppani, forstjóra Creditinfo Group.
Segir hann spennandi tíma framundan í starfsemi félagsins, sem er með
víðtæka starfsemi í þróunarlöndunum og á meðal annars 11 fyrirtæki í Afríku.
Segir hann helstu áskorun Creditinfo í dag að læra að segja nei við þeim fjöl-
mörgu viðskiptatækifærum sem fyrirtækinu bjóðist og nú sé stefnan að gera
helstu eignir félagsins arðbærar áður en farið verður í frekari útþenslu.
Stoppani segir afar lærdómsríkt að vera viðriðinn mismunandi markaði og þróunin sé ekki
endilega alltaf sú að það sem gert er í Evrópu eða í Bandaríkjunum sé það sem koma skuli
annars staðar í heiminum. Nefnir hann starf fjártæknifyrirtækja í Afríku því til stuðnings.
„Með því að vinna á fullþroskuðum mörkuðum, eins og á Íslandi, og í þróunarlöndunum
sjáum við að þróunin verður oft öðruvísi. Rótgrónir alþjóðlegir bankar eru með starfs-
stöðvar í þróunarlöndunum og eru að vinna með þessi stærri gagnasett og hafa áhuga á
nýjum lausnum, nýjum og öðruvísi gögnum. Þess vegna geta þróunarlöndin verið eins
konar rannsóknarstöðvar fyrir nýja hluti. Og þar á sér ýmislegt stað sem er ekki farið að
gerast í Evrópu. Þess vegna er það mikilvægt fyrir fyrirtæki okkar að vera í mismunandi
löndum. Þar lærum við nýja hluti. Það sem við lærum í Kenýa getum við tekið með okkur til
Evrópu. Það þarf ekki endilega að vera öfugt. Að allt sem eigi sér stað í Evrópu sé gott fyrir
alla aðra hluta heimsins,“ segir Stoppani.
Þróaðar vörur frá þróunarlöndum
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018VIÐTAL