Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018SJÓNARHÓLL
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum
ÓMAR
Í fyrri pistli mínum um slagorð (e. slogans) benti ég áþann ávinning sem felst í vel heppnuð slagorði semnær að draga fram kjarnann í því sem skiptir máli
fyrir fyrirtæki eða ímynd þeirra. Nefndi ég nokkur dæmi
um slagorð sem sýndu ágætlega sterk skilaboð og voru
þannig liður í að miðla skýrum skilaboðum út á mark-
aðinn. En dæmin eru mörg og hér á eftir koma nokkur.
Að mínu mati er slagorð stoðtækjafyrirtækisins Öss-
urar „Líf án takmarkana“ (e. life without limitations) eitt
albesta slagorð sem ég hef rekist á. Það dregur með
skýrum og jákvæðum hætti fram það sem hlutverk Öss-
urar snýst um og það sem fyrirtækið vill veita við-
skiptavinum sínum; að lífa lífinu án þess að láta fötlun
hefta sig á neinn hátt. Verður varla sterkara.
Eitt frægasta erlenda slagorð allra tíma er „Just do it“
frá Nike, sem sá fyrst dagsins ljós fyrir þrjátíu árum.
Slagorðið felur í sér hvatningu
til hreyfingar og frumkvæðis,
um leið og í því er hraði,
snerpa og áræðni. Nike hefur
ekki hrært í þessu öfluga slag-
orði og má einnig segja að
slagorðið sé að tala við núvit-
und samtímans.
Annað frægt slagorð er frá
Avis-bílaleigunni, sem notaði
„We Try Harder“ í hálfa öld.
Slagorðið undirstrikar mjög
skýrt að fyrirtækið gerði sér grein fyrir að það var
minna en Hertz, helsti keppinauturinn, og því legði það
meira á sig til að þjóna og gera vel við viðskiptavini.
Mjög sterk skilaboð. Árið 2012 hvarf fyrirtækið frá
þessu rótgróna slagorði og tók upp „It’s Your Space“,
þar sem tala átti ákveðnar við einstaklinga í viðskiptaer-
indum. Átti þeim að líða einstaklega vel og hlaða eigin
rafhlöður í bílum frá Avis. Fljótt á litið er þessi merking
ekki augljós og slagorðið tengist frekar leigu á
geymslum eða gámum.
Fyrirtæki sem er sífellt að breyta sínu slagorði er
Coca-Cola. Eitt þekktasta slagorð þess er „The Real
Thing“, sem fram kom 1971, en Coca-Cola hefur notað
yfir tuttugu slagorð síðan. Sumir eru þeirrar skoðunar
að Coca-Cola hafi aldrei átt að yfirgefa þetta slagorð sitt,
þar sem í slagorðinu fólust þau skilaboð að Coca-Cola
væri hinn eini sanni kóladrykkur og allt annað væri í öðr-
um flokki. Nokkuð er til í því.
Segja má að Egils appelsín, sem kom fyrst á markað
1955, sé staðfastara og geri þessa hluti betur með sínu
rótgróna slagorði „Hið eina sanna“. Og Ölgerðin hefur
með réttu – líkt og Nike – kosið að breyta ekki þessu frá-
bæra slagorði sem það hóf notkun á upp úr miðjum átt-
unda áratugnum.
Ég hef stundum verið hugsi yfir slagorði Ora, sem var
lengi vel „Ástríða í matargerð“. Einhvern veginn fann ég
ekki mikla tengingu milli niðursuðuvara og hreinnar
ástríðu við að elda, sem oftar en ekki byggir á notkun á
fersku hráefni. Hef reyndar tekið eftir að síðustu misseri
hafa auglýsingar frá þessu rótgróna fyrirtæki – sem
einkum tengist grænum baunum í hugum Íslendinga –
stuðst við slagorðið „Alla daga, síðan 1952“. Tel það mun
betra en ástríðutenginguna, enda undirstrikar það
tengsl við söguna og heimilishald landans í áratugi.
Tryggingafélagið Sjóvá hætti fyrir
allnokkru að nota hin gamalgrónu slag-
orð „Þú tryggir ekki eftir á“, sem bar
með sér skilaboð um skynsemi þess að
tryggja. Í dag notar Sjóvá stundum
„Gerum tryggingar betri“, sem hefur
óljósa merkingu. Keppinauturinn VÍS
notar slagorðið „Þar sem tryggingar
snúast um fólk“, sem hefur yfir sér já-
kvæðan, mannlegan, og þjónustulegan
blæ, sem er sterkt, þó að slagorðið sé
að öðru leyti almennt. Trygginga-
félagið Vörður notar slagorðið „Við viljum kynnast þér
betur“, sem er í sjálfu sér jákvætt og snýr að sam-
skiptum við fólk, eins og slagorð VÍS.
N1 hefur notað slagorðið „Meira í leiðinni“ í nokkurn
tíma. Áherslan þar er skýr, þar sem vakin er athygli á
víðtækara neti þjónustustöðvar en hjá keppinautunum.
Fókus er skarpur og slagorð laggott. Olís hefur notað
slagorðið „Vinur við veginn“, þar sem vinalegheit og
þjónusta eru málið. Skeljungur fór í endurmörkun fyrir
skömmu með nýju merki en hefur ekki fest sig við ákveð-
ið slagorð.
Samskip notaði um tíma slagorðið „Saman náum við
árangri“ en ekkert er notað í dag, enda það slagorð
nokkuð almennt og veikt. Keppinauturinn Eimskip not-
aði lengi vel „Greið leið“ en hefur notað „Yfir hafið og
heim“, sem dregur enn betur fram tilgang starfseminnar
og þá þjónustu sem félagið veitir. Þannig séð gott slag-
orð.
MARKAÐSMÁL
Þórður Sverrisson
ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun
hjá Capacent
Er slagorðið að slá í gegn?
”
Að mínu mati er slag-
orð stoðtækjafyrirtæk-
isins Össurar „Líf án
takmarkana“ (e. life
without limitations) eitt
albesta slagorð sem
ég hef rekist á.
FORRITIÐ
Að finna nýjan starfsmann er
bæði tímafrekt og kostnaðarsamt.
Grisja þarf besta fólkið úr stórum
hópi umsækjenda, sjá svo hvernig
það kemur fyrir í viðtali, og í
framhaldinu vega og meta ótal
þætti til að komast að því hver
hæfir starfinu best.
Hjá Fractal-Pi (www.fractal-
pi.com) hefur verið smíðaður hug-
búnaður sem notar gervigreind til
að auðvelda þetta ferli. Umsækj-
endur eru boðaðir í n.k. sjálfvirkt
viðtal í gegnum myndsímtal þar
sem þeir þurfa að svara í raun-
tíma þeim spurningum sem hug-
búnaðurinn spyr. Þar sem um
upptöku er að ræða getur svar-
andinn ekki reynt að svindla eða
fela veikleika eins og hann gæti í
skriflegu prófi.
Gervigreindartækni skoðar
hvert minnsta smáatriði í upptök-
unni og kortleggur styrkleika og
veikleika umsækjendanna. For-
ritið notar ekki bara sjálf svörin
við spurningunum heldur reynir
líka að lesa í andlitshreyfingar og
raddbeitingu til að finna þá um-
sækjendur sem bera af.
Með mælingar Fractal-Pi í
höndunum eiga stjórnendur síðan
að geta þrengt hópinn enn frekar
og boðað efnilegustu umsækjend-
urna í viðtal augliti til auglitis.
ai@mbl.is
Tölvan finnur hæf-
asta umsækjandann