Morgunblaðið - 16.08.2018, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 15FÓLK
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
SPROTAR
Þegar Margrét Anna Einarsdóttir
hóf störf sem lögmaður rak hún sig
fljótlega á að öll skjalameðferð hjá
dómstólunum hefur lítið breyst svo
áratugum skiptir. „Allt er á pappír og
gagnamagnið svo mikið að það kemur
fyrir að lögmenn þurfi að nota ferða-
töskur þegar þeir afhenda dómurum
og málsaðilum heilu möppurnar af
skjölum,“ segir hún og minnist
óskemmtilegs atviks þar sem hún
þurfti að arka í vetrarveðri um
miðbæinn, á pinnahælum og með
stóra tösku í eftirdragi, þegar eitt
hjólið á töskunni brotnaði af.
Margrét Anna segir þau vinnu-
brögð sem dómstólar reiða sig á í dag
líka skapa ýmis vandamál þegar skila
þarf inn gögnum fyrir tiltekinn frest.
„Frestir, s.s. til að leggja fram skjöl
eða kæra úrskurði, eru með því allra-
heilagasta í réttarkerfinu og lögmenn
sífellt að keppast við að afhenda skjöl
á réttum tíma. Nema hvað að stað-
festa þarf afhendinguna með mót-
tökustimpli frá dómstólnum sem til-
tekur hvenær skjalið barst og
stundum renna frestir út á dögum
þegar dómstólar eru ekki starfandi.
Þá þarf að hringja í neyðarvakt og
bíða á meðan starfsmaður gerir sér
sérstaka ferð í dómshúsið til þess
eins að taka við pappírum og stimpla
þá.“
Margrét Anna er framkvæmda-
stjóri og stofnandi sprotafyrirtæk-
isins Justikal en þar er unnið að því
að smíða fullkomið kerfi sem heldur
með rafrænum hætti utan um dóms-
mál og öll þau gögn sem þar koma við
sögu. Meðeigandi Margrétar er Ólaf-
ur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri
Dokobit, en Justikal nýtir sér þá
tækni sem Dokobit hefur þróað til að
staðfesta rafræn skjöl.
Að sögn Margrétar Önnu er ljóst
að dómskerfið þarf að taka tæknina í
sína þjónustu, ekki aðeins til að hag-
ræða heldur einnig til að fullnægja
kröfum nýrrar Evrópureglugerðar.
„Þessi reglugerð, eIDAS-reglugerð-
in, fjallar um rafrænar traustsþjón-
ustur (e. trust services) og kveður
m.a. á um meðferð gagna sem hafa
verið undirrituð rafrænt. Rafrænar
undirskriftir eru nú þegar í notkun
víða í íslenska bankakerfinu og hjá
ríkisskattstjóra, og þegar eIDAS-
regluverkið verður innleitt hér á
landi skapast kvöð á dómstóla að geta
tekið á móti þessum rafrænu gögnum
með fullnægjandi hætti. Það þarf að
vera hægt að framvísa gögnum á raf-
rænu formi, og þurfa þannig skjöl að
hafa réttaráhrif og verða viðurkennd
sem sönnunargögn alveg eins og
hefðbundin skjöl.“
Gæti sparað milljarða
En móttaka rafrænna skjala er
ekki eins einföld og lesendur gætu
haldið. Margrét Anna segir ekki nóg
að opna einfaldlega dropbox-möppu:
„Bæði þurfa dómstólarnir að geta
tekið við rafrænum gögnum, sann-
reynt gildi rafrænt undirritaðra
skjala og varðveitt þau með öruggum
hætti.“
Dómstólahugbúnaður Justikal
virkar þannig að ábyrgðaraðili, t.d.
dómarinn í tilteknu máli, stofnar
svæði fyrir hvert dómsmál. Ábyrgð-
araðilinn getur stýrt því hverjir hafa
aðgang að málinu og t.d. gefið lög-
mönnum aðgang sem leyfir þeim að
senda inn gögn á meðan skjólstæð-
ingar fá aðeins lesaðgang. Hugbún-
aðurinn heldur skrá um allt sem á sér
stað, s.s. hvenær skjöl eru skoðuð og
af hverjum, og hvenær ný gögn bæt-
ast við o.s.frv. „Aðilar sem standa í
dómsmálum geta með notkum raf-
rænna skilríkja fengið aðgang til að
fylgjast með framgangi mála sem
þeim tengjast og allir aðilar sem hafa
aðgang að dómsmálum fá sjálfvirkar
tilkynningar sendar þegar einhver
breyting verður á málinu,“ útskýrir
Margrét Anna.
Vonast Margrét Anna til þess að
Justikal geti sparað þjóðarbúinu
stórar fjárhæðir samhliða því að gera
dómstólakerfið mun skilvirkara.
„Eystrasaltslöndin eru komin hvað
lengst á þessu sviði og þar er hægt að
senda dómstólum gögn í gegnum raf-
ræna þjónustugátt. Hefur verið
reiknað út að þessi tæknivæðing hafi
aukið afköst dómstóla landsins um
32%. Blasir við hvað það myndi þýða
stórbætta þjónustu við málsaðila ef
sama árangri væri náð hér á landi.“
Hafa Margrét Anna og félagar
reiknað út að rafræn skjalameðferð
hjá dómstólum hér á landi gæti spar-
að 2,8 milljarða króna árlega. „Með
því að fara rafrænu leiðina hefur ver-
ið áætlað að lögmenn geti að meðal-
tali sparað um tvær vinnustundir í
hverju máli með því að losna við
óþarfa umstang og ferðir með skjöl á
milli staða. Um leið hafa aðilar máls
mun betri yfirsýn, geta skoðað öll
gögn án þess að þurfa að fara í gegn-
um lögmenn sína, séð hvaða skjöl
hafa verið lögð fram og hvar málið er
statt.“
Dómstólar þarf að aðlagast
Aðspurð hvers vegna ekki er löngu
búið að innleiða rafræna meðferð
gagna hjá dómstólunum segir Mar-
grét að tæknin til að meðhöndla raf-
rænt undirrituð skjöl sé frekar nýtil-
komin. Þá hafi löggjafinn verið lengi
að bregðast við notkun rafrænna
skjala af ýmsum toga og dómstólar
eðlilega verið hikandi við að breyta
þeim vinnubrögðum sem notuð hafa
verið svo áratugum skiptir. „Vita-
skuld vilja dómarar að fyllsta öryggis
sé gætt og öllum formkröfum full-
nægt, en að sama skapi verður að
laga dómskerfið að breyttum veru-
leika og vaxandi útbreiðslu rafrænna
undirskrifta. Ekki er nóg að einfald-
lega prenta þessi skjöl út og leggja
fyrir dómstólana því við það missa
rafrænu undirskriftirnar gildi sitt og
til að undirskriftin sé fullgild þurfa
dómari og málsaðilar að hafa hana á
rafrænu formi.“
Margrét Anna gerir sér grein fyrir
að fyrirtæki hennar mun væntanlega
þurfa að taka þátt í útboði þegar ís-
lenskir dómstólar auglýsa eftir raf-
rænu gagnaumsjónarkerfi en hún er
vongóð um að Justikal mæti ýtrustu
kröfum. „Við höfum hvergi getað
fundið sambærilegt kerfi, og það sem
aðgreinir okkur frá öðrum skjala-
umsjónarkerfum fyrir dómstóla er að
geta boðið upp á örugga rafræna
meðhöndlun skjala, sem byggist á
eIDAS-vottuðum þjónustum. Hug-
búnaðinn okkar má síðan laga að er-
lendum kerfum og nota víðar en á Ís-
landi.“
Morgunblaðið/Hari
Margrét Anna Einarsdóttir og Ólafur Páll Einarsson. Hugbúnaður Justikal
ætti að geta sparað samfélaginu hátt í þrjá milljarða króna árlega.
Skjalamál dómstóla nútímavædd
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Kerfið sem Justikal hefur
smíðað hjálpar dómstólum
m.a. að taka við rafrænt
undirrituðum skjölum með
fullnægjandi hætti. Rafræn
afhending gagna hefur gert
dómstóla í Eystrasalts-
löndunum 32% skilvirkari.
Það var afslappað andrúmsloft á
fundinum á Kex hosteli.
Kristján
Ingi Mika-
elsson hjá
Rafmynta-
ráði stýrði
umræðum.
Mike Klo-
meni hjá
Elementus
var einn fyr-
irlesara.