Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 16

Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Tómas hættur hjá WOW Sviptivindar leika um flugfélögin … Lyfin brátt á markað Keypti fyrir 100 milljónir í Icelandair WOW leitar aukins fjármagns Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Í fjárfestakynningu fyrir skulda- bréfaútgáfu í umsjón norska fjár- festingarbankans Pareto Securities, kemur fram að WOW air hyggist stefna á að auka hlutfall sölu á við- bótarþjónustu (e. ancillary revenue) af heildartekjum flugfélagsins. Nam hlutfallið 18,5% árið 2014 en var komið upp í 30,2% á síðustu tólf mánuðum. Á meðal þess sem fyr- irtækið býður upp á í þessum flokki eru fleiri valmöguleikar fyrir við- skiptavini sem vilja gera vel við sig. Segir að þessar vörur WOW air muni verða megindrifkrafturinn á bak við aukna sölu á viðbótarþjón- ustu flugfélagsins á síðari helmingi þessa árs og í framtíðinni. Á síðustu tólf mánuðum hefur sala á viðbótarþjónustu á hvern farþega hjá WOW air verið 52,5 bandaríkja- dalir, um 5.700 íslenskar krónur, og hyggst flugfélagið fara upp í 56,8 dali, rúmar 6.100 krónur, á árinu 2018. Að því er fram kemur í kynn- ingunni er ekkert flugfélag með hærri tekjur á hvern farþega á þessu sviði en WOW air. Allt að þrefalt hærri framlegð Í kynningunni kemur einnig fram að vel hafi verið tekið í svokallaða „Premium“ og „Comfy“ vöruflokka flugfélagsins, sem bjóða upp á um- fangsmeiri þjónustu. Þar á meðal sætaval, forgang þegar gengið er um borð, máltíðir um borð auk innrit- unar farangurs. Skila þessir vöru- flokkar tvöfalt- til þrefalt hærri framlegð á hvern farþega um sig samanborið við þá sem fljúga á grunnfargjöldum. Samkvæmt spá verður hlutfall farþega WOW air sem velja þessa þjónustuflokka á næsta ári um 22% af heildarfarþegum en 35% af heild- artekjum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlutfall sölu á viðbótarþjónustu hjá flugfélaginu WOW air var tæplega þriðj- ungur af heildatekjum á síðustu 12 mánuðum, en það var 23% árið 2016. Auka framlegð með viðbótargjöldum Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is WOW air hyggst auka sölu á viðbótarþjónustu á næstu misserum en hlutfall hennar af heildartekjum nam 30,2% á síðustu tólf mánuðum. Ekkert flugfélag er með hærri tekjur á hvern farþega á þessu sviði en WOW air. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skortur á leiguíbúðum til lang-tímaleigu hefur staðið íslenskum leigumarkaði fyrir þrifum. Síðustu ár hafa margir íbúðaeigendur séð meiri hag í skammtímaleigu til ferða- manna. Með hækkandi launakostn- aði og styrkingu krónu hefur hvatinn minnkað hjá þeim sem hafa haft minnst upp úr slíkri leigu. Það er hins vegar ekki víst að þessibreyting muni valda straum- hvörfum á markaði. Með veikara gengi og frekari fjölgun ferðamanna gæti hvatinn aukist á ný. Á móti kemur að yfirvöld hafa hert eftirlit með leigu til ferðamanna. Rætt er um að villta vestrið í þessu efni, til dæmis árin 2015 og 2016, sé að baki og að nýtt skeið sé runnið upp. Vonir hafi verið bundnar við aðleigufélög fyrir almennan markað myndu draga úr skorti á leiguíbúðum fyrir almenning. Þau eru nauðsynleg á fasteignamarkaði. Þau auka framboð á langtímaleigu sem er mikilvægt fyrir þá sem vilja ekki eða geta ekki keypt fasteign. Nýverið var rætt um það, að fyrirtiltekið leigufélag myndi jafn- vel borga sig fyrir hluthafa þess að íbúðir félagsins yrði seldar. Fyrr í þessari viku sagði í HagsjáLandsbankans að vísbendingar væru um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hefði minnkað. Það er því útlit fyrir að áfram verðiskortur á minni leiguíbúðum til eintaklinga til lengri tíma. Skorturinn varir áfram Hjá frumkvöðlum gætir stund-um einkennilegrar togstreitu á milli þess að sækjast eftir at- hygli og að starfa í leyni. Dæmi um slíkan frumkvöðul er Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, sem nú sækir það fast að taka fyrirtækið af markaði. Megintilgangurinn er sá aðhlífa fyrirtækinu við því að þurfa að veita markaðnum og hluthöfum þær ítarlegu og reglu- legu upplýsingar sem skráðu fyrirtæki ber skylda til. Tesla er hins vegar ekkert smá-fyrirtæki heldur einn stærsti bílaframleiðandi heims að mark- aðsvirði. Framleiðslan er þó í raun fremur takmörkuð og byggist virði félagsins ekki síst á vænt- ingum, eins og þegar um er að ræða tækni- eða nýsköpunar- fyrirtæki. Það er væntanlega ein ástæða þess að stofnandinn vill fá frið til þess að byggja upp fyrir- tækið án stöðugs áreitis frá aug- um markaðarins. Musk verður þó seint talinn tilhæverskra manna, hvorki í starfi né einkalífi. Vilji hans til þess að byggja upp Tesla utan skráðs markaðar getur þó komið honum í koll, enda rýrir það trú- verðugleika fyrirtækisins og dreg- ur úr aðgengi þess að fjármagni. Því hefur verið haldið fram aðMusk eigi sér nokkurs konar tvífara í forstjóra flugfélagsins WOW air. Ekkert skal fullyrt um það en vissulega tengjast persón- ur beggja mjög þeim fyrirtækjum sem þeir hafa stofnað og stýra. Skúli Mogensen hyggst hins veg- ar fara þveröfuga leið á við Musk og skrá sitt fyrirtæki á markað. Það má hins vegar velta þvífyrir sér hvort það hafi verið skynsamleg leið að skammta upp- lýsingar um rekstur flugfélagsins á meðan á uppbyggingu þess hef- ur staðið. Mikilvægi WOW air fyrir sitt nærumhverfi er mikið og það má í raun líta á það sem sam- félagslega skyldu þess að upplýsa um stöðu sína, hvað sem á geng- ur. Það er hvorki æskilegt fyrir fyrirtækið né samfélagið að setja það í hendur fjölmiðla að svara ákalli um upplýsingar úr rekstri þess. Þá er betra að velja athyglinafram yfir leyndina. Athygli eða leynd Skuldir heimila í Banda- ríkjunum jukust um 454 milljarða Bandaríkjadala á milli ára á öðrum árs- fjórðungi. Skuldir Banda- ríkjamanna hækka 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.