Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 18.08.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 Lánasjóður íslenskra náms- manna er félagslegur jöfnunar- sjóður sem hefur það að markmiði að tryggja náms- mönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms án tillits til efnahags. Hjá LÍN starfa um 30 starfsmenn. Gildi þeirra eru fagmennska, samstarf og framsækni. Upplýsingar og umsókn capacent.is/s/6995 Menntun hæfni og reynsla: Viðskiptafræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af bókhaldsstörfum nauðsynleg. Þekking á Navision nauðsynleg. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Góð samskiptahæfni, samstarfsvilji og álagsþol. • • • • • • • • • • • Umsóknarfrestur 27. ágúst Helstu viðfangsefni: Sér um uppáskrift reikninga og annast frágang þeirra til greiðslu. Dagsuppgjör, uppgjör frá lögmönnum og umsýsla fjárhagsbókhalds. Vinna við frágang bókhalds fyrir endurskoðun ársreiknings. Afstemmingar bankareikninga og annarra reikninga. Innskráning inn í innheimtukerfi sjóðsins. Ýmis skýrslugerð. Capacent — leiðir til árangurs Lánasjóður íslenskra námsmanna óskar eftir að ráða bókara til starfa í innheimtudeild. Um er að ræða framtíðarstarf og verkefnin eru fjölbreytt. Starfshlutfallið er 100% og umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. LÍN - Bókari Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Umsjón með starfinu hafa Ásdís Hannesdóttir (asdis.hannesdottir@capacent.is) og Lísbet Hannesdóttir (lisbet.hannesdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við SFR. Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni sem getur tekist á við fjölbreytt og krefjandi verkefni tengd nýsköpun frumkvöðla og fyrirtækja. Verkefnin eru um allt land en starfsstöð er í Reykjavík. Starfssvið Veita frumkvöðlum og fyrirtækjum leiðsögn á sviði nýsköpunar Hafa umsjón með stuðningsverkefnum á sviði snjallra lausna og stafrænnar þróunar Kynningar og hvatningarstarf Fræðsla og upplýsingamiðlun Verkefnastjórnun og verkefnasókn Hæfniskröfur Háskólamenntun á sviði viðskipta, markaðsfræði, stjórnunar eða sambærilegt Frumkvæði, dugnaður og sköpunargleði Æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu Færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir leiðsögn og stuðning í tengslum við nýsköpun, viðskiptahugmyndir, frumkvöðla- starf og stofnun og rekstur fyrirtækja. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Karl Friðriksson, karlf@nmi.is. Hvatt er til umsókna frá konum jafnt sem körlum. Umsóknum skal skila fyrir 20. ágúst á netfangið hildur@nmi.is Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur til nýsköpunar og styður framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyti. Árleyni 8 - 12, 112 Reykjavík  Sími 522 9000  www.nmi.is Vilt þú vera hluti af skemmtilegu teymi ? Spennandi og krefjandi starf á sviði nýsköpunar Viltu stýra innleiðingu á rafrænum kennsluháttum við Háskóla Íslands? Deildarstjóri – Kennslusvið Háskóla Íslands Við kennslusvið Háskóla Íslands er laus til umsóknar staða deildarstjóra fjarkennslu, edX og fagháskólanáms. Viðkomandi mun bera ábyrgð á þróun og innleiðingu rafrænna kennsluhátta og fjarkennslu, og mun vinna náið með sviðstjóra kennslusviðs og aðstoðarrektor þróunar og kennslu. Starf deildarstjóra er fjölbreytt, viðfangsefni áhugaverð og gott starfsumhverfi. Deildarstjóri, sem verður staðsettur á kennslusviði, vinnur náið með Kennslumiðstöð HÍ. Helstu verkefni: • Mótun stefnu um fjarkennslu í samræmi við stefnu HÍ • Innleiðing á fjarkennslustefnu HÍ • Að fylgjast með nýjungum sem geta nýst við fjarnám • Útfærsla á stefnu HÍ um edX (opin netnámskeið) • Samskipti við edX erlendis • Fylgja eftir samningi með edX og hafa umsjón með fjármálum • Undirbúningur og þróun fagháskólanáms Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, a.m.k. meistaragráða • Kennslufræðileg þekking er æskileg • Þekking á rafrænum kennslukerfum sem notuð eru við háskólakennslu • Reynsla af háskólakennslu er æskileg • Góð færni í mannlegum samskiptum • Góð kunnátta í íslensku og ensku • Góð tölvukunnátta • Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi Um er að ræða krefjandi starf í metnaðarfullu umhverfi og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2018. Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir „Laus störf”. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfanna þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Nánari upplýsingar um starfið veitir Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslusviðs (sími 525-4277 eða robhar@hi.is). Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknaháskóli og stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun landsins. Um 1.500 starfsmenn starfa í föstum störfum við skólann og um 2.200 eru lausráðnir. Nemendur við skólann eru um 12.500. Háskóli Íslands starfar á fimm fræðasviðum, býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám í öllum helstu fræðigreinum. Háskóli Íslands er í nánu samstarfi við marga af helstu rannsóknaháskólum og háskóladeildum heims. Rannsóknavirkni starfsmanna hefur vaxið hratt á undanförnum árum og sýna alþjóðlegir mælikvarðar að áhrif rannsókna þeirra hafa aukist verulega. hi.is Bókari/Sölumaður 32 ára iðnfyrirtæki/heildsala óskar eftir bókara, sem sér einnig um símvörslu. Vinnutími 8:30-16:30, þrjá daga vikunnar, 10:00-18:00, tvo daga vikunnar (samkomu- lagsatriði). Upplýsingar um starfið: elin@krumma.is (ekki í síma) Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Ekki yngri en 30 ára. Vinnutími frá 10-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi á ellert@alnabaer.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.