Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.08.2018, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2018 7  1 ATVINNA í boði hjá Kópavogsbæ Sjá nánar á kopavogur.is www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf Bókari - launafulltrúi Idex ehf. og Idex gluggar ehf. óska eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Starfssvið: Öll almenn bókhalds-, innheimtu-, toll- og launavinnsla. Samskipti við stjórnendur og endurskoðanda fyrirtækisins. Hæfniskröfur: Góð og haldbær þekking á bókhaldi, inn- heimtu, tollskjalagerð og launavinnslu. Rík þjónustulund og famúrskarandi mann- leg samskipti. Metnaður til að skila góðri vinnu. Nákvæmni og hugkvæmni. Reynsla í skilum uppgjörs til endurskoðanda er skilyrði. Umsóknum skal skilað með tölvupósti til idex@idex.is Grindavík er 3.400 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð. Íbúafjölgunin er um 20% undanfarin 10 ár. Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með kraftmiklum og vel reknum út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu og Bláa Lónið, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, er í anddyri bæjarins. Grindavík leggur áherslu á fjölskyldugildi. Grindavík er einn öflugasti íþróttabær landsins og styður vel við íþróttastarf barna með niðurgreiddum æfingagjöldum. Í Grindavík er öflugur grunnskóli með niðurgreiddan skólamat og niðurgreidd námsgögn. Í Grindavík eru hagstæð leikskólagjöld, lágt útsvar og lág fasteignagjöld. Grindavík er landmikið bæjarfélag, náttúrufegurð er mikil, stutt í margrómaðar gönguleiðir, fuglalíf mikið í klettum meðfram ströndinni við Reykjanestá, og góður 18 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn. Spennandi störf hjá Grindavíkurbæ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Meðal helstu verkefna • Umsjón með stefnumótun í þeim málaflokkum sem undir hann heyra í samvinnu við fagnefnd sviðsins • Starfar í samræmi við skipulagslög, mannvirkjalög og önnur lög sem heyra undir verksviðið • Ber ábyrgð á skipulagsgerð og útgáfu framkvæmdaleyfa • Ráðgjöf, undirbúningur og framlagning mála fyrir fagnefnd sviðsins og bæjarráð ásamt eftirfylgni mála Menntunar- og hæfniskröfur • Tæknimenntun á háskólastigi og réttindi til að starfa sem skipulagsfulltrúi • Reynsla af ráðgjafa- og stjórnunarstörfum • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum bygginga- og skipulagsmálum • Góð tölvukunnátta og þekking á ýmsum hugbúnaði varðandi byggingarmál • Sjálfstæði og frumkvæði Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Meðal helstu verkefna • Yfirumsjón og ábyrgð á íþrótta-, frístunda-, forvarna og menningarmálum ásamt þjónustu við íbúa á þessum sviðum • Gerð starfs- og fjárhagsáætlana • Ráðgjöf, undirbúningur og framlagning mála fyrir fagnefnd sviðsins og bæjarráð ásamt eftirfylgni mála • Að skipuleggja viðburði og hátíðir í Grindavík Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af stjórnun verkefna og rekstri • Færni á sviði upplýsingatækni og miðlunar • Sjálfstæði og frumkvæði Grindavíkurbær auglýsir stöður tveggja sviðsstjóra lausar til umsóknar, þ.e. starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og starf sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtogum í störfin. Starfshlutföll eru 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Konur, jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um. Auk faglegrar hæfni, sem tilgreind er sérstaklega fyrir hvort starf, er sú krafa gerð til umsækjenda að þeir hafi mikla samskipta- og skipulagshæfni og getu til að stjórna breytingum ásamt hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt. Reynsla af stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er mikilvæg. Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er æskileg. Þá er krafist góðrar kunnáttu í íslensku í ræðu og riti. Nánari upplýsingar um starfið veitir Fannar Jónasson bæjarstjóri í síma 420 1100 og með tölvupósti fannar@grindavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst nk. og skulu umsóknir sendar á framangreint netfang eða berast bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík, merkt „Sviðsstjóri – umsókn“. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál, en listi umsækj- enda verður opinber að umsóknarfresti liðnum. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Í Grunnskóla Þórshafnar eru um 70 nemendur í hæfilega stórum bekkjardeildum. Starf- semi skólans einkennist af kraftmiklu og framsæknu skólastarfi. Samhliða skólanum er rekinn tónlistarskóli og hefð er fyrir öflugu íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa skólans. Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitar- félag með spennandi framtíðarmöguleika. Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskylduvænu umhverfi. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar og öll almenn þjónusta er á Þórshöfn. Mikil uppbygging er framundan með byggingu nýs leikskóla með tengingu við Grunnskólann. Á staðnum er gott íþróttahús og innisundlaug og Ungmennafélag Langaness stendur fyrir öflugu íþróttastarfi. Í þorpinu er mikið og fjöl- breytt félagslíf. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta nágrenni eru margar helstu náttúruperlur landsins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og stang- og skotveiði. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margskonar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélag- inu. Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir kennurum til starfa við skólann næsta skólaár. Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun. Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Okkur vantar sérkennara, umsjónarkennara, stærðfræðikennara, kennara í list og verkgreinar og íþróttakennara. Við leitum að sérkennara sem hefur áhuga á því að móta faglegan grunn sérkennslunnar við skólann sem byggir á hugmyndafræði hins einstaklings- miðaða náms og virkri þátttöku allra í skólastarfinu. Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun. Á Þórshöfn er blómstrandi mannlíf, mikil náttúrufegurð, öflugt íþrótta- og félagsstarf fyrir alla þá sem vilja verða hluti af fjölbreyttri mannlífsflóru norðlensks sjávarþorps. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið asdis@thorshafnarskoli.is. Við hlökkum til að heyra frá þér! Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri Ásdís Hr. Viðarsdóttir í síma 468-1164 eða 852-0412 Langanesbyggð leitar eftir áhugasömum kennurum Kórstjóri óskast Kvennakórinn Ljósbrá í Rangárvallasýslu leitar að nýjum stjórnanda. Kórinn heldur upp á 30 ára starfsafmæli á næsta ári, flytur fjölbreytt efni, allt frá rokki til íslenskra ætt- jarðarsöngva og hikar ekki við að takast á við nýjar áskoranir. Í kórnum eru um það bil 40 hressar konur á öllum aldri. Ef þú hefur áhuga á að vita meira hafðu þá samband við Olgu í síma 892 5357 eða Margréti í síma 868 2543. Sendibílar Reykjavíkur vantar bílstjóra, meirapróf ekki skilyrði. Íslenska er skilyrði og hreint sakavottorð. Sendið umsóknir ásamt ferilskrá á sendibilarrvk@simnet.is Bílstjórar óskast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.