Morgunblaðið - 21.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 21.08.2018, Side 2
Ljósmynd / Torfi Agnarsson Bílaljósmyndarinn þarf að finna umhverfi sem hæfir bílnum og vinna með sólinni. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S ennilega er Torfi Agnarsson eini Íslendingurinn sem getur með réttu kallað sig atvinnu-bílaljósmyndara. Á löngum ferli hefur Torfi myndað ótal bifreiðir fyrir heimsins stærstu bílaframleiðendur og eru sum ljós- myndaverkefnin svo stór að Torfi þarf að hafa fjölmennt teymi aðstoð- armanna með sér. „Verkefnin hafa oft margra vikna aðdraganda og yfirleitt hafa bíla- framleiðendurnir og auglýsingastof- urnar sem hafa milligöngu um myndatökuna ákveðnar hugmyndir um hvers konar myndir þau vilja fá. Ljósmyndarinn þarf samt líka að hafa eitthvað til málanna að leggja og þegar gert er tilboð í verkefni þurfa að fylgja með hugmyndir um hvernig best má leysa myndatökuna af hendi,“ segir Torfi, en hann býr í dag og starfar í Danmörku. Götur sópaðar og umferð stöðvuð Þær myndir sem Torfi tekur eru einkum notaðar í auglýsingar, bækl- inga, vefsíður og annað kynning- arefni. Bílaframleiðendurnir gera alla jafna þá kröfu að myndirnar framkalli ákveðin hughrif, s.s. með því að bílnum sé stillt upp í til- teknu landslagi. „Það fyrsta sem þarf að gera þeg- ar samið hefur verið um mynda- töku er því að gera fólk út af örkinni til að finna hentuga töku- staði, s.s. landslag með viss einkenni eða borgargötur og torg með vissan byggingarstíl.“ Sjálf myndatakan getur tekið allt frá tveimur dögum upp í nokkrar vik- ur, og oft þarf heilmikið umstang til að ná hinni fullkomnu mynd. „Áður en myndatakan hefst fer ég með fulltrúum auglýsingastofunnar að skoða tökustaðina og við gaumgæfum t.d. hvernig sólin varpar mismunandi birtu á svæðið yfir daginn og hvort byggingar og smáatriði í bakgrunn- inum gætu valdið okkur vandræðum, s.s. með skugga eða endurspeglun.“ Í mörgum tilvikum þarf að fá leyfi hjá stjórnvöldum á hverjum stað, jafnvel sópa götur og stöðva umferð. „Þegar við stöðvum umferð vegna myndatöku gerum við það oftast í hollum, fimm mínútur í senn. Það getur líka þurft að breyta bakgrunn- inum og ef t.d. verslunargluggar eru í baksýn gæti þurft að skipta út vör- unum sem eru þar til sýnis svo að falli betur að því yfirbragði sem myndin á að hafa.“ Ævintýralegt starf Torfi segist hafa leiðst út í bíla- ljósmyndun fyrir hálfgerða tilviljun. Hann kveðst ekki hafa verið með mikla bíladellu þótt hann hafi sem unglingur verið í áskrift að tímaritinu Bílablaðinu sem var og hét. „Ég var aftur á móti með mikla tækjadellu, fannst myndavélar svakalega flottar og smitaðist af áhuga á ljósmyndun af pabba mínum og afa. Tólf ára keypti ég mína fyrstu alvörumynda- vél eftir að hafa sparað í langan tíma.“ Torfi útskrifaðist frá fjölmiðla- braut FB og sinnti ljósmyndaáhug- anum meðfram náminu. „Að stúd- entsprófinu loknu fékk ég vinnu sem sölumaður hjá fyrirtæki úti í bæ, en ákvað að festast ekki þar heldur láta drauminn rætast og halda út í heim í nám í ljósmyndun. Árið 1993 flyst ég til Bandaríkjanna til að mennta mig og endaði á að búa þar um langt skeið.“ Það var í ljósmyndaranáminu sem áhuginn á bíllaljósmyndun kviknaði. Síðasta námsárið komst Torfi í læri hjá einum virtasta bílaljósmyndara Bandaríkjanna á þessum tíma. „Það var sérlega mikið umstang í kringum myndatökurnar, tugir aðstoð- armanna á tökustað, og mér fannst ég hafa fundið ævintýralegan starfs- vettvang sem leyfði mér að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin til að taka myndir af fallegum bílum,“ segir hann. „Það var ákveðinn glamúr yfir starfinu og á þessum tíma – fyrir nærri aldarfjórðungi – voru líka mikl- ir peningar í bílaljósmyndun og ekk- ert til sparað hjá bílaframleiðend- unum.“ Hörkuvinna og heppni En hvað þarf til að komast á topp- inn í bílaljósmyndunarheiminum? Torfi segist ekki getað neitað því að einskær heppni hafi átt þátt í að hon- um tókst að ná jafn langt og raun ber vitni. „Ég á marga góða vini úr ljós- myndaranáminu sem hafa reynt að brjóta sér leið inn í þetta starf en fáum hefur tekist það. Þá er líka erf- itt að halda sér inni þegar maður er á annað borð kominn á blað hjá bíla- framleiðendum,“ segir hann. „Ég hugsa að ég hafi einfaldlega verið réttur maður á réttum tíma, með réttu myndirnar til að sýna rétta fólkinu. Þrátt fyrir allan glamúrinn verður líka að muna að bíla- ljósmyndun er hörkuvinna og krefst þess bæði að ljósmyndarinn hafi tölu- verða hæfileika og kunni að koma sér á framfæri í gegnum sambönd sín við annað fólk í geiranum.“ Að taka fallega mynd af bíl getur verið heilmikil kúnst. Finna þarf réttan tökustað og oft vinna með síbreytilega dagsbirtu. Fyri sætan er líka þung í vöfum og speglar umhverfi sitt í glansandi lakki og rúðum. Í leit að besta sjónarhorninu Forgrunnur, bakgrunnur og bíll segja áhugaverða sögu á þessari mynd fyrir GMC. Margar vikur af undirbúningi liggja að baki sumum bílaljósmyndum. Torfi Agnarsson 2 | MORGUNBLAÐIÐ HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Bílablað Morgunblaðsins efnir til stórrar ljósmyndasamkeppni í fjórum lotum sem dreifast á ágúst, september, október og nóv- ember. Keppnin fer fram á fa- cebooksíðu Bílablaðsins, Facebo- ok.com/bilafrettir, og aftar í þessu blaði má sjá þær tíu myndir sem hlutu flest atkvæði í vin- sældakosningu ágústmánaðar. Tíu vinsælustu myndir hvers mánaðar verða lagðar fyrir dóm- nefnd sem velur bestu myndina og fær höfundur hennar í verð- laun ferð fyrir tvo á bílasýn- inguna í Genf í mars. Torfi lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja senda myndir í keppnina. Hann segir að bílaljósmyndari þurfi að huga að ótal atriðum, stórum og smáum, en fyrsta skrefið sé alltaf að finna áhugavert sjónarhorn á bílnum sem á að mynda. „Hvort sem um er að ræða lúxuskerru eða smábíl eru vissir vinklar sem draga fram það besta í fari bílsins. Besta sjón- arhornið gæti verið hátt uppi eða langt niðri, frá framhlið bílsins eða afturhlutanum,“ segir Torfi. Einnig þarf að velja tökustað sem gefur myndinni rétta yf- irbragðið. Torfi bendir á að um- hverfið geti skapað sterk hughrif og sagt ákveðna sögu. „Það er mjög erfitt að taka áhugaverða mynd af bíl með ekkert nema ein- litan bakgrunn. Atvinnuljósmynd- arar eru oft að taka myndir sem er ætlað að selja bílinn og verða að hafa bak við eyrað að taka mynd sem hreyfir við kaupand- anum þannig að hann sjái fyrir sér hvernig hann getur notað bíl- inn við tilteknar aðstæður eða á tilteknum stöðum.“ Það er líka góð regla að hafa hreinsiefni og tusku við höndina til að fjarlægja óhreinindi sem gætu sest á bílinn á leiðinni á tökustað. Torfi mælir einnig með að nota þrífót og hafa skaut- unarsíu á linsunni til að geta bet- ur stýrt því hvernig endurspeglun af glampandi flötum bílsins lendir á myndflögu myndavélarinnar. Bílamyndatökur fara yfirleitt fram utandyra og þarf ljósmynd- ari að taka birtuskilyrði með í reikninginn. Torfi segir að áður fyrr hafi verið í tísku að taka bíla- myndir einkum við sólarupprás og sólsetur, en það hafi breyst í seinni tíð. „Sterk dagsbirtan get- ur stundum verið til trafala en hún getur líka dregið fram skarp- ari skil á milli bílsins og umhverf- isins og skerpt á litnum í lakk- inu.“ Einnig er gott að fylgja þriðj- ungareglunni til að ná fram fal- legri myndbyggingu. „Ég man að gerði þau mistök sjálfur þegar ég byrjaði fyrst að mynda bíla að setja bílinn í miðju myndarinnar og reyna að láta hann fylla sem mest út í myndrammann, en þannig myndir segja yfirleitt ekki mikið. Bæði ljósmyndarar, list- málarar og hönnuðir nota þriðj- ungaregluna þar sem þeir ímynda sér að myndfletinum sé skipt nið- ur í hluta með þremur lóðréttum og þremur láréttum línum og setja síðan sjálft myndefnið í vinstri eða hægri þriðjunginn, þann efsta eða þann neðsta, en ekki nema í undantekningar- tilvikum í miðju myndarinnar.“ Umfram allt þarf bílaljósmynd- ari að gefa sér góðan tíma og skoða vel allt sem hann sér í gegn- um linsuna. Bíllinn getur nefni- lega verið eins og einn stór spegill og sýnt hluti sem ekki stóð til að hafa á myndinni. „Það getur verið að hús í næsta nágrenni speglist í rúðu eða þaki eða sjá megi skær- litan brunahana endurspeglast í einni hurðinni. Ef til vill er það sólin sem endurvarpast eins og mikill blossi beint inn í myndavél- ina. Það sem verður að gera þá er annaðhvort að finna annað sjón- arhorn, færa bílinn úr stað eða bíða eftir að birtan breytist. Að laga þessi atriði á tökustað getur útheimt nokkurra mínútna vinnu en sparar fólki margra klukks- tunda lagfæringar í myndvinnslu- forriti þegar heim er komið.“ Nokkur góð ráð fyrir áhugaljósmyndara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.