Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018 Ford F-350 King Ranch
Litur: Ruby red, java að innan.
6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque með upphituð/loft-
kæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera,
Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í
belti í aftursæti. Öll standsetning er innifalin í verði ásamt
ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
10.690.000 m.vsk
2018 Ram 3500 Limited
Tungsten
Litur: Svartur Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting,
upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga,
6,7L Cummins Tungsten Edition.
VERÐ
9.680.000 m.vsk
2018 Ford F-350 King Ranch
Litur: Oxford white, Mesa brown að innan.
6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque. Með upphituð/loft-
kæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera,
Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í
belti í aftursæti. Öll standsetning er innifalin í verði ásamt
ábyrgð og þjónustu. Laus aðra viku í ágúst.
VERÐ
10.690.000
2018 Ford F-350 Limited
Litur: Stone Grey / Cocoa að innan.
6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque
með sóllúgu (twin panel moon roof), upphituð/loftkæld
sæti, fjarstart, trappa í hlera og Driver altert-pakki.
VERÐ
10.890.000 m.vsk
Fyrr í mánuðinum hleypti Bíla-
blaðið af stokkunum stórri ljós-
myndakeppni í samvinnu við
Toyota á Íslandi og Málning-
arvörur. Keppnin fer fram í fjór-
um lotum, frá ágúst til nóvember,
þar sem almenningur velur bestu
myndirnar í facebookkosningu.
Tíu bestu myndir hvers mánaðar
fara í úrslit og verða lagðar fyrir
sérstaka dómnefnd.
Höfundar þeirra þriggja mynda
sem fá flest atkvæði í hverri lotu
fá í verðlaun veglega gjafakörfu
með Meguiar’s-bón- og hreinsivör-
um frá Málningarvörum. Dóm-
nefnd sérfræðinga velur síðan
bestu myndina og fær höfundur
hennar í verðlaun ferð fyrir tvo á
bílasýninguna í Genf í mars.
Óhætt er að segja að keppnin
hafi farið vel af stað. Þrátt fyrir
stuttan aðdraganda bárust 20
myndir í keppni ágústmánaðar.
Allar endurspegla myndirnar
brennandi bílaáhuga ljósmyndara
á ólíkan hátt, og myndefnið allt
frá nýjum sportbílum yfir í ryðg-
aða gamla jálka, frá kappakstri og
sýningum yfir í rómantískar sól-
arlagsmyndir í fjörunni.
Sigurvegari facebookkosning-
arinnar er Norvell Jósef Salinas
sem myndaði hvítan BMW 330E
við Kleifarvatn. Í öðru sæti hafn-
aði mynd Atla Þórs Duffield af
Nissan Navara NP300 í Krýsuvík
og Jón Steinar Sæmundsson lenti
í þriðja sæti með mynd af sportj-
eppa við Hópsnesvita að næt-
urlagi, böðuðum ljóma norðurljós-
anna.
Áhugasamir geta sent myndir
fyrir keppni septembermánaðar á
netfangið bill@mbl.is. Nánari upp-
lýsingar um keppnina má finna á
facebooksíðu Bílablaðs Morg-
unblaðsins, Facebook.com/
bilafrettir.
ai@mbl.is
Dramatískt
landslag og
draumabílar
Ljósmyndakeppni Bílablaðs Morgunblaðsins
hefst með látum og tóku tuttugu ljósmyndarar
þátt í fyrstu umferð á Facebook-síðu blaðsins.
Ljósmynd / Jón Steinar Sæmundsson
Norðurljósin leika á himni yfir sportjeppa við Hópsnesvita í Hópsnesi í nágrenni Grindavíkur.
Ljósmynd / Atli Þór Duffield
Nissan Navara N300 árgerð 2017 í Krýsuvík síðasta sumar. Myndin hafnaði í öðru sæti kosningarinnar.
Ljósmynd / Norvell Jósef Salinas
BMW 330E við Kleifarvatn. Fallegur bíll og hrífandi landslag skapa framúrskarandi ljósmynd.
Ljósmynd / Kristinn Arnar Hauksson
Porsche 911 GT2 RS myndaður á sýningu hjá Bílabúð Benna með tölvugerðan bakgrunn í stíl við lakkið.