Morgunblaðið - 21.08.2018, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
E
f þér finnst þú vera að
missa stjórn á honum
gefðu þá bara aðeins meira
inn.“ Þetta voru leiðbein-
ingarnar sem blaðamaður bílablaðs-
ins fékk áður en hann steig upp í
hinn ógurlega Wildcat XX á Bola-
öldum fyrir skemmstu. Þá fékk
hann að reynsluaka bílnum á tveim-
ur brautum og bruna í blíðskap-
arveðri upp í Jósepsdal þar sem
Villikötturinn urraði af ánægju enda
skapaður fyrir slíkt landslag.
Skilur jeppana eftir í rykinu
Blaðamaður og starfsmaður Arc-
tic Sport, sem er með umboðið fyrir
Wildcatt XX, brenndu á ógnarhraða
upp í Jósepsdal. Þeir sem þekkja til
vita að gaman er að aka þar um, sé
maður á góðu farartæki.
Hestöflin 125 voru nýtt vel og
sigldu félagarnir á um 90 kílómetra
hraða eftir vegslóðanum, en bíllinn
gat auðveldlega legið þægilega í
hundrað án þess að eftir því væri
sérstaklega tekið.
Þar þótti blaðamanni skína skýrt
í gegn hvar Wildcat XX myndi njóta
sín best; á heiðum og hálend-
isvegum, þar sem hann myndi skilja
hvaða breytta jeppa sem er eftir í
rykinu.
Má því segja að bíllinn sameini
bestu eiginleika fjórhjóls og jeppa
þar sem tveir geta setið hlið við hlið,
án þess þó að vera einangraðir frá
umhverfinu líkt og í venjulegum
jeppa. Meiri útivistarfílingur fæst
(enda er maður úti!) án þess þó að
vera jafn berskjaldaður og á fjór-
hjóli eða mótorhjóli. Veltigrindin
eykur svo öryggistilfinningu far-
þega til muna, enda ekki allir með
hjartað í að þeysa um holt og hæðir
á fjórhjóli.
Frábær fjöðrun
Það sem fyrst vekur ánægju
þeirra sem fá að hoppa upp í hinn
nýja Wildcat er líklega fjöðrunin.
Átján tommu demparar og engar
stífur, sem gera það að verkum að
hjólin hreyfast eðlilega upp og nið-
ur, en þrýstast ekki til hliðanna á
erfiðum þúfum.
Á þetta var reynt strax í fyrstu
ferð í braut en fyrri brautin á Bola-
öldum var bæði nokkuð stutt og
þröng og reyndi á alla eiginleika
bílsins, og ökuþórsins, frá fyrstu
mínútu. Eftir ágætan æfingahring
var gefið örlítið í en alltaf virtist
bíllinn sem límdur við jörðina. Það
var sama þótt farið væri með hraði
yfir þvottabrettið í brautinni, alltaf
var aksturinn jafnþægilegur (og þá
var fjöðrunin bara í miðstillingu).
Blaðamanni var strax hugsað til
tímans sem hann skókst Gæsa-
vatnaleið í aftursætinu á gömlum
Pajero jeppa sem barn, og fann
bæði bein og tennur ganga til í lík-
amanum. Þá hefði fjöðrunin í nýja
Villikettinum komið sér vel.
Ímynduð þynging í skónum
Þar á eftir var stærri og breiðari
braut tekin fyrir, dempararnir stíf-
aðir og sett ímynduð þynging í skó-
inn á hægrifæti ökuþórs. Allt var
gefið í botn í hverri beygju og
skrensaði bíllinn lítið sem ekkert.
Áðurnefnd fyrirmæli um inngjöf á
erfiðum köflum reyndust orð að
sönnu enda rataði bíllin ávallt inn á
rétta braut.
Þó má á það benda að hafi fólk
áhuga á skrensi (e.slide/drift) er lít-
ið mál að aftengja framdrifið, og
verður þá upplifunin líklega allt
önnur.
Eins og sjá má af myndunum er
bíllinn rúmgóður, án þess þó að vera
of stór. Seta í bílnum líkist á engan
hátt því að sitja í þeim buggy-bílum
sem blaðamaður hefur ekið áður hjá
ferðamanna-buggy bílaleigum, þá
sérstaklega vegna þægilegra sæta.
Stillanlegt sæti ökumanns gerir all-
an akstur mun betri sem og skýrt
mælaborð og góð stærð á stýrinu.
Pallurinn, sem auðveldlega hægt
er að tjalda yfir ætli maður í lengri
ferðir, tekur um 135 kg. Þá er um
fimmtán lítra hanskahólf fyrir fram-
an farþegasætið þar sem m.a. er
hægt að hlaða síma. Möguleiki er
svo að bæta við á bílinn spili, ljósum
og öðrum aukabúnaði.
Hægt er að nálgast vélasalinn,
bæði að aftan og að framan, með
auðveldum hætti þar sem aftari
pallurinn er festur niður með fjór-
um skrúfum sem lítið mál er að losa.
Ferðin upp í Bolaöldur var allt í
allt mjög ánægjuleg, eins og má lík-
lega greina af lestri þessarar sam-
antektar. Hafi maður áhuga á að
versla sér buggy-bíl, eða álíka far-
artæki, er ljóst að Wildcat-XX mun
standa framarlega meðal jafningja á
næstunni.
Þó að stórgaman hafi verið að
þeysa um torfærubrautirnar á bíln-
um mælir blaðamaður sérstaklega
með honum fyrir þá sem vilja geta
ferðast hratt og þægilega með öðr-
um, yfir erfitt landslag.
Hratt og þægilega
yfir erfitt landslag
Frábær fjöðrun og mik-
ill kraftur vöktu blaða-
mann til lífsins þar sem
hann brunaði á buggy-
bíl á Bolaöldum.
Morgunblaðið/Hari
Hjólin hreyfast eðlilega upp og niður, en þrýstast ekki til hliðanna.Stærðin á stýri Wildcat er þægileg og mælaborðið skýrt.
„Hestöflin 125 voru nýtt
vel og sigldu félagarnir
á um 90 kílómetra
hraða í Jósepsdal.“