Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Allar almennar
bílaviðgerðir
Japanski bílaframleiðandinn Nissan
uppfyllir best, að mati bílasöluritsins
Auto Trader, grunnþarfir bílkaup-
enda og býður best hannaða bún-
aðinn með tilliti til notkunar. Er
Nissan því handhafi viðurkenning-
arinnar „Vörumerkið með best búnu
bílana 2018“, eða „Brand with the
Best Car Features award 2018“.
Verðlaunin eru ein þriggja sem
Auto Trader eyrnamerkir bíla-
framleiðendum fremur en ein-
stökum bílgerðum. Þau þykja end-
urspegla þann búnað sem
bílakaupendur telja að eigi að vera
staðalbúnaður í nýjum bíl fremur en
aukahlutur sem þurfi að greiða sér-
staklega fyrir.
Einnig er tekið tillit til þess
hversu þægilegt sé að nota búnaðinn
og fækkar stigum til verðlauna eftir
því sem flækjustigið hækkar. Að
mati þátttakenda í könnun Auto
Trader er hönnun stjórnbúnaðar í
Nissan sérlega góð enda fljótlegt að
læra á hann og nota án fyrirhafnar,
að því er fram kemur í tilkynningu.
Meðal grundvallarbúnaðar sem
bílakaupendur leggja mesta áherslu
á að sé í nýja bílnum eru leið-
sögukerfi, samþætting símans við
afþreyingarkerfi bílsins og loftkæl-
ing. Í ár þykir rúmlega 40 þúsund
þátttakendum í könnuninni að Niss-
an uppfylli þarfirnar best. Í svörum
þeirra kemur m.a. fram að þeir telji
Nissan bjóða bíla sína með ríkuleg-
um staðalbúnaði sem sé innifalinn í
grunnverði bílsins í stað þess að
bjóða sem aukabúnað sem þurfi að
greiða sérstaklega fyrir. Einkunnir
þátttakenda taka bæði til fjöl-
breyttra öryggiskerfa og þæg-
indabúnaðar í farþegarýminu og
telja eigendur Nissan að framleið-
andinn bjóði vel búna bíla á hag-
stæðu verði.
agas@mbl.is
Nissan Altima sviptur hulum á bílasýningunni í New York í mars.
Nissan uppfyllir
grunnþarfirnar Sportbílar koma ekki fyrst upp í hug-
ann þegar hann reikar til Austurríkis.
Nýtt fyrirtæki með ítölsku heiti, Mil-
an Automotiv, ætlar að breyta því og
koma landinu á sportbílakortið.
Fyrsta afurð fyrirtækisins, full-
skapaður 1.307 hestafla bíll að nafni
Milan Red, hefur verið kynntur til
sögunnar. Þar er tvinntækninni ekki
beitt eins og svo algengt er um afl-
mikla og snarpa sportbíla.
Í staðinn er að finna í aflrásinni 6,2
lítra V8-vél með fjórfaldri forþjöppu
er sendir hestöflin öll með tölu til aft-
urhjólanna fyrir tilstilli sjö hraða gír-
kassa.
Hermt er að Milan Red vegi 1.300
kíló og upp er gefið að á þessu stigi
muni hann komast úr kyrrstöðu upp í
100 kílómetra hraða á aðeins 2,47
sekúndum. Topphraði bílsins er sagð-
ur 400 km/klst sem eru sams konar
afköst og hjá Bugatti Chiron hinum
franska og Koenigsegg hinum
sænska.
Milan áformar að smíða aðeins 99
eintök af Red-ofurbílnum. Verða eng-
in tvö eintök eins en kaupendur munu
fá talsvert svigrúm til að láta skradd-
arasníða þá að eigin óskum.
Um nýliðin mánaðamót höfðu
pantanir verið lagðar inn fyrir 18 bíl-
um. Mun eintakið kosta um 2,9 millj-
ónir dollara, eða sem svarar 310 millj-
ónum íslenskra króna.
Austurríski ofurbíllinn er að mestu
leyti smíðaður úr koltrefjaefnum,
bæði bílskelin, afturgrindin og yf-
irbyggingin auk þess sem Red verður
fyrsti götubíllinn til að státa af fjöðr-
un sem að verulegu leyti verður
styrkt með koltrefjaefni.
Bíllinn er nefndur eftir gleðu, rán-
fugli af einni ættkvísl haukaættar og
verður fáanlegur með þrenns konar
akstursham: svif-, veiði- eða árás-
arham.
agas@mbl.is
Milan Red hefur verið hannaður út frá viðmiðum um akstursánægju. Vélin er rösklega 1.300 hestafla.
Að hluta til verður Milan Red skraddarasniðinn að óskum kaupenda.
Ofurbíll frá Austurríki
Nýbjalla Volkswagen hefur aldrei
náð sér á strik að ráði og hefur þýski
bílrisinn ákveðið að gefa smíði henn-
ar upp á bátinn.
Nýbjallan kom á götuna árið 1998
og var vonast til að hún höfðaði til
unnenda hinnar upprunalegu Bjöllu.
Hönnuðir Nýbjöllunnar skópu hana
innblásnir af forveranum en undir
yfirbyggingunni var að finna bíl sem
var keimlíkur VW Golf á þeim tíma.
Nýbjallan náði aldrei nægilegum
vinsældum og VW sætti gagnrýni
fyrir að hafa stytt sér leið við hönn-
un og þróun bílsins sem þótti heldur
ekki lýtalaus. Meðal annars þess
vegna tók salan aldrei flugið.
Önnur kynslóð bílsins kom á göt-
una 2012 og voru aksturseiginleikar
hans mun betri. Það dugði þó ekki til
að hressa nægilega upp á söluna. Er
nú svo komið að Nýbjallan verður
smíðuð eitthvað fram á næsta ár en
síðan ekki söguna meir. Ekki er
Volkswagen hefur ekki tekist að
ná sölu nýju Bjöllunnar á flug.
Nýbjallan hverfur
lengur tekið við pöntunum í bílinn og
ljóst að Nýbjallan hverfur af vett-
vangi eftir aðeins tvær kynslóðir og
þá seinni fremur skammlífa.
Stoppa líka smíði Golf og Passat
Þá hefur Volkswagen einnig
ákveðið að taka úr framleiðslu – alla
vega tímabundið – módelin Golf
GTE og Passat GTE. Er skuldinni
skellt á hin nýju mengunarviðmið,
WLTP. Þau eru reiknuð öðru vísi en
gömlu NEDC-viðmiðin og gera t.d.
meiri kröfur til langdrægis. Tengil-
tvinnbílar með afkastalitlar og
skammdrægar rafhlöður munu í
WLTP mælast bæði neyslufrekari
en áður auk þess sem gróðurhúsa-
loftslosunin skrifast meiri.
Ætlun Volkswagen er að þróa nýj-
ar og langdrægari rafhlöður fyrir
Golf GTE og Passat GTE og koma
að því búnu með þessi módel aftur á
markað. Samkvæmt WLTP-
viðmiðinu nýja verða tengiltvinn-
bílar að draga að minnsta kosti 50
kílómetra á rafmagninu einu.
Í tegundarskírteini Volkswagen
Golf GTE er losun gróðurhúsalofts
uppgefin 38 grömm á kílómetra. Í
tilviki Passat GTE er losunin 40
grömm. Á þessu stigi hefur VW ekki
skýrt frá hverjar losunartölurnar
verða með tilliti til WLTP-
viðmiðanna.
agas@mbl.is
Með einföldum reikningi hafa menn
komist að því að hreinn gróði Ferr-
ari af hverjum seldum bíl er ótrú-
lega mikill.
Samkvæmt útreikningum háskól-
ans í Duisburg í Þýskalandi var af-
gangur Ferrari af hverjum seldum
bíl á fyrri helmingi ársins 69.000
evrur þegar allur tilkostnaður hafði
verið dreginn frá.
Jafngildir þetta um 8,5 millj-
ónum íslenskra króna sem gróði
Ferrari af hverjum bíl nam.
Með sama tommustokknum
reyndist hagnaður Porsche af
hverjum bíl 17.000 evrur (2,1 millj-
ón króna) og afgangur Maserati á
bíl var 5.000 evrur (620.000 krón-
ur). Að meðaltali var hreinn gróði
af þýskum lúxusbílum 3.000 evrur,
eða nálægt 10% af söluverði þeirra.
Til samanburðar tapaði Tesla
11.000 evrum á hverjum seldum bíl
sínum. Porsche ætlar að þéna bet-
ur af hverjum bíl í framtíðinni því
fyrirtækið hefur sett sér sem
rekstrarmarkmið að auka rekstr-
argróða sinn um sem svarar tveim-
ur milljörðum evra á ári fram til
2022. Verður þessum markmiðum
fyrst og fremst náð með aðhaldi og
auknum sparnaði, að því er for-
stjórinn Oliver Blume segir í þýsk-
um fjölmiðlum.
agas@mbl.is
Bílarnir frá Ferrari eru ekki ódýrir og virðist að álagningin spili þar inní.
Græða vel á hverjum bíl