Morgunblaðið - 21.08.2018, Side 9

Morgunblaðið - 21.08.2018, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ | 9 bíla, sem eru fágaðir og hafa þroskaðan smekk, velja Aston Martin. Og viti menn að af öllum lúxus- og ofursportbílum ku Aston Martin vera sá framleiðandi sem kaupendur halda mestri tryggð við: þeir sem á annað borð uppgötva kosti Aston Martin virðast ekki geta hugsað sér annað. Tímamótabíll Framleiðsla DB 11 hófst árið 2016 og markaði kaflaskil í sögu Aston Martin með nýrri stefnu í bæði hönnun og smíði. Eins og ald- argamall bílasmiðurinn hefur orðað það á DB 11 að vísa veginn inn í næstu öld. DB 11 er arftaki DB9 og ætlað að vera hér um bil í miðju Aston Martin-fjölskyldunnar: örlítið ódýr- ari en Vantage, en ekki jafn snar- bilaður og dýr og DBS Superleg- gera. Fyrst kom DB 11 með 600 hestafla V12 vél, en árið 2017 bætt- ist við útgáfa með 503 hestafla V8 vél og var það bíll af þeirri gerð sem ég fékk að prófa í Singapúr. Fyrr á þessu ári bættist svo við DB 11 Volante-blæjubíll, og einnig DB 11 AMR sem er enn kröftugri og sportlegri útgáfa af DB 11 V12. Kaupendur fá síðan fyrstu eintökin af DBS Superleggera í hendurnar síðar á árinu, en hann byggist á sama grunni og DB 11 nema hvað búið er að hækka allar stillingar út fyrir öll velsæmismörk, s.s. með 715 hestafla vél. Bílablaðamenn hafa almennt ver- ið mjög hrifnir af V8 útgáfunni, því þrátt fyrir að hafa minni vél og færri hestöfl er DB 11 V8 töluvert léttari en V12 útgáfan, með betri þyngdardreifingu og ekki nema 0,2 sekúndum lengur að ná 100km/klst úr kyrrstöðu. DB 11 V8 þykir því á margan hátt skemmtilegra og lipr- ara ökutæki sem flýgur í gegnum hlykkjótta vegi og fer létt með hverja bugðu á kappakstursbraut. Línur með tilgang En það er ekki hröðunin sem maður hugsar fyrst um þegar mað- ur fær lyklana að DB 11 í hend- urnar því það er hreinlega ævintýri að virða þennan bíl fyrir sér í kyrr- stöðu. DB 11 er svo svakalega víga- legur, með grill sem minnir á opið gin á hákarli og stæltan afturhluta sem líkist mjöðmunum á kattardýri sem býr sig undir að stökkva á bráð. Útlínurnar eru nútímalegar, en um leið íhaldssamar. Hver bugða þjónar líka tilgangi, og t.d. eru raufarnar ofan við framdekkin ekki bara til skrauts heldur hleypa þær út lofti sem annars mynd safn- ast saman ofan við dekkin á ferð og skapa þar hvirfla og aðrar trufl- anir. Raufarnar beina loft- straumnum út og meðfram hliðum bílsins, inn um aðra rauf aftan við farþegagluggann, þar sem loftið þýtur eftir stokki og er síðan hleypt aftur út um raufar á skott- lokinu til að búa til n.k. ósýnilega vindskeið. Þegar sest er í ökumannssætið er síðan eins og allt smellpassi. Rýmið er snyrtilegt, línurnar mjúk- ar, allt klætt í leður, og frágang- urinn eins og best verður á kosið. Eini veiki bletturinn sem hægt er að finna er leiðsöguskjárinn sem lítur út eins og einhver hafi stillt upp spjaldtölvu á miðju mælaborð- inu. Glöggir lesendur ættu að kannast við þennan búnað, enda kerfið fengið að láni frá Daimler. Fyrirtækin tvö hafa átt í tækni- samstarfi frá 2013 og þó svo að nýja leiðsögutölvan þyki mikil framför frá því sem Aston Martin notaði áður þá er DB 11 ekki með allranýjasta kerfið frá Damiler – sem mér þykir þess utan gera hug- búnað með frekar óþjálu notenda- viðmóti. Er líka rétt að taka fram að þótt framsætin séu þægileg og lítill vandi að aka DB11 svo mörgum tímum skiptir án þess að finna fyr- ir minnstu ónotum, þá eru aft- ursætin tvö agnarsmá og ekki góð- ur staður til að vera á í langan tíma. „I‘ve been here before …“ Stýrið verðskuldar nokkrar máls- greinar: það er örlar á ferhyrningi í löguninni og alveg hárréttur fjöldi takka við fingurgómana. Við vinstri þumalinn er takki sem breytir styrkleika fjöðrunarinnar og við vinstri þumal takki til að breyta vélinni frá þægindastillingu yfir í Sport og Sport Plus. Ökumaður getur haft fjöðrun og vélarhegðun eins honum hugnast, og t.d. ekkert sem bannar að vera með vélina á Sport Plus-stillingu og fjöðrunina eins mjúka og bíllinn leyfir. Er líka tiltölulega auðvelt að breyta virkni tveggja stjórntakka vinstra og hægra megin, s.s. til að skipta um lag eða útvarpsstöð, sem mér finnst alveg ómissandi. Reynsluakstursbíllinn kom með staðal-hljóðkerfi sem var samt feikigott, en einnig má panta „premium“ hljóðkerfi eða fá græjur frá Bang & Olufsen. Ég játa að ég stalst til að spila „Writing’s on the Wall“, þó að það sé svolítið klént að spila Bond-lag á meðan ekið er um Singapúr í Aston Martin. Ég hefði líklega sungið með ef fulltrúi Aston Martin hefði ekki verið með mér í bílnum. Glæpsamlegar hvatir Það er sárasjaldgæft að starfs- maður fylgi með þegar blaðamenn fá bíl að láni. Skýringin er sú að ekki var um eiginlegan pressu-bíl að ræða, heldur venjulegan sýning- arbíl, og nauðsynlegt trygginganna vegna að hafa fulltrúa umboðsins með. Ég skil líka að þeir hjá Aston Martin vilji hafa gætur á bílnum, því í skattaparadísinni Singapúr eru lagðir himinháir skattar á öku- tæki sem gera bíla á borð við DB 11 nærri þrefalt dýrari þar í landi en í Evrópu. Svo kom hann Aaron líka í góðar þarfir enda yfirvöld í Singapúr hrifin af hvers lags eftirliti. Les- endur vita eflaust að í þessu vell- auðuga borgríki í SA-Asíu er tyggi- gúmmí bannað og eiturlyfjasalar og -smyglarar geta vænst þess að vera leiddir fyrir aftökusveit. Ætti því ekki að koma á óvart að hraða- myndavélar eru á hverju strái en Aaron, verandi með mikla bíladellu sjálfur, gat sagt mér hvar óhætt væri að gefa bílnum aðeins inn. Og hvílík sæla. Hvílíkt viðbragð. Hvílíkt vélarhljóð. Hvílíkur draum- ur. Verst að ég skyldi ekki fá að prufa þennan bíl á þýskri hrað- braut eða lokaðri keppnisbraut. Ég hugleiddi það á tímabili að binda hann Aaron á höndum og fót- um og skilja eftir einhvers staðar, aka af stað í norðurátt, inn í Malas- íu, á harðaspretti til Taílands, og eiga nokkra góða daga með bílnum á flótta undan réttvísinni. Kannski yrði ég hólpinn ef ég kæmist til Laos og lofaði einhverjum spilltum lögreglustjóranum þar að fá bílinn að láni um helgar. Komst svo að þeirri niðurstöðu að kannski væri viturlegra að biðja blaðið um launahækkun og byrja að spara. Því það er kominn nýr bíll í draumabílskúrinn. Ég hugleiddi það á tíma- bili að binda hann Aaron á höndum og fótum og skilja eftir einhvers staðar, aka af stað í norðurátt, inn í Malasíu, á harðaspretti til Taí- lands, og eiga nokkra góða daga með bílnum » 4 lítra V8 m forþjöppum » 503 hestöfl, 675 Nm » 8 gíra rafdrifin sjálfskipting » 9,9 l /100km í blönduðum akstri » Úr 0-100 km/klst á 4,0 sekúndum » Hámarkshraði 301 km/ klst » Afturhjóladrifinn » 255/50 ZR20 að framan, 295/35 ZR20 að aftan » 1.760 kg » Farangursrými: 270 lítrar » Koltvísýringslosun: 230 g/ km » Áætlað verð: frá 45.000.000 kr. Aston Martin DB 11 V8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.