Morgunblaðið - 21.08.2018, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15
TUDOR rafgeymar
TUDOR TUDOR
Er fjórhjólið tilbúið fyrir
fyrir fjallaferðina?
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start með
TUDOR
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira en bara ódýrt!
Lyklahús
Sláttuorf
3.495
5.495
rrulás
1.995
1.995
7.995
4.995
3.995
3.995
Kerrulás
Hjólastandur
á bíl
1.995
Tjaldstæðatengi
Tengi
12v í 230v
Hraðsuðuketill 12v
USB 12v tengi
Í Kaliforníu er búið að taka í notk-
un nýja gerð bílnúmera sem talið
er að eigi eftir að ryðja sér til
rúms víðar. Þar er stafrænni tækni
beitt út í ystu
æsar og núm-
eraplatan orðin
nokkurs konar
upplýsingaskjár
sem birtir nýjar
upplýsingar í sí-
fellu.
Fyrsta skrefið steig borgin
Sacramento en yfirvöld þar létu
setja snjallnúmerin í Chevrolet
Bolt-rafbílaflota borgarinnar frá
Reviver Auto. Sérstakar rafhlöður
sjá plötunum fyrir orku en fyrst
um sinn eru nýju
plöturnar aðeins á
bílunum að aftan
því enn verður
hefðbundin járn-
plata að vera á
framenda bíla,
lögum samkvæmt.
Númerið nýja er
tengt netinu og fyrir bragðið er
hægt að finna út staðsetningu bíls,
hafi honum t.d. verið stolið. Með
sömu tækni er líka stöðugt hægt að
fylgjast með staðsetningu einstakra
bíla úr fyrirtækjaflota. Þegar bíll
er svo kyrrstæður eða hefur verið
lagt í stæði getur númersskjárinn
birt opinberar tilkynningar, viðvar-
Fjölhæf bílnúmer
anir eða auglýsingar sem greitt er
fyrir.
Kaliforníuríki á réttinn á notkun
númeranna og gæti því haft af
þeim auglýsinga-
tekjur. Um leið
losnar ríkið við
umstang og kostn-
að sem fylgir smíði
og útsendingu
venjulegra járn-
skilta.
Það sem af er hefur Sacramento
sett snjallnúmeraplötur á 24 bíla.
Þau verða einnig sett á 11 Bolt til
viðbótar sem borgin á í pöntun.
Rplate Pro-númerin frá Reviver
hafa verið fáanleg frá 1. júní sl.
Verið er að prófa
notkun þeirra í Ari-
zona og er búist við
að ríki á borð Texas,
Flórída og Wash-
ington sigli fljótt í
kjölfarið með eigin
tilraunaverkefni.
Rplate Pro-
snjallnúmerin umbreyta 125 ára
gamalli hefð skráningarnúmera þar
sem brúkaðar hafa verið þrykktar
óbreytanlegar járnplötur. Nú stefn-
ir allt í að svalir fjölnota og net-
tengdir rafeindaskjáir með mikla
möguleika fyrir fyrirtæki, stofnanir
og neytendur leysi þau af hólmi.
agas@mbl.is
Niðurstöður nýrrar rannsóknar í
Þýskalandi benda til að eldri öku-
menn, 65 til 75 ára, séu hættulegri
í umferðinni en aðrir. Þeir láti af-
vegaleiðast meira.
Næstum 80% eldri ökumanna
eru líklegir til að missa vald á bíl
sínum þegar þeir eru truflaðir eða
láta umhverfið rugla sig í ríminu.
Kom þetta í ljós við prófanir í bíl-
hermi á annars vegar hópi ungra
manna, 20 til 30 ára, og hins vegar
hópi eldri ökumanna.
Þátttakendur voru látnir aka
sýndarbíl 40 kílómetra leið á
sveitavegum. Við og við birtist
einhver truflun á skjánum á leið-
inni.
Þegar bílstjórarnir voru beðnir
að slá inn nokkur númer á lykla-
borði – til að líkja eftir notkun
síma eða upplýsingaskjás, sveigði
nær tvöfalt stærri hópur eldri
ökumanna út úr akreininni en
ökumanna í yngri hópnum. Meðan
40% ungu ökumannanna misstu
sjónar á stefnu bílsins við þessar
kringumstæður urðu 78% hinna
eldri fyrir því. Römbuðu 15% eldri
bílstjóranna út á akreinar umferð-
ar sem á móti kom en enginn
yngri ökumanna gerði sig sekan
um það.
Gagnast við slysavarnir
Rannsókn þessi var framkvæmd
á vegum íþróttaháskólans í Köln í
Þýskalandi. Leiðtogi vísindamann-
anna, Konstantin Wechsler, segir
niðurstöðurnar geta skipt miklu
varðandi slysavarnir. Í grein um
rannsóknina í tímaritinu Frontiers
in Psychology skrifar hann: „Eldri
þátttakendur óku mun hægar,
meira til hliðanna og breytilegar
en þeir ungu. Aldursbilið kom
greinilegar fram þegar þátttak-
endur glímdu við fjölda viðfangs-
efna, sérstaklega þó verkefni sem
ollu því að þeir litu af veginum og
færðu athyglina frá honum. Nið-
urstaða okkar bendir til að getan
til að fást við mörg viðfangsefni í
einu dvíni með aldrinum.“
Wechsler hnykkir svo á þessu
með því að segja að meiri hætta
sé á því að eldri ökumenn valdi
slysum en yngri bílstjórar þegar
þeir glíma við viðfangsefni er
beinir athygli þeirra frá veginum.
agas@mbl.is
Eldri ökumenn láta
fremur afvegaleiðast
Með hækkandi aldri dvínar getan
til að gera margt í einu undir stýri.
Kóreski bílsmiðurinn Hyundai hefur
kynnt sérstaka útgáfu af borg-
arsportjeppanum Kona sem kallast
Iron Man Edition eftir samnefndri
myndasögu- og kvikmyndahetju.
Þar er skerpt á ýmsu í ytra útliti og
hönnun farþegarýmisins sem minnir
á kempuna frægu sem hefur ítrekað
bjargað heiminum.
Er þetta útspil gert í samstarfi við
Marvel Entertainment, dótturfyr-
irtæki Walt Disney, og verður bíll-
inn framleiddur í mjög takmörkuðu
upplagi. Framleiðsla hefst í desem-
ber og verða fyrstu eintökin afhent í
febrúar eða mars 2019. Eintökin eru
boðin á alþjóðamarkaði eins og hægt
er að kynna sér á vefsíðunni KonaI-
ronManEdition.com. Hyundai hefur
um árabil átt farsælt samstarf við
Marvel Entertainment, þar sem nýir
bílar frá fyrirtækinu hafa fengið ým-
is gervi í kvikmyndum Marvel. Nýi
borgarsportjeppinn Kona dregur vel
fram einkenni Iron Man enda nú
þegar margt í útliti hans sem minnir
á hetju myndarinnar, eins og segir í
tilkynningu. Er þess vænst að sér-
útgáfan höfði ekki síst til aðdáenda
kvikmyndanna um Járnmanninn
sem Robert Downey Jr. hefur leikið
svo eftirminnilega.
Kona sker sig úr fjöldanum
„Við erum mjög spennt fyrir
þessu samstarfsverkefni með Mar-
vel og teljum að Kona henti full-
komlega í hlutverkið. Þegar við
sáum borgarsportjeppann upp-
haflega á frumsýningu bílsins fór
ekki á milli mála að hér var á ferð
mjög sérstakur bíll sem sker sig úr
fjöldanum. Það sem meira er, ým-
islegt í sérkennum hans og útlínum
minnir nú þegar á útlit Iron Man og
þau sérkenni verða dregin enn betur
fram í sérútgáfu bílsins. Við erum
ekki í vafa um að bíllinn muni hitta
beint í mark hjá hörðustu aðdáend-
um kvikmyndanna um Iron Man og
Tony Strak,“ segir Dean Evans,
framkvæmdastjóri markaðssviðs
Hyundai Motor America.
agas@mbl.is
Járnkarls Kona
Kona Iron Man-sérútgáfan fer í framleiðslu fyrir árslok og á götuna 2019.