Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018FRÉTTIR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Sala á bílum hefur gengið vel und- anfarin misseri og hljóðið gott í bílaumboðunum. En blikur eru á lofti, og óvissa um hvort gjöld á bíla breytist til verri vegar. María Jóna Magnúsdóttir á eftir að þurfa að taka á honum stóra sín- um í nýja starfinu. Hverjar eru helstu áskoranirnar þessi misserin? Ein af stóru áskorununum er að fá svör frá stjórnvöldum um hvort, og þá hvernig, þau ætli að bregð- ast við nýjum Evrópustaðli EURO6c þegar kemur að breytt- um aðferðum við mælingar á út- blæstri bíla. Einnig er það að sjálfsögðu áskorun fyrir mig að koma mér inn í þetta fjölbreytta nýja starf. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? This is Lean eftir Niklas Modig er einstaklega góð lesning og kveikir á mörgum hugmyndum um hvernig við getum gert hlutina á einfaldari, skilvirkari hátt og taka út það sem skapar ekki virði bæði í vinnu sem og heima. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Sótti ráðstefnuna „Áfram veg- inn“ um framtíð samgangna á Ís- landi sem haldin var í Hörpu. Þar komu saman helstu sérfræðingar heimsins og landsins á sviði sam- göngutækni. Hver myndi leika þig í kvikmynd um líf þitt og afrek? Væri það ekki bara einhver stubbur eins og ég svo sem Selma Hayek? Nettur töffari í henni. Hugsarðu vel um líkamann? Já, ég reyni allavega mitt besta. Ég passa mig að borða nokkuð holt en einnig fjölbreytt, hreyfa mig reglulega og hugleiða fyrir svefninn eftir langan dag. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Þegar ég var yngri langaði mig að verða flugmaður og það hefur alltaf blundað í mér. Kannski ég taki þyrluflug svona á hliðarlín- unni einn daginn. Hvað myndirðu læra ef þú feng- ir að bæta við þig nýrri gráðu? Það er svo mikið sem ég væri til í að bæta við mig. Lögfræði er eitt þar sem ég tel hana einstaklega góðan grunn í mörgu sem maður er að vinna með en tölvunarfræði er einnig spennandi þar sem ég tel að það sé framtíðin og getur opn- að margar fjölbreyttar leiðir. SVIPMYND María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins Stjórnvöld þurfa að gefa svör Morgunblaðið/Arnþór Birkisson María Jóna Magnúsdóttir segir nýjan Evrópustaðal um mengunarmælingar valda óvissu. Almenningur og bílaumboð vita ekki á hverju er von. HEILSAN Skiptar skoðanir eru um hversu æskilegt það er að hafa líkams- ræktaraðstöðu heima fyrir. Sum- um þykir hvetjandi að hafa alltaf aðgang að hlaupabretti og lóðum og þurfa ekki að gera sér ferð í næstu líkamsrækt eða íþróttahús til að reyna á hjarta og lungu. Aðrir óttast að tækin muni enda á að standa ónotuð, safna ryki og skilja lítið annað eftir sig en sam- viskubit yfir hreyfingarleysinu og léttara veski. Síðan þykir sumum einfaldlega fátt hallærislegra en æfingahjól úti í horni inni í svefn- herbergi eða stofu. En kannski æfingatækið Tonal geti fengið síðastnefnda hópinn til að skipta um skoðun. Hönnuðir Tonal hafa fundið hugvitssamlega leið til að búa til líkamsræktartæki fyrir heimilið sem bæði tekur lítið pláss, býður upp á fjölbreyttar styrktaræf- ingar og lætur þjálfara á skjá leiða notandann í gegnum æfing- arnar. Tonal notar vírakerfi sem tengt er við „stafræn lóð“ sem stýra því hve miklu afli notandinn þarf að beita þegar hann togar, lyftir og hífir. Vírarnir eru leiddir út um tvo langa og hreyfanlega arma, hvorn sínum megin við skjáinn í miðjunni, og með því að breyta stöðu armanna má breyta því hvaðan álagið á líkamann kemur og þannig gera hér um bil jafn- fjölbreyttar æfingar og hægt væri að stunda í stórum tækjasal. Tonal kostar 2.995 dali á www.tonal.com. ai@mbl.is Líkamsrækt í tæki á stærð við spegil Nettari verða æfingatækin ekki. GRÆJAN Í huga margra eru heyrnartól ekki bara til þess gerð að hlusta á tónlist. Réttu heyrnartólin geta nefnilega sagt heilmikið um eigandann, hjálpað honum að tolla í tískunni og jafnvel verið eins konar stöðu- tákn. Þegar fyrstu iPhone-símarnir komu á markað þótti t.d. agalega fínt að vera með hvít Apple-heyrnartól í eyrunum, og ekki er langt síðan annan hvern ungling dreymdi um að spássera um bæinn með áber- andi Beats-heyrnartól á eyrunum. En nú eru komin á markað heyrnartól sem ganga skrefinu lengra bæði í verði og hönnun. Sennheiser og Dior Homme hafa tekið höndum saman og búið til vöru sem kallast Pocket Solution. Um er að ræða stílhrein svört heyrnartól í sérhönn- uðu Dior-veski sem geymir heyrnartóli í n.k. vasa og heldur snúrunni snyrtilega vafinni. Það er óneitanlega gott að losna við snúruflækjur og hljómurinn er örugglega góður enda Sennheiser leiðandi á sínu sviði, en verðmiðinn gæti gengið fram af sumum: 880 pund, liðlega 122.000 kr., hjá Dior.com ai@mbl.is Blanda heyrnartóla og hátísku NÁM: Útskrifaðist með BS.c. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005; MS.c. í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School árið 2012. STÖRF: Þjónustufulltrúi, sölumaður nýrra bíla og síðast yfir- maður viðskiptatengsla hjá Toyota á Íslandi á árunum 2000 til 2010; mannauðsdeild Sony Nordic í Kaupmannahöfn 2011 til 2012; sérfræðingur og verkefnastjóri við innleiðingu straumlínu- stjórnunar í Arion banka frá 2013 til 2016; framkvæmdastjóri viðskiptatengsla hjá Heklu hf. 2016 og framkvæmdastjóri sölu- sviðs hjá Heklu hf. 2016 til 2018. Framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins frá 2018. ÁHUGAMÁL: Ég hef verið frekar orkumikill þegar kemur að hreyfingu og elska að hafa hana fjölbreytta, s.s. að ganga á fjöll, hlaupa eða lyfta lóðum í ræktinni. Hins vegar hafa skíði einnig skipað stóran sess í mínu lífi þar sem ég æfði þau til margra ára og er fátt betra en að fara upp í brekkur og taka nokkrar ferðir á sólríkum degi. FJÖLSKYLDUHAGIR: Í sambúð með Emil Þór Vigfússyni við- skiptafræðingi ásamt tveimur sonum hans. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.