Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 23.08.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018SJÁVARÚTVEGUR Óhætt er að segja að Donald Trump hafi tekist að hleypa alþjóðaviðskiptum í uppnám. Við- skiptastríð virðist vera við það að bresta á milli Bandaríkjanna og Kína og hefur Trump líka í hótunum við Evrópusam- bandið um að hækka tolla. Dr. Jón Þrándur Stef- ánsson, stjórnarformaður og yfirmaður greininga hjá Sea Data Center (seadata- center.com) segir inngrip Trumps þegar vera farin að hafa áhrif á viðskipti með sjávarafurðir m.a. að því leyti að stór sjávarútvegs- fyrirtæki í Bandaríkjunum séu farin að huga að því hvernig þau geti brugðist við breyttum aðstæðum. Áhrifin munu ekki einskorðast við Bandaríkin en hugsanlegt er að þróunin muni koma sér vel fyrir íslenska seljendur, í það minnsta til skemmri tíma litið. Jón Þrándur bendir á að útgerðir á stöðum eins og Alaska séu í vanda staddar vegna hækkandi tolla bæði í Bandaríkjunum og Kína: „Kínverjar eru ekki bara neytendur sjávaraf- urða heldur líka framleiðendur og allstór hluti af hvítfiski frá Alaska, þá einkum Alaskaufsi, er fluttur til Kína heilfrystur þar sem hann er unninn frekar og er svo jafnvel fluttur aftur til Bandaríkjanna þar sem hann fer á markað. Ef fram heldur sem horfir er þessi fiskur að bera hærri tolla þegar hann kemur til Kína, og svo aftur þegar hann kemur til Bandaríkjanna, og þannig eru Bandaríkjamenn í raun að skjóta sig tvisvar í fótinn,“ segir Jón Þrándur „Yfir helmingur af útfluttum sjávarafurðum frá Alaska var seldur til Kína á síðasta ári og námu þessi viðskipti um 800 milljónum banda- ríkjadala. Þannig er ljóst að hér er um veru- lega hagsmuni að ræða og 25 prósenta tollur kemur því sér mjög illa. Að auki munu um 70.000 tonn af fiskimjöli frá Alaska bera auk- inn toll í Kína ef þessi þróun heldur áfram.“ Gæti þetta orðið til þess að gera sjávaraf- urðir frá Íslandi samkeppnishæfari á Banda- ríkjamarkaði enda geti þarlendir framleið- endur ekki lengur látið verka fiskinn með ódýrum hætti í Kína. „Sama á við um aðra markaði þar sem þessi fiskur hefur endað, t.d. í Evrópu, því að ef hærri tollar eru lagðir á bandaríska fiskinn þegar hann kemur til Kína verður sú vara ekki eins samkeppnishæf.“ Gæti aukið framboð í Evrópu En það eru ekki bara útgerðir í Alaska sem hafa látið verka fisk í Kína heldur hafa t.d. Rússar og Norðmenn sent heilan frystan, hausaðan og slægðan þorsk til Kína til flök- unar og síðan selt áfram til Bandaríkjanna. Segir Jón Þrándur að þar sem virðisaukning á sér stað í Kína sé hætt við að þessi norski eða rússneski fiskur beri hærri toll þegar hann kemur til Bandaríkjanna eftir stutt stopp í kín- verskri fiskvinnslu. Á móti kemur að það gæti gerst að sumt af þeim fiski sem farið hefur til Bandaríkjanna í gegnum Kína leiti í staðinn inn á mikilvæga markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Að vísu er ekki um fyllilega sambærilega vöru að ræða enda fiskur verkaður í Kína tvífrystur á meðan fiskurinn frá Íslandi er einfrystur og fyrir vik- ið í meiri gæðum, en ef við gerum ráð fyrir að svo háir tollar verði lagðir á fisk frá Kína að borgi sig engan veginn að flytja þá vöru til Bandaríkjanna þá gæti það þýtt aukið framboð á frystum fiski í Evrópu sem myndi vænt- anlega hafa þau áhrif að verð fari lækkandi,“ segir Jón Þrándur. „Ef fiskur sem hefur farið í vinnslu í Kína kemst ekki lengur til Bandaríkj- anna og þarf að finna sér annan farveg þá eru í raun fáir aðrir möguleikar í stöðunni en Evr- ópumarkaður.“ Finna ekki jafngóðan vinnslustað í bráð Bent hefur verið á að hækkun Trumps á tollum muni væntanlega verða til þess að inn- flutningur til Bandaríkjanna færist einfald- lega frá Kína til annarra Asíulanda, s.s. Víet- nams eða Taílands. Gæti þá ekki vinnslan á bandarískum fiski allt eins flust þangað líka? „Það er vissulega möguleiki, og lengi hefur verið bent á að hækkandi launakostnaður í Kína muni verða þess valdandi að hluti af þeirri framleiðslu sem fer þar fram í dag muni flytjast til annarra landa, og Víetnam einkum verið nefnt í því sambandi. Samt hefur það ekki ennþá gerst að framleiðsla hafi færst frá Kína í stórum stíl og ef vinnsla á bandarískum fiski á að færast eitthvað annað í Asíu þá mun það þurfa að gerast á löngum tíma. Eins og staðan er í dag þá er það hreinlega ekki raun- hæfur möguleiki að finna annan vinnslustað í þessum heimshluta fyrir það mikla magn af fiski sem hefur hingað til verið unninn í Kína.“ Veikir alla markaði Jón Þrándur segir líka brýnt að íslensk út- flutningsfyrirtæki séu meðvituð um að tolla- stríð Bandaríkjanna, Kína og ESB geti haft neikvæð áhrif á allar atvinnugreinar óháð því hvort þær verða fyrir beinum áhrifum af hækkun tolla. „Ég hef litla trú á að allt fari á versta veg þannig að haftastefna og vernd- artollar verði allsráðandi, en ef það gerist þá mun það snerta öll fyrirtæki því allir munu finna fyrir lakari viðskiptakjörum. Tollar skapa erfiðleika í aðfangakeðjum og leiða allt- af til lakari rekstrarútkomu heilt á litið. Átök- in á milli Bandaríkjanna og Kína skapa líka, eðli málsins samkvæmt, mikinn óróleika og óvissu, sem er alltaf slæmt sama í hvaða grein fyrirtæki starfa.“ Hamagangur Trumps bitnar á bandarískum fiski Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tollastríð Kína og Bandaríkjanna gæti skapað tækifæri fyrir íslensk- ar sjávarafurðir, a.m.k. til skemmri tíma litið. Útgerðir í Alaska eru í vanda því þær hafa reitt sig á ódýrar fiskvinnslustöðvar í Kína. Morgunblaðið/Ernir Mynd úr safni af fiskverkunarfólki að störfum hjá HB Granda. Bandarískur sjávarútvegur hefur lengi sent fisk til vinnslu í Kína en tollastríð Trumps gæti sett strik í reikninginn. Jón Þrándur Stefánsson SJÁVARÚTVEGUR Fiskútflutningsfyrirtækið Icemar, sem er í eigu Gunnars Örlygssonar og eiginkonu hans Guðrúnar Hildar Jóhannsdóttur, hagnaðist á síðasta ári um 98 milljónir króna fyrir skatta, en árið á undan var hagnaður félags- ins 104 milljónir króna fyrir skatta. Gunnar segir í samtali við Við- skiptaMoggann að félagið sé skuld- laust, og það hafi styrkt markaðs- stöðu sína á hverju ári allt frá stofnun árið 2003. „Við höfum reynt að velja til samstarfs góð og öflug fé- lög sem hafa sýnt okkur mikið traust í gegnum árin,“ segir Gunnar. Tekjur félagsins hafa síðustu ár verið 2-3 milljarðar króna á ári, að sögn Gunnars. Á síðasta ári keypti Icemar helm- ingshlut í framleiðslufyrirtækinu ELBU í Barcelona á Spáni, en félag- ið vinnur árlega úr 2.800 tonnum af þorskafurðum frá Íslandi. Þá keypti Icemar nýlega hlut í Ís- fiski sem hyggur á fiskvinnslu í frystihúsi HB Granda á Akranesi. „Sjálfur er ég einnig stór hluthafi í AG SEAFOOD ehf. í Sandgerði sem er leiðandi í framleiðslu á flatfisk- afurðum á Íslandi.“ Aðspurður segir Gunnar að þorsk- urinn sem ELBU vinnur á Spáni komi að tveimur þriðju hlutum í gegnum Icemar, en hitt komi að mestu frá GPG á Raufarhöfn, með- eiganda Icemar í ELBU. Styrkja sig í fullunnum afurðum Hver eru helstu markaðssvæði Icemar og hverjar eru helstu afurð- irnar sem þið seljið? „Markaðssvæðin eru Spánn, Eng- land, Kanada og Bandaríkin, og við seljum þorsk-, ýsu- og flatfiskafurðir í ýmsu formi, bæði ferskar og fryst- ar. Þá erum við að styrkja okkur Hagnaður Icemar 98 milljónir Gunnar Örlygs- son ásamt Joan Armengol, fram- kvæmdastjóra ELBU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.