Morgunblaðið - 23.08.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 7SJÁVARÚTVEGUR
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
445c
Bátur
Kerra
F30Hp Mercury
utanborðsmótor.
Stjórntæki
Rafstart
Bensíntankur
fullur af bensíni
Frí heimsending
hvert á land sem er
Bátur með
hnakk & beisli
Leggðu árar í bát og fáðu þér einn með öllu
Utanborðsmótorar 30Hpf
TILBOÐ*
1.990.000 kr. með vsk.
fullt verð 2.320.873 kr með vsk.
Allt að 90% fjármögnun í boði
*Tilboðið gildir á meðan birgðir endast.
Þú sparar 330.000 kr.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Útflutningsverðmæti sjávarafurða
árið 2017 var um 197 milljarðar
króna sem er 15,2% minna en árið
2016, að því er fram kemur í ný-
birtum tölum Hagstofu Íslands.
Flutt voru út
tæplega 610 þús-
und tonn sem er
30 þúsund tonn-
um meira en ár-
ið áður.
Ásta Björk
Sigurðardóttir,
hagfræðingur
hjá Samtökum
fyrirtækja í sjáv-
arútvegi, segir í samtali við Við-
skiptaMoggann að þessi niður-
staða sýni að útflutningsverðmæti
sjávarafurða hafi ekki verið minna
í krónum talið síðan árið 2008.
Frystar sjávarafurðir voru
48,9% af útflutningsverðmætinu,
ísaðar afurðir voru 23,3% og mjöl/
lýsi rúm 14%. Af einstökum teg-
undum var verðmæti frystra
þorskafurða mest eða tæpir 31,8
milljarðar króna og næstmest var
verðmæti ísaðs þorsks um 31,4
milljarðar króna. Mest var flutt út
til Evrópulanda, eða sem nemur
tæpum 72% af útflutnings-
verðmæti sjávarafurða.
Nokkrir samverkandi þættir
Spurð um ástæðu þess að út-
flutningsverðmætið hafi verið
þetta lágt á síðasta ári, segir Ásta
að nokkrir samverkandi þættir
hafi lagst á eitt. „Gengi krónunnar
lagði mest á vogarskálarnar enda
styrktist gengi krónunnar um tæp
12% á milli áranna 2016 og 2017,
sé tekið mið af ársmeðaltali geng-
isvísitölu krónunnar. Þar að auki
hafði sjómannaverkfallið sitt að
segja, enda urðu áhrif þess af-
drifarík, bæði hvað varðar tapaða
markaði og tilheyrandi tekjutap.
Ekki gekk upp að vinna fram-
leiðslutap verkfallsins að fullu inn-
an síðasta fiskveiðiárs og voru
óveiddar veiðiheimildir þar með
töluvert meiri undir lok þess en
fyrri ára. Að lokum má nefna lítils
háttar lækkun á verði afurða í er-
lendri mynt, eða um tæpt 1% að
jafnaði,“ segir Ásta.
Tonn ekki sama og tonn
Eins og fyrr sagði þá jókst út-
flutningur í tonnum talið á milli
ára, á sama tíma og útflutnings-
verðmætið minnkaði. „Það ber
ávallt að hafa í huga að tonn er
ekki það sama og tonn þegar sam-
setning afurðanna er mismunandi
á milli ára. T.d. má rekja þessa
aukningu nánast alfarið til þess að
í tonnum talið jókst útflutningur á
kolmunna um 96% á milli ára, fór
úr 26,4 þúsund tonnum í 51,7 þús-
und tonn, og útflutningur á loðnu-
afurðum um rúm 47%, fór úr 59,4
þúsund tonnum í 87,4 þúsund
tonn. Ef þessar tvær uppsjávar-
tegundir eru ekki teknar með í
heildartölunni um útflutning sjáv-
arafurða í tonnum þá var sam-
dráttur upp á tæp 5% á þann
kvarða, fór úr 494 þúsund tonnum
í 471 þúsund tonn.
Ásta segir ennfremur varðandi
samsetninguna, að þá hafi þorsk-
afurðir verið rúmlega 11% minni í
tonnum talið árið 2017 en 2016.
„Verð á hvert kíló af þorsk-
afurðum í krónum talið í fyrra var
ríflega 3 sinnum meira en fyrir
hvert kíló af loðnuafurðum og tæp-
lega 6 sinnum meira en fyrir kílóið
af kolmunnaafurðum. Þannig að
samsetning aflans hefur mikil
áhrif. Að teknu tilliti til samsetn-
ingar, þá dróst útflutningsfram-
leiðsla sjávarafurða saman um tæp
4% að magni til.“
Minnsta aflaverðmæti síðan 2008
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Gengi krónunnar og sjó-
mannaverkfallið höfðu þau
áhrif m.a. að útflutnings-
verðmæti sjávarafurða var í
sögulegu lágmarki í fyrra.
% breyting undirliða milli ára
Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands
Útflutningsverðmæti sjávarafurða 2010 til 2017
Magn Gengi krónunnar Verð sjávarafurða í erlendri mynt Útflutningsverðmæti sjávarafurða
20%
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
-15%
-20%
6%
1%
14%
-10%
7%
8%
-12%
-15%
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017Ásta Björk
Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Í tonnum talið jókst útflutningur á kolmunna um 96% á milli ára.
Ísaður þorskur var næstverðmæt-
asta afurðin sem flutt var út í fyrra.
hægt og rólega í að markaðssetja af-
urðir sem eru fullunnar á Íslandi og
seldar beint inn á öflugar smá-
sölukeðjur.“
Gunnar segir að horfurnar í
rekstrinum í ár séu nokkuð góðar, en
hann sé þó bjartsýnni fyrir árið 2019.
„Eftirspurnin er sterk. Um næstu
áramót munu Bandaríkjamenn
skella tollum á innfluttar sjávaraf-
urðir frá Kína en þar er mikið unnið
af þorski og ýsu af norskum og rúss-
neskum uppruna og framleitt m.a.
inn á Bandaríkjamarkað í miklu
magni. Tollastríðið mun sem sagt
opna dyr fyrir okkur og án efa hækka
verð. Þá hefur kvótaniðurskurður í
Barentshafinu mikil áhrif sem leiðir
til aukinnar eftirspurnar eftir ís-
lenskum fiski.“