Morgunblaðið - 23.08.2018, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2018 13SJÓNARHÓLL
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
BÓKIN
Á undraskömmum tíma hafa orðið
miklar breytingar á vinnumark-
aðinum. Ný tækni hefur gert það að
verkum að launþegar þurfa ekki
lengur að vera háðir
einum vinnuveitanda
heldur geta stýrt
vinnutíma sínum
sjálfir og selt hæst-
bjóðanda þjónustu
sína með nokkrum
músarsmellum.
Gigg-hagkerfið,
eins og það er stund-
um kallað, hefur
hjálpað fólki að ná
endum saman, t.d.
með því að gerast
leigubílstjórar fyrir
Uber eða skutlast með mat fyrir
Deliveroo, á meðan sérfræðingar
hafa getað boðið í stór og smá verk-
efni í gegnum netið.
Ef fram heldur sem horfir verður
bráðum lítið eftir af hefðbundnum
fyrirtækjum með fastráðna starfs-
menn, heldur verðum við öll orðin
verktakar með mörg járn í eldinum
og marga húsbónda.
En gigg-vinnumarkaðurinn hefur
sínar neikvæðu hliðar, og sumir
halda því fram að þeir sem reiða sig
á giggin séu varnarlausir, réttinda-
lausir og hafðir að féþúfu.
Sarah Kessler, aðstoðarritstjóri
fréttaritsins Quartz, er höfundur
nýrrar bókar sem
kafar ofan í kosti og
galla gigg-hagkerfis-
ins: Gigged – The
Gig Economy, the
End of the Job and
the Future of Work.
Bókin rataði á lang-
lista Financial Times
yfir bestu við-
skiptabækur þessa
árs.
Kessler leitar víða
fanga og ræðir við
fólk sem reiðir sig á
giggin til að sjá betur hvert stefnir
þegar launþegar geta ekki lengur
reiknað með föstum tekjum, eiga
ekki lögbundinn rétt á frídögum og
njóta ekki heldur þeirra trygginga
og verndar sem fylgja hefð-
bundnum störfum.
Gigg-hagkerfið er vissulega
spennandi, og hefur marga kosti, en
getur líka fest fólk í gildru.
ai@mbl.is
Misgóðar hliðar
gigg-væðingarinnar
Samningar viðskiptalífsins hafa oft að geymaákvæði um lagaval og varnarþing. Talað erum þessi ákvæði sem „miðnæturákvæði“ og
er sú nafngift fengin vegna þess að oft er samið um
þau í lok samningsgerðar eftir að lokið hefur verið
við efnisleg ákvæði samnings. Í mörgum tilvikum
leiða aðilar ekki hugann sérstaklega að þýðingu þess
að tiltekin lög gilda um túlkun samnings eða í hvaða
landi höfða megi mál komi til ágreinings. Í sumum
tilvikum taka samningar alls ekki á þessum atriðum.
Þessi ákvæði eru þó mjög mikilvæg og einkum þegar
samningar hafa tengsl við fleiri en eitt land. Þannig
getur það haft mikla þýðingu að binda heimild til
málsóknar við heimaland sitt. Ennfremur skiptir
lagavalið máli því túlkun á samn-
ingum og t.d. áhrif vanefnda
geta verið mjög ólík milli landa.
Hér verður fjallað um laga-
valsreglur í samningum. Um
lagaval í samningum gilda lög
nr. 43/2000 sem eiga sér fyrir-
mynd í erlendu samstarfi. Í Evr-
ópu gilda því að nokkru sam-
bærilegar reglur. Ísland hefur
þó ekki „uppfært“ lögin til sam-
ræmis við það sem gildir annars
staðar.
Helstu meginreglur laga um
lagaval innan samninga eru
eftirfarandi: Þegar samið hefur
verið um að tiltekin lög gildi um
samningssamband þá hefur slíkt
samningsákvæði fullt gildi.
Samningur milli íslensks aðila og
ensks um að ensk lög skuli gilda myndi því vera túlk-
aður samkvæmt orðum samningsins. Undantekning
frá þessu er ef öll atvik og kringumstæður tengjast
aðeins einu landi er þrátt fyrir samning um annað,
heimilt að beita ófrávíkjanlegum reglum þess lands
sem samningurinn tengist.
Ef á hinn bóginn ekki hefur verið samið um hvaða
lög gilda þarf að skoða efnislegt innihald samnings-
ins og stöðu aðila í samræmi við fyrirmæli framan-
greindra laga nr. 43/2000. Í þeim tilvikum þegar
samningur tekur ekki á lagavali skal beita lögum
þess lands sem samningurinn hefur „sterkust tengsl“
við. Slík tengsl eru talin vera við það land þar sem sá
aðili sem efna á „aðalskyldu“ samnings bjó, eða hafði
aðalstöðvar sínar þegar um lögaðila er að ræða, við
samningsgerðina. Ákvörðun aðalskyldu í einhliða
samningssambandi, s.s. þegar um gjöf er að ræða, er
ekki flókin. Sá sem inna á skylduna af hendi, þ.e.
gefa gjöf, hefur með höndum aðalskyldu samningsins.
Í tvíhliða samningssambandi, þ.e. þegar báðir aðilar
bera skyldur, er erfiðara að ákvarða hvar aðal-
skyldan liggur. Almennt er litið svo á að aðalskyldan
sé ekki peningagreiðsla samkvæmt tvíhliða samningi
heldur endurgjaldið sem kemur fyrir slíka greiðslu.
Það getur vitanlega verið mis-
jafnt eftir samningum hvert
endurgjaldið er, en svo dæmi
sé tekið þá er afhending vöru,
veiting þjónustu, vátrygging
hlutar o.s.frv. gegn peninga-
greiðslu aðalskyldan í þessum
skilningi. Í lánasamningum er
skylda beggja greiðsla pen-
inga, þ.e. lánveitandi greiðir út
lán, og lántaki endurgreiðir. Í
slíkum tilvikum myndi aðal-
skyldan vera endurgreiðsla
lánsins. Þannig að ef lögaðili
með aðalstarfstöð á Íslandi fær
lán frá enskri lánastofnun þá
samkvæmt framansögðu
myndu íslensk lög gilda um
samninginn ef ekki væri samið
um annað.
Samningsákvæðum um lagaval er ekki alltaf gefinn
mikill gaumur við samningsgerð. Þýðing þeirra getur
þó verið mjög mikil, sérstaklega ef ágreiningur rís.
Ísland fylgdi eftir þeirri þróun sem hafði verið í Evr-
ópu þegar lög nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samn-
ingaréttar voru sett. Síðan þá hafa orðið breytingar á
fyrirmyndum þeirra laga með samstarfi þjóða. Er
með einföldum hætti unnt að gera bragarbót hér á
með nýrri lagasetningu eða breytingu á lögum nr. 43/
2000.
Lagaval í samningum
LÖGFRÆÐI
Eiríkur Elís Þorláksson,
dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
”
Um lagaval í samn-
ingum gilda lög nr. 43/
2000 sem eiga sér fyr-
irmynd í erlendu sam-
starfi. Í Evrópu gilda því
að nokkru sambæri-
legar reglur. Ísland hef-
ur þó ekki „uppfært“
lögin til samræmis við
það sem gildir annars
staðar.