Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Útsala á fargjöldum hjá WOW air Rangir útreikningar í útboðskynningu Sameinast flugfélögin fyrr en síðar? Björgólfur hættur hjá Icelandair Ekki gaman að horfa á eftir Björgólfi Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem stendur í dag og á morgun fyrir ráðstefnunni „The 2008 Global Financial Crisis in Retrospect“, ásamt Robert Z Aliber, frá Háskólanum í Chicago, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hugmyndin að ráðstefnunni hafi kviknað í mars-apríl sl. Auk þess að koma saman til ráðstefnuhaldsins mun verða gefin út bók í byrjun næsta árs með greinum eftir alla 28 þátttakendurna. Þeirra á meðal eru Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði frá árinu 2006, Edmund S Phelps, David Folkerts-Landau, aðal- hagfræðingur Deutsche Bank, Willi- am White, sem starfaði hjá Alþjóða- greiðslubankanum, Edwin Truman frá Institute for International Economics og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Gagnrýni og umræður úr sal Fyrirkomulag ráðstefnunnar er athyglisvert. Fræðimennirnir munu sitja allir saman við ferkantað borð og sérstakir boðsgestir munu svo raða sér í kring. Boðsgestirnir eru að sögn Gylfa, meðal annars hag- fræðingar og fjármálasérfræðingar úr háskólasamfélaginu, Seðlabank- anum og Fjármálaeftirlitinu, allt fólk sem tengist málefninu með ein- um eða öðrum hætti. „Hver fyrirlesari hefur átta mín- útur til að flytja sitt erindi, og svo mun umræðustjóri setja fram gagn- rýni á erindin og fær til þess um 10 mínútur. Síðan verður opnað fyrir umræður úr sal,“ segir Gylfi Zoëga. Morgunblaðið/Ómar Sætaframboð er takmarkað en ráðstefnan er eingöngu ætluð boðsgestum. Nóbelshafi á hrunráðstefnu Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is 28 fræðimenn frá Banda- ríkjunum, Íslandi og víðar, þar af einn Nóbelsverð- launahafi, koma saman í dag á lokaðri ráðstefnu í Háskólanum þar sem um- fjöllunarefnið er alþjóðlega efnahagshrunið fyrir áratug og eftirmál þess. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Flestum er í nöp við það að fylgst sémeð manni óumbeðið, hvort sem guðað er á glugga úti fyrir, einhver fylgir manni eftir með kíki úr langri fjarlægð, nú eða þá virðir mann fyrir sér í gegnum eftirlitsmyndavél. Reglulega koma samt upp tilvik þar sem kallað er eftir auknu myndavéla- eftirliti, og á það sérstaklega við þeg- ar öryggi fólks er ógnað, en eitt slíkt mál hefur verið áberandi í vikunni í Garðabæ þar sem veist hefur verið að börnum. Annað eftirlitsmyndavélamál er ígangi um þessar mundir, en ætlunin er að setja upp umfangsmikið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi. Þar er ekki verið að huga að öryggi sjó- manna, heldur er hugmyndin sú að vakta meint og ætluð brot á lögum sem gilda um veiðar, vinnslu, flutning og meðferð afla. Eftirlitsmyndavélakerfi sannaðisig í máli Birnu Brjánsdóttur á sínum tíma, og reglulega erum við minnt á slíkt kerfi úti í heimi þar sem misindismenn eru gómaðir með hjálp kerfisins og týndir finnast. Myndavélaeftirlit á götum úti ermál sem erfitt er að vera alfar- ið með eða alfarið á móti. Sjálfan lang- ar mig að vera alfarið á móti, en þegar sannarlega er hægt að bjarga manns- lífum með kerfinu er erfitt að setja sig alfarið upp á móti því. Myndavélaeft- irlit með venjulegu fólki að störfum er hinsvegar nokkuð sem auðveldara er að setja sig alfarið á móti. Mismikið eftirlit Nú þegar sléttur áratugur ersíðan bankakerfið á Íslandi hvarf nánast af yfirborði jarðar í einni svipan er ekki laust við að hrollur hríslist um marga þessa dagana þegar fréttir berast þess efnis að bæði stóru flugfélögin hér á landi glími við erfiðleika í rekstri. Spyrja menn sig jafnvel að því hvort við eigum von á öðru hausti eins og 2008. Flestir gera sér þó grein fyrir þvíað hér er ólíku saman að jafna. Engin alþjóðleg fjármálakreppa ríður nú yfir, eins og þá, og þrátt fyrir mikilvægi flugfélaga liggja þræðir þeirra ekki nærri því eins víða og fjármálastofnana. Mögu- leikar fyrirtækja til þess að bjarga sér í núverandi viðskiptaumhverfi eru allt aðrir en fyrir áratug. Þótt rekstur banka og flugfélagasé ólíkur eru líkindin þó meiri en ætla mætti við fyrstu sýn. Fjár- málaþjónusta snýst fyrst og fremst um streymi fjármagns sem rennur í gegnum bankann frá fjármagnseig- endum til lántaka. Þetta streymi er lífæð starfseminnar og verði hökt á því er voðinn vís. Það varð íslensku bönkunum til að mynda að falli. Með sama hætti snýst starf-semi flugfélaga að miklu leyti um fjárstreymi, sem reyndar rennur til flugfélagsins til kaupa á búnaði og aðföngum. Dragi úr fjár- streyminu, þótt ekki sé nema tíma- bundið, getur það valdið flugfélag- inu verulegum vandræðum við að mæta þeim fasta kostnaði sem fé- lagið hefur skuldbundið sig til. Bankar eru afar viðkvæmir fyrirþví, spyrjist það út að þeir glími við mótlæti. Það getur valdið áhlaupi sem magnar vandann margfalt og verður þeim jafnvel að falli. Að sama skapi geta neikvæðar fréttir haft afar neikvæðar afleið- ingar fyrir flugfélag, verði það til þess að flugfarþegar treysti ekki lengur félaginu. Því við kaup á flug- miðum má með nokkurri einföldun segja að kaupandi láni félaginu andvirði fargjaldsins fram að ferða- degi. Stjórnvöld virðast ákveðin í aðdraga lærdóm af fortíðinni og undirbúa nú viðbragðsáætlun fari allt á versta veg. En vonandi gerist þess engin þörf og flugfélögin ná bæði öruggri höfn áður en yfir lýk- ur. Vonandi ekki á tíu ára fresti Japanski bílaframleið- andinn Toyota ætlar að fjárfesta 500 millj- ónir bandaríkjadala í skutlmiðluninni Uber. Toyota fjár- festir í Uber 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.