Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018SJÓNARHÓLL
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við
hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður, eins
og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki, fæst í
miklu úrvali í Vélum og verkfærum.
Öryggi í sumarbústaðnum
Blaupunkt SA2700
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Fullkominn GSM hringibúnaður
• Hægt að stjórna með Connect2Home-appi
• Boð send með sms eða tali
• Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir
Verð: 39.990 kr.
OLYMPIA 9030
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Mjög einfalt í uppsetningu/notkun
• Fyrir farsímakort (GSM)
• Hringir í allt að 10 símanúmer
• Allt að 32 stk. skynjarar
• 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir
• Fáanlegir aukahlutir:
viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar,
svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar.
Verð: 13.330 kr.
KRISTINN MAGNÚSSON
Það er vel þekkt úr heimi fjármála að rekstur far-þegaflugs er áhættusamur. Kemur þar margt til,svo sem eins og óvæntar breytingar á ferða-
mynstri fólks, óviðráðanlegar ytri aðstæður líkt og flug-
slys, hryðjuverk og náttúruhamfarir og síðast en ekki síst
eldsneytisverð sem erfitt er að sjá fyrir. Þegar vel gengur
er hagnaður oft á tíðum mikill, en þegar harðnar á daln-
um breytast hlutirnir hratt, líkt og langur listi gjaldþrota
flugfélaga ber vitni um.
Samkvæmt IATA verður eldsneytiskostnaður flug-
félaga að jafnaði um einn fjórði
af heildarútgjöldum þeirra á
þessu ári. Þetta hlutfall hefur
farið hækkandi síðustu árin, sem
skýrist af því að flugvélaelds-
neyti hefur nokkurn veginn tvö-
faldast í verði frá 2016. Flug-
félög eru misvel í stakk búin til
að mæta hækkandi eldsneytis-
verði, en í einfaldaðri mynd
ræðst það fyrst og fremst af
eldsneytisnýtingu, svigrúmi til
hækkunar fargjalda og fjárhags-
legum vörnum gegn hækkandi
eldsneytisverði. Þannig eru flug-
félög með nýjan og sparneytinn
flugvélaflota, svigrúm til að
hækkunar fargjalda og virkar
varnir gegn eldsneytishækk-
unum í bestu stöðunni sem
stendur.
Þótt eldsneytisverð hafi hækkað mikið að undanförnu
er það ennþá töluvert undir verði árin 2011 til 2014, en þá
var það um 40% hærra en nú. Verðið er því fjarri nokkru
sögulegu hámarki og jafn líklegt að það eigi eftir að
hækka eins og að lækka. Eldsneytisverð féll hratt í verði
árin 2014 til 2015 sem varð til þess að mörg flugfélög töp-
uðu á eldsneytisvörnum. Í kjölfarið drógu sum félög úr
vörnum, sérstaklega flugfélög vestanhafs, en önnur héldu
ótrauð áfram. Þannig eru til dæmis Ryanair og EasyJet
með mikið af virkum vörnum og hafa læst inn verð sem er
um 15-20% undir núverandi verði fyrir næstu eitt til tvö
árin á meðan til dæmis Norwegian Air og WOW Air
hafa sáralítið af virkum vörnum.
Þetta þýðir að ef eldsneytisverð lækkar ekki næsta
árið munu til dæmis Ryanair og EasyJet í raun búa við
15-20% lægra eldsneytisverð en Norwegian Air og
WOW Air og munu auk þess ekki vera undir neinni
pressu að hækka fargjöld til að mæta hækkunum á elds-
neytisverði til skamms tíma. Og þar sem samkeppni er
mikil á milli flugfélaga þýðir þetta að önnur félög geta
þá ekki heldur hækkað verð og þar með að það taki lík-
lega eitt til tvö ár fyrir hækkun
eldsneytisverðs að seytla út í
flugfargjöld, sem mun reyna á
þolrifin í þeim flugfélögum sem
engar varnir hafa.
Bent hefur verið á að lágfar-
gjaldafélög séu mögulega í
betri stöðu til að glíma við
hækkandi olíuverð en hefð-
bundin flugfélög, þar sem
tekjur af flugmiðum séu tak-
markaður hluti heildartekna
þeirra og að þau séu í stöðu til
að auka tekjur af viðbótar-
þjónustu, bæði með hækk-
unum á verði og auknu úrvali.
Það er þó líklegt að slíkt taki
einhvern tíma og skiptir þá öllu
máli að lausafjárstaðan gefi
svigrúm til þess.
Ásamt eldsneyti þá eru laun stærsti útgjaldaliður
flugfélaga, en samkvæmt IATA verða laun að jafnaði
jafn stór útgjaldaliður og eldsneyti á þessu ári eða um
fjórðungur heildarútgjalda þeirra. Ólíkt eldsneytis-
kostnaði er launakostnaður flugfélaga að öllu jöfnu
nokkuð fyrirsjáanlegur og lítið hægt að gera til að verj-
ast honum annað en að hagræða. Hér búa íslensk flug-
félög þó við aðra og verri stöðu en mörg erlend félög,
þar sem launakostnaður íslensku félaganna er að mestu
í íslenskum krónum, með tilheyrandi gengisflökti, á
meðan flugfargjöld eru í raun verðlögð í erlendri mynt
sökum erlendrar samkeppni.
MARKAÐIR
Hjörtur H. Jónsson
forstöðumaður áhætturáðgjafar
hjá ALM verðbréfum
Flogið á
móti vindi
”
Ef eldsneytisverð lækkar
ekki næsta árið munu til
dæmis Ryanair og Easy-
Jet í raun búa við 15-20%
lægra eldsneytisverð en
Norwegian Air og WOW
Air og munu auk þess ekki
vera undir neinni pressu
að hækka fargjöld til að
mæta hækkunum á elds-
neytisverði til skamms
tíma.
FORRITIÐ
Stjórnendur hafa í mörg horn að líta
og það léttir ekki störf þeirra að
þurfa líka að halda utan um flókið
frídaga- og fjarvistabókhald. Eftir
því sem vinnustaðurinn verður
stærri, því erfiðara verður utan-
umhaldið og getur kallað á fjarska-
mikla fyrirhöfn að henda reiður á því
hver er fjarverandi og hvenær, eða
hve marga frí- og veikindadaga
starfsmenn eiga inni.
Forritið Absentia (www.absent-
ia.io) á að laga þennan vanda. Um er
að ræða notendavænan fjarvista-
skráningarhugbúnað sem veitir
bæði stjórnendum og almennum
starfsmönnum góða yfirsýn. Starfs-
fólkið getur sent inn beiðni í gegnum
kerfið um að fá að taka stutt eða
löng frí frá vinnu og stjórnendur
geta samþykkt eða synjað og um leið
séð samantekt yfir fjölda nýttra og
ónýttra frídaga ásamt upplýsingum
um ástæðu fjarvistanna.
Kerfið býður líka upp á að gera
greinarmun á launuðum og ólaun-
uðum fjarvistum og skrásetur jafnt
smæstu sem stærstu frí, hvort sem
þau vara í eina klukkustund eða heil-
an mánuð.
Absentia er ókeypis fyrir fyrstu 5
starfsmennina en kostar annars 2
dali á mánuði fyrir hvern notanda.
ai@mbl.is
Til að hafa betri yfir-
sýn yfir frídagana