Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018 Blak Íslensku landsliðinu í karla- og kvennaflokki stóðu í ströngu í undankeppni Evrópumótsins í gær þegar þau mættu sterkum andstæðingum í íþróttahúsinu í Digranesi í annarri umferð keppninnar 2 Íþróttir mbl.is lentum snemma undir, 7:1 og 9:2. Okkur tókst að jafna metin fyrir hálf- leik þegar staðan var 12:12. Síðan var jafnt á öllum tölum fram yfir miðjan síðari hálfleik að Svíar tóku af skarið. Mikill kraftur fór í það hjá strákun- um að jafna metin eftir slæma byrj- un. Það kom niður á okkur þegar á leikinn leið,“ sagði Heimir sem var stoltur af liði sínu og sagði leikmenn eiga að vera ánægða með frábæran árangur á mótinu. Annað sinn í úrslitum „Eftir stendur hinsvegar að þetta er annað íslenska landsliðið sem hef- ur leikið úrslitaleik á EM. Það er stór afrek. Menn eiga og mega vera stolt- ir yfir árangri sínum. Strákarnir unnu silfurverðlaun fyrir mikla vinnu fyrir mótið á þegar á hólminn var komið hér í Króatíu. Allt mótið voru þeir að vinna sér inn fyrir silf- urverðlaununum. Það gerðu þeir með elegans og bravör,“ sagði Heim- ir. „Þegar frá líður þá standa silf- urverðlaunin upp úr hjá þessum strákum eftir þetta mót. Ég sé í þess- um hópi marga flotta og gríðarlega efnilega handboltamenn sem eiga eftir að láta enn meira til sín taka á næstu árum. Okkar þjálfaranna er að halda áfram að byggja á þessum ár- angri með strákunum og reyna um leið að auka breiddina í hópnum. Lið- ið hefur sýnt það og sannað að þess er framtíðin,“ sagði Heimir. Eins og Heimir benti á þá var þetta í annað sinn sem íslenskt lands- lið leikur um gullverðlaun á Evr- ópumóti. Fyrsta liðið sem gerði það var U19 ára landsliðið sem vann EM fyrir 15 árum, þá einnig undir stjórn Heimis. „Árangurinn að þessu sinni er svo sannarlega til fyrirmyndar,“ sagði Heimir. Haukur stóð upp á mótinu Í mótslok var Selfyssingurinn Haukur Þrastarson valinn besti eða mikilvægasti leikmaður mótsins. Kom það fáum á óvart enda fór hann á kostum á mótinu og m.a. sagði þjálfari þýska landsliðsins að Haukur væri besti handknattleiksmaður Evr- ópu í þessum aldursflokki. Haukur skoraði 47 mörk í sex leikjum og átti fjölda stoðsendinga. Tölfræði móts- ins lá ekki fyrir í gærkvöldi en líklegt má telja að Haukur hafi orðið stoð- sendingakóngur mótsins þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert leikið með í viðureigninni við Spánverja í milli- riðli. Svíinn Ludvig Hallbäck var markakóngur mótsins með 56 mörk. Hann skoraði 11 mörk í úrslita- leiknum í gær og var illviðráð- anlegur. Haukur var ekki eini leikmaður ís- lenska liðsins sem fékk einstaklings- verðlaun í mótslok. Dagur Gautason var valinn í úrvalslið mótsins og var þar af leiðandi besti hægri horna- maðurinn. Dagur lék afar vel í mörg- um leikjum mótsins, ekki síst í við- ureigninni við Króata í undanúrslitum. Færanýting hans var einstaklega góð. Mörk Íslands í úrslitaleiknum: Ei- ríkur Guðni Þórarinsson 7, Arnór Snær Óskarsson 4, Dagur Gautason 4, Haukur Þrastarson 4, Einar Örn Sindrason 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Tumi Steinn Rúnarsson 2, Jón B. Freysson 1, Stiven Tobar Valencia 1. Ljósmynd/HRS Foto Silfurliðið Efri röð f.v.: Andrés Kristjánsson sjúkraþjálfari, Heimir Ríkarðsson þjálfari, Haukur Þrastarson, Viktor Andri Jónsson, Tjörvi Týr Gíslason, Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Jón Bald Freysson, Eiríkur Guðni Þórarinsson, Einar Örn Sindrason, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson, Magnús Kári Jónsson að- stoðarþjálfari, Björn Eiríksson liðsstjóri, Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarmaður. Neðri röð f.v. Tumi Steinn Rúnarsson, Dagur Gautason, Stiven Tobar Valencia, Viktor Gísli Hallgrímsson, Sigurður Dan Óskarsson, Arnar Máni Rúnarsson, Goði Ingvar Sveinsson og Arnór Snær Óskarsson. Unnu vel fyrir silfrinu  U18 ára landslið Íslands mátti játa sig sigrað í úrslitaleik á EM í Króatíu  Mega vera stoltir af árangri sínum segir þjálfarinn sem segir efnin vera mörg HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Því miður þá hittum við ekki á góð- an leik,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari U18 ára landsliðs karla í handknattleik, í samtali við Morg- unblaðið í gær eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Svíum með fimm marka mun, 32:27, í úrslitaleik Evrópumóts- ins sem fór fram í Króatíu. „Það átti enginn í okkar liði toppleik, menn voru nokkuð frá sínu besta,“ sagði Heimir þegar Morgunblaðið náði af honum tali eftir að hafa tekið við silf- urverðlaunum á Evrópumótinu. Dan- ir urðu í þriðja sæti eftir sigur á Kró- ötum, 26:24. Norðurlandaþjóðirnar fara heim með öll verðlaun mótsins. „Yfirhöfuð vantaði okkur betri vörn og markvörslu auk þess sem sóknarleikurinn var ekki nógu góður. Mistökin voru of mörg. Auk þess vantaði okkur fleiri mörk eftir hraða- upphlaup til þess að vinna þennan leik. Við fórum illa af stað í leiknum og Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék í gær sinn fjórða og síðasta hring á Nordea Mast- ers-mótinu í golfi en leikið er í Gautaborg í Sví- þjóð. Hann lék hringinn í dag á 71 höggi eða einu yfir pari. Það var jafnframt heildarskor hans eftir hringina fjóra. Hann náði talsvert á strik í gær eftir afar slæman hring á þegar hann lék á fimm höggum yfir pari. Þar áður hafði hann leikið annan hringinn á pari og þann fyrsta á þremur höggum undir. Birgir Leifur fór hann ágætlega af stað í gærmorgun en fékk enn skramba og einn þrefaldan skolla sem settu svip sinn á hringinn. Hann lauk keppni með sex fugla og tvo skolla þar að auki. Birgir lýkur því keppni alls á einu höggi yfir pari í 68.-72. sæti en mótið er hluti af Evrópumótaröð- inni, þeirri sterkustu í álfunni. sport@mbl.is Þriðji hringur reyndist dýr Birgir Leifur Hafþórsson Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson gerði það heldur bet- ur gott á Evr- ópumóti fatl- aðra í sundi í Dublin á Írlandi um helgina. Ró- bert Ísak vann til tvennra silf- urverðlauna og setti um leið tvö Íslandsmet. Á laugardaginn kom Róbert Ísak annar í mark í 100 m flugsundi í flokki S14 á tímanum 59,61 sek- úndu og varð þar með fyrstur ís- lenskra sundmanna í þessum flokki til að synda greinina á skemmri tíma en einni mínútu. Fyrra met átti Jón Margeir Sverrisson 60,17 sekúndur. Í gær, á lokadegi mótsins, bætti Róbert Ísak öðrum verð- launum í safnið þessa helgina þegar hann kom annar í mark í 200 m fjórsundi á 2.14,16 mín- útum. Róbert Ísak átti sjálfur fyrra Íslandsmet í greininni, 2.15,06. Auk þessa varð Sonja Sigurð- ardóttir í 5. sæti í úrslitum í 50 m baksundi í gær á tímanum 1.03,23 mínútur en var nokkuð frá eigin Íslandsmeti. Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði í 8. sæti í 100 m skrið- sundi á 1.23,90 og var skammt frá eigin Íslandsmeti í greininni. iben@mbl.is Róbert vann tvenn verð- laun í Dublin Róbert Ísak Jónsson ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.