Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
Grindavíkurvöllur, Pepsi-deild karla,
17. umferð, sunnudag 19. ágúst 2018.
Skilyrði: Flottar aðstæður. Hægur
vindur og 11° hiti á celsíus.
Skot: Grindavík 9 (4) – Stjarnan 14
(8).
Horn: Grindavík 4 – Stjarnan 9.
Grindavík: (5-4-1) Mark: Kristijan Ja-
jalo. Vörn: Marinó Axel Helgason
(Nemanja Latinovic 68), Matthías Örn
Friðriksson, Sigurjón Rúnarsson, Björn
Berg Bryde, Elias Tamburini. Miðja:
José Sito Seoane (William Daniels 79),
Rodrigo Gómez, Sam Hewson, Aron
Jóhannsson. Sókn: René Joensen.
Stjarnan: (4-4-2) Mark: Haraldur
Björnsson. Vörn: Jóhann Laxdal,
Brynjar Gauti Guðjónsson, Daníel Lax-
dal, Jósef Kristinn Jósefsson. Miðja:
Þorsteinn Már Ragnarsson, Baldur
Sigurðsson, Eyjólfur Héðinsson, Hilm-
ar Árni Halldórsson. Sókn: Guðjón
Baldvinsson, Guðmundur Steinn Haf-
steinsson (Þorri Geir Rúnarsson 52).
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson og Pétur
Guðmundsson. Jóhann Ingi fór meidd-
ur af velli á 66. mínútu.
Áhorfendur: 452.
Grindavík – Stjarnan 2:2
Akureyrarvöllur, Pepsi-deild karla,
17. umferð, sunnudag 19. ágúst
2018.
Skilyrði: Léttskýjað og smá gola.
Skot: KA 3 (0) – KR 11 (8).
Horn: KA 4 – KR 7.
KA: (4-3-3) Mark: Aron Elí Gíslason.
Vörn: Hrannar B. Steingrímsson,
Aleksandar Trninic, Callum Williams,
Milan Joksimovic. Miðja: Archange
Nkumu (Ýmir Már Geirsson 81),
Bjarni Mark Antonsson, Elfar Árni
Aðalsteinsson (Steinþór Freyr Þor-
steinsson 69). Sókn: Vladimir Tu-
fegdzic, Ásgeir Sigurgeirsson, Hall-
grímur Mar Steingrímsson.
KR: (4-4-2) Mark: Beitir Ólafsson.
Vörn: Arnór S. Aðalsteinsson (Pablo
Punyed 49), Aron Bjarki Jósepsson,
Gunnar Þór Gunnarsson, Kristinn
Jónsson. Miðja: Óskar Örn Hauks-
son, Finnur Orri Margeirsson, Skúli
Jón Friðgeirsson, Pálmi Rafn Pálma-
son. Sókn: Kennie Chopart (Atli Sig-
urjónsson 77), Björgvin Stefánsson.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson –
6 .
Áhorfendur: 865.
KA – KR 0:1
KR liðið hefur nú haldið markinu
hreinu í fjórum af síðustu fimm deild-
arleikjum liðsins en vörn KR var góð
í gær og var Gunnar Þór Gunnarsson
þar fremstur í flokki. Sigurinn þýðir
að liðið er nú komið fimm stigum á
undan KA þegar fimm leikir eru eft-
ir.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Barátta Hrannar Björn Steingrímsson leikmaður KA t.v. og KR-ingurinn
Pálmi Rafn Pálmason berjast um boltann á Akureyrarvelli.
Sanngjarn sigur
KR-inga nyrðra
Sóknarleikur KA var ekki burðugur
0:1 Kennie Knak Chopart 67.Skoraði með utanfótarskoti
úr teignum eftir gott samspil við
Pálma Rafn.
I Gul spjöld:Finnur Orri Margeirsson
(KR) 88. (óíþróttamannsleg hegðun),
Ýmir Már Geirsson (KA) 89. (brot),
Aleksandar Trninic (KA) 90. (brot),
Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
90. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
MMM
Enginn.
MM
Enginn.
M
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Finnur Orri Margeirsson (KR)
Kennie Knak Chopart (KR)
Aron Elí Gíslason (KA)
Callum Williams (KA)
mínútu þegar Willian Daniels bjarg-
aði stigi fyrir heimamenn með góðu
marki eftir undirbúning Rodrigo Ma-
teo.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Sótt William Daniels, leikmaður Grindavíkur sækir að Haraldi Björnssyni
markverði Stjörnunnar á Grindavíkurvelli í gær.
Æsispennandi loka-
mínútur í Grindavík
William Daniels jafnaði á 89. mínútu
1:0 Aron Jóhannsson 40. meðskoti af stuttu færi eftir fyr-
irgjöf Elias Tamburini.
1:1 Sjálfsmark 57. Hilmar Árni áskot úr aukaspyrnu sem fer
stöngina og í Kristijan Jajalo og það-
an í markið.
1:2 Guðjón Baldvinsson 86. meðskoti í fjærhornið eftir
skyndisókn.
2:2 William Daniels 89. meðskoti eftir stundusendingu
frá Rodrigo Mateo.
I Gul spjöld:José Sito Seoane (Grindavík)
28. (leiktöf), Guðmundur Steinn Haf-
steinsson (Stjörnunni) 50. (brot),
René Joensen (Grindavík) 63. (brot),
Baldur Sigurðsson (Stjörnunni) 74.
(brot), William Daniels (Grindavík)
90. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
M
Aron Jóhannesson (Grindavík)
José Sito Seoane (Grindavík)
Elias Tamburini (Grindavík)
Björn Berg Bryde (Grindavík)
Guðjón Baldvinsson (Stjörnunni)
Jóhann Laxdal (Stjörnunni)
Eyjólfur Héðinsson (Stjörnunni)
Á AKUREYRI
Baldvin Kári Magnússon
sport@mbl.is
KR-ingar unnu mikilvægan sigur á
KA í baráttunni um fjórða sæti deild-
arinnar á Akureyri í gær. Kennie
Chopart gerði eina mark leiksins.
Leikurinn fór rólega af stað og var
afar lítið um færi. Það var augljóst að
leikmenn liðanna vissu hversu mik-
ilvægur leikurinn var. Fyrir leikinn
voru KA-menn aðeins tveimur stigum
á eftir KR og hefðu því með sigri get-
að komist upp fyrir Vesturbæinga.
Fyrri hálfleikurinn einkenndist því
af mikilli baráttu og var mikið um ná-
vígi. Staðan var 0:0 í hálfleik.
KR-ingar voru betra liðið í seinni
hálfleik og náðu yfirhöndinni. Þeir
komust verðskuldað yfir með marki
frá Kennie Chopart á 67.mínútu.
Markið kom eftir gott þríhyrnings-
spil við Pálma Rafn sem sendi Dan-
ann inn fyrir vörn KA. Chopart skor-
aði með góðu skoti sem Aron Elí réði
ekki við, afar vel klárað. KR-ingar
voru öflugri eftir markið en áfram
var lítið um færi. Mörkin urðu ekki
fleiri og 1:0 sigur KR staðreynd.
Sóknarleikur KA var ekki góður í
gær. Liðið sem skapar sér vanalega
alltaf opin færi, náði því ekki gær og
var helsta ógn þeirra úr föstum leik-
atriðum en KR vörnin stóð þau
áhlaup af sér. Tapið í gær var fyrsta
tap KA á heimavelli síðan liðið tapaði
gegn Stjörnunni 14. júní síðastliðinn.
4. deild karla B
Hörður Í. – SR............................................1:4
Reynir S. 13 11 2 0 45:9 35
Skallagrímur 13 9 1 3 40:16 28
Elliði 13 9 0 4 33:18 27
Hvíti riddarinn 13 6 2 5 32:36 20
Mídas 13 5 1 7 28:36 16
SR 13 3 2 8 25:37 11
Hörður Í. 13 3 0 10 24:51 9
Úlfarnir 13 1 2 10 11:35 5
4. deild karla C
GG – KFS....................................................2:2
Álftanes 13 10 2 1 48:5 32
KFS 13 8 4 1 43:12 28
Árborg 13 8 3 2 43:15 27
GG 13 8 2 3 37:21 26
Álafoss 13 5 2 6 23:27 17
Kóngarnir 13 2 1 10 25:61 7
Afríka 13 2 0 11 15:64 6
Ísbjörninn 13 1 2 10 12:41 5
4. deild karla D
ÍH – Kormákur/Hvöt................................ 2:1
Geisli A. – Kría........................................... 3:1
Kórdrengir 12 8 1 3 26:12 25
ÍH 11 6 2 3 19:23 20
Kormákur/Hvöt 11 4 4 3 21:11 16
Kría 11 4 3 4 18:17 15
Léttir 11 4 3 4 16:18 15
Geisli A. 11 2 2 7 11:19 8
Vatnaliljur 11 1 5 5 12:23 8
2. deild kvenna
Völsungur – Hvíti riddarinn......................9:0
Augnablik – Fj/Höttur/Leiknir ............... 3:0
Tindastóll 12 10 0 2 40:16 30
Augnablik 11 9 0 2 45:9 27
Grótta 12 6 2 4 40:34 20
Völsungur 11 6 1 4 23:14 19
Álftanes 11 5 3 3 31:18 18
Fj./Hött/Leikn. 12 4 2 6 25:33 14
Einherji 11 2 0 9 28:29 6
Hvíti riddarinn 12 0 0 12 3:82 0
Svíþjóð
Brommapojkarna – AIK.......................... 0:2
Kristján Flóki Finnbogason lék allan
leikinn fyrir Brommapojkarna.
Haukur Heiðar Hauksson var á meðal
varamanna AIK.
Malmö – Trelleborg .................................3:0
Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 76
mínútur leiksins fyrir Malmö.
Elfsborg – Norrköping ............................0:1
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn
fyrir Norrköping. Arnór Sigurðsson lék
fyrstu 55 mínútur leiksins.
B-deild:
Helsingborg – Landskrona ..................... 2:0
Andri Rúnar Bjarnason lék í 74 mín. fyrir
Helsingborg og skoraði eitt mark.
Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir
Landskrona.
A-deild kvenna:
Rosengård – Kalmar.............................. 10:0
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn fyrir Rosengård og skoraði eitt mark.
Kristianstad – Vaxjö ............................... 1:0
Sif Atladóttir lék ekki með Kristianstad,
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og
Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari.
Gautaborg – Djurgården ........................3:0
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki
Djurgården. Ingibjörg Sigurðardóttir lék
einnig allan leikinn fyrir liðið.
Linköping – Limhamn Bunkeflo ........... 5:2
Anna Kristjánsdóttir og Rakel Hönnu-
dóttir lék allan leikinn fyrir Limhamn.
Noregur
Lilleström – Haugasund ..........................1:1
Arnór Smárason skoraði eina mark Lille-
ström og lék með í 88 mín.
Kristiansund – Rosenborg ......................0:2
Matthías Vilhjálmsson var ekki í leik-
mannahópi Rosenborg.
Ranheim – Sandefjord .............................1:1
Emil Pálsson lék allan leikinn fyrir Sand-
efjord.
Brann – Sarpsborg .................................. 2:0
Orri S. Ómarsson var ekki með Sarpsb..
Strömsgodset – Start .............................. 1:1
Aron Sigurðarson kom inn á sem vara-
maður á 73. mín., hjá Start. Guðmundur
Andri Tryggvason var ekki í leikmannhópn-
um.
Vålerenga – Tromsö .................................3:0
Samúel Kári Friðjónsson var á meðal
varamanna Vålerenga í leiknum.
B-deild:
Tromsdalen – Aalesund .......................... 2:2
Hólmbert Aron Friðjónsson og Adam
Örn Arnar léku allan leikinn fyrir Aalesund,
Aron Elís Þrándarson lék með fyrstu 80
mín., Daníel Grétarsson var ekki í hópnum.
A-deild kvenna:
Sandviken – Röa ........................................5:3
Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan
leikinn fyrir Röa og skoraði eitt mark.
Lilleström – Arna-Björnar.......................2:0
Sigríður Lára Garðarsdóttir kom inn á
sem varamaður hjá Lilleström á 74. mín.
Bandaríkin
Sky Blue – Utah Royals ............................2:2
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn fyrir Utah Royals.
Færeyjar
HB – TB/FCS/Royn..................................4:0
Grétar Snær Gunnarsson og Brynjar
Hlöðversson léku allan leikinn fyrir HB.
Heimir Guðjónsson þjálfar liðið.
Pape Mamadou Faye leikur með TB.
KNATTSPYRNA
Í GRINDAVÍK
Guðjón Þór Ólafsson
gudjon@mbl.is
Áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn
í Grindavík í gærkvöld. Bæði lið fengu
fullt af færum og hefðu mörkin hæg-
lega getað verið fleiri en fjögur.
Stærstan hluta leiksins lá Grindavík
aftarlega á vellinum með fimm manna
varnarlínu og leyfði Stjörnunni að
hafa boltann. Þegar þeir unnu boltann
geystust þeir síðan fram völlinn með
marga menn og leituðust við að kom-
ast í svæðin sem Stjarnan skildi eftir
sig. Þetta leikplan Grindavíkur gekk
ljómandi vel upp. Aron Jóhannsson
braut ísinn fyrir Grindavík á 39. mín-
útu með skoti af stuttu færi eftir fyr-
irgjöf frá Eliasi Tambruni.
Þrátt fyrir að Stjarnan hafi oft spil-
að betur fékk liðið sín færi og var að
venju hættulegt í föstum leikatriðum.
Úr einu slíku kom jöfnunarmark
Stjörnunnar en á 57. mínútu átti
Hilmar Árni firnafast skot úr auka-
spyrnu af 30 metra færi sem endaði í
stönginni og þaðan af Kristijan Jajala
og í markið.
Eftir jöfnunarmark Stjörnunnar
sóttu bæði lið af krafti. Lokamín-
úturnar voru æsilegar. Á 85 mínútu
var Grindavík við það að sleppa í gegn
en slæm ákvarðanataka René Joen-
sen varð til þess að Stjarnan komst í
skyndisókn sem endaði með marki frá
Guðjóni Baldvinssyni. Allt stefndi í
sigur Stjörnunnar þangað til á 89.