Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 2
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Við sýndum miklu betri takta í dag
en gegn Belgíu í síðasta leik. Við
lögðum áherslu á það, í aðdraganda
leiksins, að æfa uppspilið betur og
mér fannst það takast vel og þetta
var mikil bæting hjá liðinu frá leikn-
um gegn Belgum,“ sagði Thelma
Dögg Grétarsdóttir, leikmaður ís-
lenska kvennalandsliðsins í blaki í
samtali við Morgunblaðið í Digra-
nesi í gær eftir 3:0-tap liðsins gegn
Slóveníu í undankeppni EM.
„Við ætluðum okkur að standa í
Slóvenunum og gefa þeim alvöru-
leik og það sama er upp á ten-
ingnum með Ísrael sem við eigum í
næsta leik. Þær tapa líka 3:0 á móti
Slóveníu og núna er bara að fara til
Ísraels og gefa allt í þetta.“
Íslenska liðið spilaði mjög vel í
fyrstu og annarri hrinu og leiddi til
að mynda með 4 stigum, 17:13 í
fyrstu hrinunni en henni lauk með
25:18-sigri slóvenska liðsins. Þá
ákvað þjálfari slóvenska liðsins að
taka leikhlé og eftir það datt botn-
inn aðeins úr þessu hjá íslenska lið-
inu. Það sama var upp á teningnum í
annarri hrinu en íslenska liðið hélt
vel í við Slóvenana, þangað til líða
fór á hrinuna sem lauk að lokum
með 25:16-sigri Slóvena.
Munu gefa allt í þetta
„Við ræddum það okkar á milli í
leiknum að við værum að spila mjög
vel, hálfa hrinuna en svo einhvern
veginn datt botninn úr þessu hjá
okkur og það vantaði aðeins upp á
að klára hrinurnar betur. Við vor-
um búnar að fara vel yfir Slóvenana
og það var í raun ekkert sem kom
okkur á óvart í þeirra leik og ég er
mest svekkt yfir að hafa ekki tekið
eina til tvær hrinur á móti þeim því
við áttum góða möguleika á því, sér-
staklega miðað við það hvernig leik-
urinn spilaðist.“
Íslenska liðið mætir Ísrael ytra á
miðvikudaginn í undankeppni EM
og Thelma segir að hún og stelp-
urnar séu staðráðnar í því að gera
betur.
„Það er erfitt að setja fingur á
það hvað það er sem veldur því að
við náum ekki að klára hrinurnar
betur en það var hins vegar mikill
munur á leiknum núna í dag og
gegn Belgum á síðasta miðvikudag.
Ég held hreint út sagt að við áttum
okkur ekki á því hversu mikinn séns
við eigum á móti þessum liðum. Við
gleymum stundum hversu sterkar
við erum því við erum með öflugt lið
og eigum að geta keyrt betur á þessi
lið,“ sagði Thelma ennfremur í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Gleymum því stundum
hvað við getum“
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
BLAK
Bjarni Helgason
bjarni@mbl.is
Ákveðin skynsemi er lykillinn að ár-
angri sagði Hafsteinn Valdimarsson,
fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í
blaki, í samtali við Morgunblaðið í
Digranesi í gær eftir 3:0 tap liðsins
gegn Moldóva í undankeppni EM í
gær. Íslenska liðið var lengi í gang og
tapaði fyrstu tveimur hrinunum,
25:12 og 25:11, en í þriðju og síðustu
hrinunni voru strákarnir óheppnir að
tapa eftir að hafa leitt nánast alla
hrinuna sem lauk með 25:22-sigri
Moldóva.
„Ég er fyrst og fremst svekktur að
hafa byrjað leikinn svona illa. Eins
hefði ég viljað klára þessa þriðju og
síðustu hrinu, við vorum inni í henni
allan tímann og þetta var okkar lang-
besta hrina í leiknum. Það er þess
vegna svekkjandi að hafa ekki náð að
klára hana undir restina. Við vorum
ekki nægilega góðir í fyrstu tveimur
hrinunum, svo einfalt er það. Við
skulduðum öllum þeim áhorfendum,
sem mættu í Digranesið, alvöruspila-
mennsku. Markmiðið var auðvitað að
ná þessu í fjórar eða fimm hrinur en
við náðum ekki að klára þetta í lokin
því miður,“ sagði Hafsteinn.
Strákarnir töpuðu ytra fyrir Sló-
vakíu í Nítra á miðvikudaginn síð-
asta, 3:0, en Slóvakar eru sterkasta
liðið í riðlinum. Hafsteinn er hins
vegar ánægður með stígandann í lið-
inu.
Margir að stíga fyrstu skrefin
„Það er stígandi í þessu hjá okkur
en við erum ennþá að vinna í því sem
þjálfarinn hefur verið að leggja
áherslu á. Leikurinn í dag var ekki
ósvipaður leiknum í Nítra í Slóvakíu
á miðvikudaginn síðasta. Það er stutt
á milli leikja og við breyttum í sjálfu
sér ekki miklu á milli þessara tveggja
leikja. Núna þurfum við einfaldlega
að halda áfram að byggja ofan á það
góða sem við höfum verið að gera en
það sem við þurfum helst að laga er
að ná að spila góðan leik, allan tím-
ann, ekki bara hálfan.“
Margir leikmenn í íslenska lands-
liðinu eru að stíga sín fyrstu skref
með liðinu og viðurkennir Hafsteinn
að það hafi verið smá stress í mönn-
um í Digranesinu í gær, til að byrja
með.
„Það gæti vel verið að spennustig-
ið væri kannski of hátt. Ég get að
sjálfsögðu ekki talað fyrir alla í liðinu
en mér sýndist það svona á mönnum
að það væri kannski smá stress í
byrjun. Það eru margir leikmenn að
stíga sín fyrstu skref með landslið-
inu. Þeir voru að spila í fyrsta sinn á
heimavelli í dag, fyrir framan fjöl-
skyldur og vini, og það getur stund-
um verið erfitt til að byrja með. Við
munum hins vegar læra af þessum
leik og þetta fer í reynslubankann.“
Liðið mætir Svartfjallandi ytra í
Topolica, á miðvikudaginn næsta, og
vonast Hafsteinn til þess að íslenska
liðið geti gefið Svartfellingum alvöru-
leik.
Stefnan sett á
raunhæf markmið
„Markmiðið fyrir leikinn gegn
Svartfjallalandi er að spila þrjár góð-
ar hrinur. Við vitum það fyrirfram að
þessi lið sem við erum að mæta eru
öll mjög sterk. Það væri gaman að
vinna eina til tvær hrinur og auðvitað
leikinn sjálfan, ef út í það er farið, en
það er kannski ekki raunhæft mark-
mið eins og staðan er í dag. Við vilj-
um fyrst og fremst gefa Svartfell-
ingum alvöruleik og það er
aðalmarkmiðið okkar.“
Íslenska liðið er lágvaxnara en
andstæðingarnir í undankeppninni
og segir Hafsteinn að íslenska liðið
þurfi að beita öðrum brögðum til
þess að gefa mótherjum sínum al-
vöruleiki.
„Við reynum fyrst og fremst að
vera klárari en andstæðingar okkar.
Ef við erum í erfiðri stöðu þá reynum
við sem dæmi að koma boltanum á
uppspilarann okkar svo við náum
tveimur mönnum í blokk. Þetta er
sem dæmi eitt af þeim atriðum sem
við erum að leggja áherslu á og reyna
að venja okkur á,“ sagði Hafsteinn
Valdimarsson ennfremur í samtali
við Morgunblaðið.
Þurfa að vera klárari en
ógnarsterkir andstæðingar
Fyrsti leikur á heimavelli reyndist erfiður Íslenska liðið of lengi í gang
Morgunblaðið/Valli
Hávörn Íslenska liðinu gekk oft á tíðum erfiðlega að koma boltanum framhjá hávöxnu liði Moldóva.
Björn Bergmann Sigurðsson var í
lykilhlutverki er Rostov vann 4:0-
stórsigur á Jenisei í rússnesku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.
Björn Bergmann skoraði fyrstu tvö
mörk Rostov, á 31. og 35. mínútu, áður
en hann var tekinn af velli á þeirri 77.
Rostov er því aftur komið á sigurbraut
eftir tap í síðasta leik en liðið hefur nú
unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum
tímabilsins og er í 4. sæti með níu
stig.
Andri Rúnar Bjarnason var á skot-
skónum fyrir Helsingborg í 2:0-sigri á
Landskrona í sænsku B-deildinni í
knattspyrnu í gær. Andri var í byrj-
unarliði Helsingborg og spilaði í 74.
mínútur en hann kom heimamönnum í
1:0 á 24. mínútu með áttunda deild-
armarki sínu á tímabilinu.
Möguleikar Gunnhildar Yrsu Jóns-
dóttur og samherja hennar í Utah Ro-
yals um að komast í fjögurra liða úr-
slitakeppnina um bandaríska
meistaratitilinn dvínuðu í fyrra-
kvöldþegar liðið gerði jafntefli við Sky
Blue á útivelli, 2:2.
Með sigri hefði Utah náð Chicago Red
Stars að stigum í fjórða sætinu en Chi-
cago er með 31 stig og á þrjá leiki eftir,
Orlando Pride er með 30 stig og á þrjá
leiki eftir, Utah 29 stig og tvo leiki eftir
og Houston Dash 29 stig og þrjá leiki
eftir. Þessi fjögur lið berjast um eitt til
tvö sæti í úrslitum ásamt Portland
Thorns sem er í
þriðja sæti með 33
stig og á þrjá leiki
eftir.
Gunnhildur lék að
vanda allan leikinn
með Utah en hún
hefur verið í byrj-
unarliði í öllum 22
leikjum liðsins,
hefur aldrei verið
skipt af velli, og
er því búin að
spila hverja ein-
ustu mínútu á
tímabilinu.
Eitt
ogannað
Morgunblaðið/Valli
Fögnuður Stelpurnar fóru mjög vel af stað gegn Slóveníu í Digranesi í gær
og voru óheppnar að vinna ekki fyrstu hrinuna eftir að hafa leitt lengi vel.