Morgunblaðið - 20.08.2018, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2018
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Brighton tók á móti Manchester
United í annarri umferð ensku úr-
valsdeildarinnar í knattspyrnu í gær
þar sem heimamenn unnu óvæntan
sigur, 3:2. United-menn litu alls ekki
vel út í leiknum og gefa lokatölur
leiksins í raun ekki rétta mynd af því
hvernig leikurinn spilaðist. Mið-
verður Manchester United í leikn-
um, þeir Eric Bailly og Victor Linfe-
löf, áttu afleitan dag. Lindelöf snéri
sér í nokkra hringi þegar hann
reyndi að dekka Glenn Murray sem
kom Brighton yfir á 25. Mínútu.
Sahane Duffy bættu öðru marki við,
tveimur mínútum síðar, eftir barn-
ing í teignum en Romelu Lukaku
minnkaði muninn fyrir gestina á 34.
mínútu með skalla eftir fyrirgjöf
Luke Shaw.
Pascal Groß skoraði þriðja mark
Brighton á 44. mínútu eftir að Eric
Bailly ákvað að taka Groß niður, inn-
an vítateigs og það var svo Paul
Pogba sem klóraði í bakkann fyrir
United með marki úr vítaspyrnu í
uppbótartíma sem Marouane Fel-
laini hafði fiskað eftir að hann kom
inn á sem varamaður. José Mour-
inho, knattspyrnustjóri Manchester
United, hafði orð á því eftir leikinn
að leikmenn liðsins hefðu ekki gert
smávægileg mistök. Þeir hefðu gert
stór mistök og átti þar hann við mið-
verði liðsins sem litu ekki vel út í
gær.
Mourinho var að vonum hundfúll
með úrslitin enda áttu leikmenn
hans ekkert skilið út úr leiknum en
United er nú í tíunda sæti deild-
arinnar með 3 stig og var þetta ef-
laust ekki byrjunin sem Portúgalinn
hafði vonast eftir.
City til alls líklegt
Manchester City hélt uppteknum
hætti frá því á síðustu leiktíð og tók
Huddersfield í kennslustund á Eti-
had-vellinum í Manchester í gær þar
sem Englandsmeistararnir fóru með
sigur af hólmi, 6:1. Það var ljóst frá
fyrstu mínútu að leikmenn City ætl-
uðu sér ekki að slaka á í leiknum,
þrátt fyrir að hafa verið komnir með
3:0-forystu eftir rúmlega hálftíma
leik. Jon Stankovic minnkaði mun-
inn fyrir Huddersfield á 43. mínútu
en David Silva skoraði fjórða mark
City með glæsilegu skoti, beint úr
aukaspyrnu, í upphafi síðari hálf-
leiks.
City hélt áfram að þjarma að gest-
unum og Sergio Agüero fullkomnaði
þrennuna á 75. mínútu þegar hann
afgreiddi frábæra fyrirgjöf Benjam-
in Mendy í fjærhornið. Terence
Kongolo varð svo fyrir því óláni að
skora sjálfsmark á 84. mínútu eftir
laglegan undirbúning Leroy Sané.
Sigur City var síst of stór því leik-
menn liðsins fengu hvert dauðafærið
á fætur öðru í leiknum. Ben Hamer,
markmaður Huddersfield, átti ekki
góðan leik í gær og þetta er eflaust
leikur sem markmaðurinn vill
gleyma sem fyrst en hann gaf City-
mönnum allavega tvö mörk í gær
með eigin klaufaskap og vitleys-
isgangi.
City lítur hrikalega vel út og það
verður verðugt verkefni fyrir önnur
lið í deildinni að reyna stoppa þá.
Liðið virkar heilsteyptara en í fyrra,
ef það er þá hægt, og fjarvera Kevin
De Bruyne virtist hafa lítil áhrif á
liðið í gær en hann var besti leik-
maður liðsins á síðustu leiktíð. Hann
verður frá í þrjá mánuði vegna
meiðsla á hné en ef City heldur upp-
teknum hætti verður að teljast ólík-
legt að þeir muni sakna hans.
Sarri vann nýliðaslaginn
Á laugardaginn tók Chelsea á
móti Arsenal á Stamford Bridge í
Lundúnum þar sem heimamenn fóru
með sigur af hólmi, 3:2. Bæði lið eru
með nýja knattspyrnustjóra í brúnni
en Unai Emery tók við Arsenal af
Arséne Wenger í vor og Marizio
Sarri tók stjórnartaumunum af Ant-
onio Conte í sumar.
Leikurinn einkenndist af slökum
varnarleik beggja liða en leikmenn
Arsenal naga sig eflaust í handabök-
in fyrir að hafa ekki farið með alla-
vega stig af Brúnni í gær. Þeir fengu
þrjú algjör dauðafæri í leiknum og
þegar menn fá háar fjárhæðir, fyrir
það eitt að spila knattspyrnu, þá
eiga leikmenn að klára sín færi.
Arsenal er án stiga eftir fyrstu tvo
leikina en það skal tekið fram að lið-
ið hefur nú mætt bæði Chelsea og
Manchester City í fyrstu tveimur
leikjum sínum. Maurizio Sarri er
hins vegar að gera flotta hluti og er
Chelsea með fullt hús stiga eftir
fyrstu tvær umferðirnar.
Frábær frammistaða Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson var svo frá-
bær í 2:1-sigri Everton á Southamp-
ton á Goodison Park á laugardaginn
en hann spilaði allan leikinn fyrir
heimamenn og fékk meðal annars 8 í
einkunn frá Sky Sports fyrir
frammistöðu sína í leiknum.
Þá hélt Tottenham áfram að safna
stigum í pokann en liðið vann 3:1-
sigur á nýliðum Fulham þar sem
Harry Kane lyfti ágústbölvuninni og
skoraði þriðja mark liðsins í leikn-
um. Tottenham er með fullt hús
stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar,
líkt og City og Chelsea, en liðið fær
alvöru leik í næstu umferð þegar
Tottenham sækir Manchester Unit-
ed heim á Old Trafford.
AFP
Ást Sergio Agüero skoraði þrennu í gær og fékk koss að launum frá knattspyrnustjóra sínum, Pep Guardiola.
City flaug hátt á meðan
United missteig sig illa
Chelsea vann Lundúnaslaginn Gylfi Þór í lykilhlutverki í sigri Everton
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
ÍA og HK eru með gott forskot á
toppi Inkasso-deildar karla í knatt-
spyrnu eftir leiki helgarinnar í 17.
umferð deildarinnar. Umferðinni
lýkur í dag þegar Víkingur Ólafsvík
fær Þrótt Reykjavík í heimsókn og
verða Ólsarar að vinna þann leik,
ætli þeir sér að halda í við toppliðin.
Skagamenn unnu 2:0-sigur á ÍR í
Breiðholtinu á laugardaginn þar
sem Stefán Teitur Þórðarson hélt
uppteknum hætti í markaskorun og
gestunum yfir á 25. mínútu. Jeppe
Hansen tvöfaldaði svo forystu ÍA á
73. mínútu og fleiri urðu mörkin
ekki, þrátt fyrir mikla yfirburði
Skagamanna.
Skagamenn eru nú í efsta sæti
deildarinnar með 39 stig þegar
fimm umferðir eru eftir af mótinu
og það verður að teljast stórslys ef
liðið fer ekki upp um deild úr
þessu.
HK fékk svo Þór í heimsókn í
Kórinn þar sem heimamenn klár-
uðu leikinn í fyrri hálfleik en leikn-
um lauk með 4:1-sigri HK. Brynjar
Jónsson kom heimamönnum yfir á
5. mínútu og Zeiko Lewis bætti við
tveimur mörkum til viðbótar á 17.
mínútu og 37. mínútu.
Brynjar var svo aftur á ferðinni á
57. mínútu áður en Jóhann Helgi
Hannesson klóraði í bakkann fyrir
gestina í uppbótartíma. HK-ingar
eru í öðru sæti deildarinnar með 38
stig, einu stigi minna en Skaga-
menn, og hafa þeir nú fimm stiga
forskot á Þórsara sem eru í þriðja
sætinu.
Ólafsvíkurvíkingar geta brúað
bilið á HK í 3 stig með sigri í kvöld,
en fari svo að þeir tapi stigum gegn
Þrótturum þá verða þeir 6 til 5 stig-
um á eftir HK og gæti það reynst
of þungur biti að kyngja.
Þá er baráttan á botni deild-
arinnar afar hörð en Magni og
Haukar eru í fallsætum með 12 og
14 stig. Liðin sem eru í fallsæti
þessa stundina geta hins vegar
huggað sig við þá staðreynd að það
er mjög stutt í næstu lið en Leiknir
Reykjavík, sem er í sjöunda sæti
deildarinnar, er með 18 stig. Töl-
fræðilega eru því ennþá átta lið í
deildinni sem geta enn fallið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pressa Ejub Purisevic, þjálfari
Ólafsvíkinga, þarf sigur í kvöld.
ÍA og HK á leiðinni upp í úrvalsdeild
Átta lið geta ennþá fallið Allt undir hjá Ólafsvíkingum
England
Everton – Southampton ............................ 2:1
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyr-
ir Everton.
Burnley – Watford ..................................... 1:3
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leik-
inn fyrir Burnley.
Cardiff – Newcastle ................................... 0:0
Aron Einar Gunnarsson lék ekki með
Cardiff vegna meiðsla.
Brighton – Manch.Utd ................................3:2
Manch.City – Huddersfield ........................6:1
Chelsea – Arsenal ........................................3:2
Leicester – Wolves.......................................2:0
Tottenham – Fulham...................................3:1
West Ham – Bournemouth.........................1:2
Staðan:
Manch.City 2 2 0 0 8:1 6
Chelsea 2 2 0 0 6:2 6
Watford 2 2 0 0 5:1 6
Tottenham 2 2 0 0 5:2 6
Bournemouth 2 2 0 0 4:1 6
Everton 2 1 1 0 4:3 4
Liverpool 1 1 0 0 4:0 3
Cr. Palace 1 1 0 0 2:0 3
Leicester 2 1 0 1 3:2 3
Manch.Utd 2 1 0 1 4:4 3
Brighton 2 1 0 1 3:4 3
Newcastle 2 0 1 1 1:2 1
Southampton 2 0 1 1 1:2 1
Wolves 2 0 1 1 2:4 1
Burnley 2 0 1 1 1:3 1
Cardiff 2 0 1 1 0:2 1
Arsenal 2 0 0 2 2:5 0
Fulham 2 0 0 2 1:5 0
West Ham 2 0 0 2 1:6 0
Huddersfield 2 0 0 2 1:9 0
B-deild:
Reading – Bolton ........................................ 0:1
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem vara-
maður hjá Reading á 73. mín.
Ipswich – Aston Villa................................. 1:1
Birkir Bjarnason. lék fyrstu 64 mínúturn-
ar fyrir Aston Villa.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 1. umferð:
Oberhausen – Sandhausen ....................... 0:6
Rúrik Gíslason var ekki með Sandh.
Steinbach – Augsburg................................1:2
Alfreð Finnbogason var ekki með Augs-
burg.
Worms – Werder Bremen..........................1:6
Aron Jóhannsson var ekki með Bremen.
Spánn
Barcelona – Deportivo Alaves....................3:0
Real Madrid – Getafe ................................. 2:0
B-deild:
Real Oviedo – Extremadura .................... 2:0
Diego Jóhannesson lék ekki með Oviedo.
Frakkland
Dijon – Nantes .............................................2:0
Rúnar A.Rúnarsson stóð í marki Dijon.
Kolbeinn Sigþórs. var ekki með Nantes.
Rússland
Rostov – Jenisei ..........................................4:0
Björn B. Sigurðarson lék í 77 mín., með
Rostov og skoraði 2 mörk. Sverrir Ingi Inga-
son og Ragnar Sigurðsson léku með Rostov
frá upphafi til enda leiksins.
CSKA Moskva – Arsenal Tula.................. 3:0
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn fyrir CSKA.
Krasnodar – Spartak Moskva ...................0:1
Jón Guðni Fjóluson var varamaður hjá
Krasnodar.
Holland
FC Emmen – AZ Alkmaar ....................... 1:4
Albert Guðmundsson kom inn á sem vara-
maður hjá AZ á 65.mínútu.
PSV – Excelsior ......................................... 3:0
Elías Már Ómarsson lék fyrstu 76. mín-
útu leiksins fyrir Exelsior og Mikael And-
erson lék í 86 mínútur.
Belgía
Lokeren – Standard ...................................0:3
Ari Freyr Skúlason var allan leikinn á
varamannabekknum hjá Lokeren. Arnar
Þór Viðarsson er aðstoðarþjálfari.
Tyrkland
B-deild:
Altinordu – Genclerbirligi ....................... 1:2
Kári Árnason lék ekki með Genclerbirligi.
Pólland
Jagiellonia – Piast Gliwice........................ 2:1
Böðvar Böðvarsson var á meðal vara-
manna Jagiellonia allan leikinn.
Ungverjaland
Ferencváros – Paks ....................................1:1
Kjartan Henry Finnbogason kom inn á
sem varamaður á 70. mín. hjá Ferencváros.
Aserbaídsjan
Sebail – Qarabag ........................................ 0:2
Hannes Þór Halldórsson var á meðal
varamanna Qarabag allan leikinn.
Danmörk
AGF – FC Köbenhavn ................................1:1
Björn Sverrisson var varamaður hjá
AGF.
Bröndby – Esbjerg .................................... 0:1
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby.
Nordsjælland – Vejle ................................ 2:0
Felix Örn Friðriksson var á meðal vara-
manna Vejle allan leikinn.
KNATTSPYRNA