Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2018, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 19.10.2018, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ® DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING AÐ AFTAN. STAÐALBÚNAÐUR MA: LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI OG KÆLING Í SÆTUM, HITI Í STÝRI, RAFDRIFINN AFTURHLERI, ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI O.M.FL. AUKAHLUTIR Á MYND DRÁTTARKRÓKAR AÐ FRAMAN. ® JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK® jeep.is JEEP 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU Samgöngumál Bæjarfulltrúar á Akureyri eru vonsviknir yfir því að í  samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar sé mikilvægi upp- byggingar flugvallarins á Akureyri hunsað. „Það samræmist hvorki byggða- stefnu stjórnvalda né umræðu um mikilvægi þess að dreifa ferða- mönnum um landið,“ segir í áskorun bæjarfulltrúa til ríkisstjórnarinnar. Forsvarsmenn meirihluta bæjar- stjórnar fóru á fund samgönguráð- herra í vikunni þar sem þessum til- mælum var komið til skila. Hvöttu fulltrúar bæjarins til þess að lokið yrði við eigendastefnu Isavia. Bæta þyrfti flugvöllinn nyrðra. Ekki er gert ráð fyrir neinni upp- byggingu flugvallarins eða flughlaðs í samgönguáætlun til næstu fimm ára. – sa Ósáttir við skarðan hlut Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra. FréttablaðIð/ErnIr garðabær Forsvarsmenn íþrótta- félagsins Stjörnunnar hafa sent bæjaryfirvöldum í Garðabæ erindi þar sem óskað er eftir því að ráðist verði í framkvæmdir við að koma upp vökvunarkerfi á Samsung vell- inum. Til stóð að setja vökvunarkerfi meðfram vellinum þegar skipt var um gervigras í vor. Samkvæmt erindi framkvæmdastjóra Stjörn- unnar tókst ekki að koma því í framkvæmd vegna tímahraks. Þó hafi verið gert ráð fyrir fjármagni í þá framkvæmd. Ása Inga Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UMF Stjörnunnar, segir í erindi sínu að félagið hafi kynnt sér hvernig þessum málum sé háttað hjá bæði Valsmönnum og á nýjum Fylkisvelli. „Er ljóst að það kerfi sem er nýtt á Fylkisvelli gæti vel gengið á Sam- sung vellinum okkar hér í Garðabæ, einnig með tilliti til vatnsmagns o.fl. þátta.“ Hvetur félagið bæjaryfirvöld til að halda framkvæmdinni áfram eins og til stóð. „Áætlað er að kerfi sambærilegt og á Fylkisvelli kosti í kringum 10 milljónir,“ segir að lokum í erindi Stjörnunnar. – smj Stjarnan vill tíu milljónir úr bæjarsjóði til að vökva gervigrasið nýtt gervigras var lagt á Samsung völlinn í vor en þá gafst ekki tími til að koma upp vökvunarkerfi fyrir völlinn. FréttablaðIð/ErnIr rEYKJaVÍK Engir skriflegir verk- samningar liggja til grundvallar framkvæmd við uppbyggingu og endurnýjun braggans við Naut- hólsvík 100 og aðeins eru til í einu tilviki gögn sem sýna fram á að samanburðartilboða hafi verið leitað. Verkið fór aldrei í formlegt innkaupaferli heldur var samn- ingum komið á með munnlegum hætti. Þetta kemur fram í áliti borgar- lögmanns á fylgni við innkaupa- reglur við gerð samninga um bragg- ann. Kostnaður við hann stendur nú í tæplega þrefalt hærri upphæð en upphafleg kostnaðaráætlun, í kringum 150 milljónir króna, gerði ráð fyrir. Í álitinu kemur fram að verkið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup en hins vegar hafi innkaupareglur Reykjavíkurborgar voru þverbrotnar. Samkvæmt innkaupareglum borgarinnar er skylt að viðhafa inn- kaupaferli ef áætluð samningsfjár- hæð er yfir 28 milljónum króna. Þó upphæð nái ekki útboðsfjárhæð er opinberum aðilum skylt að viðhafa samkeppni við innkaup, til dæmis með verðfyrirspurn meðal mögu- legra þjónustuveitenda eða birgja. Í máli braggans var það aðeins einu sinni gert en sú fyrirspurn sneri að innkaupum á flísum. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins á fundi innkauparáðs er vikið að svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 2. október. „Ég ítreka það að það sem kom fram, að það hafi verið farið í verðfyrirspurnir en ekki útboð, það er það sem hefur komið fram í umfjöllun um málið.“ Í bókun fulltrúa meirihlutans segir að skrifstofa eigna og atvinnu- þróunar (SEA) hafi haldið því fram við borgarstjóra og aðra kjörna full- trúa að notast hafi verið við verð- fyrirspurnir í verkefninu. Erfitt sé fyrir kjörna fulltrúa að ganga út frá öðru en að slíkt sé rétt. Álit borgarlögmanns var lagt fram á fundi innkauparáðs borgar- innar í gær. Innkauparáð óskaði eftir því að álitið yrði unnið á fundi eftir fund þess 18. ágúst 2017. Ekki tókst að skila því fyrr en nú þar sem SEA veitti borgarlögmanni ekki tilskilin gögn til að unnt væri að vinna álitið. Beiðni um afhendingu gagnanna var ítrekuð í september, nóvember og desember í fyrra og aftur í janúar, febrúar, mars, maí, ágúst, september og október þessa árs. Ekki liggur fyrir hvers vegna það tók SEA svo langan tíma að svara erindinu. „Fengust svör [frá SEA þann 24. maí 2018] í tölvupósti að leggja þyrfti lokahönd á minnisblað sem yrði klárað eftir helgi og að síðan yrði samantekt unnin úr upp- lýsingum SEA um kostnað. Hvor- ugt barst og var sú beiðni ítrekuð 14. ágúst 2018. Þeirri beiðni svaraði verkefnastjóri SEA með tölvupósti 16.  ágúst og kvaðst koma með gögnin í næstu viku,“ segir í áliti borgarlögmanns. Minnisblaðið lá fyrir um miðjan september. Ekki náðist í Óla Jón Hertervig, deildarstjóra SEA, eða Guðlaugu S. Sigurðardóttur, fjármálastjóra SEA, þrátt fyrir tilraunir þess efnis. joli@frettabladid.is Aðeins ein verðfyrirspurn og samningarnir allir munnlegir Borgarlögmaður segir að innkaupareglur borgarinnar hafi verið þverbrotnar í Braggamálinu. Gerð álits borgarlögmanns tók fjórtán mánuði sökum þess að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar borgarinnar veitti embættinu ekki þau gögn sem þurfti til að vinna álitið. Opinberum aðilum ber að viðhafa samkeppni. Þó útboðsskylda myndist ekki ber sveitarfélögum að viðhafa samkeppni með verðfyrirspurnum. FréttablaðIð/antOn brInK 1 9 . o K t ó b E r 2 0 1 8 F ö S t u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 F -9 1 6 8 2 1 1 F -9 0 2 C 2 1 1 F -8 E F 0 2 1 1 F -8 D B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.