Fréttablaðið - 19.10.2018, Síða 28
Ef fólk nær ekki
þeim árangri sem
við viljum innan okkar
veggja er það ekki skilið
eftir í sömu sporum og
það kom til okkar. Við
teljum mikilvægt að geta
vísað fólki í rétta átt innan
heilbrigðiskerfisins.
Magni Bernhardsson, framkvæmdastjóri Kírópraktorstofu Íslands. Mynd/Golli
Þegar ég kom heim úr námi og stofnaði stofuna, kom aldrei neitt annað til greina en að
reyna að komast í þverfaglegt
samstarf við aðra aðila í heil
brigðisgeiranum,“ segir Magni sem
stofnaði Kírópraktorstofu Íslands
árið 2010. Hún hefur frá upphafi
verið í Sporthúsinu sem Magni
telur afar stóran kost.
Magni starfaði sem einkaþjálfari
í tíu ár. „Svo fór ég í viðskiptafræði
en uppgötvaði fljótlega að mig
langaði ekkert að vinna í banka. Ég
ákvað því að fara í kírópraktors
námið því mér fannst það vera í
miklu meiri tengslum við það sem
ég kunni,“ segir Magni sem kláraði
fyrst BS og svo doktorspróf í kíró
praktík frá Bandaríkjunum. Mikið
vatn hefur runnið til sjávar síðan
Magni kom heim úr námi. „Stéttin
hefur tvöfaldast og von er á enn
meiri fjölgun. Þá hefur viðhorf til
greinarinnar breyst gríðarlega til
batnaðar. Kannski má rekja það
til þess að við vorum fyrsta stofan
sem tók upp stafræna röntgen
tækni og svo held ég að fólk kunni
að meta þá ákvörðun okkar að fara
í þverfaglegt samstarf með sjúkra
þjálfurum og íþróttafræðingum
hér í Sporthúsinu.“
En hvernig virkar þetta samstarf?
„Þegar fólk kemur til okkar
fer það í heilsufarsviðtal og við
skoðum hvort vandamál þess
sé eitthvað sem við getum átt
við. Teknar eru stafrænar rönt
genmyndir ef þörf er á og gerðar
hreyfi og styrktargreiningar. Við
hefjum meðferð ef við teljum hana
henta og oftast gengur það vel. Ef
við hins vegar sjáum, þegar við
erum farin af stað, að einhverra
hluta vegna skili meðferðin ekki
tilskildum árangri þá getum við
leitað til sjúkraþjálfara hinum
megin við ganginn, útskýrt okkar
niðurstöður og þeir taka við
boltanum. Ef fólk nær ekki þeim
árangri sem við viljum innan
okkar veggja er það því ekki skilið
eftir í sömu sporum og það kom
til okkar. Við teljum mikilvægt að
geta vísað fólki í rétta átt innan
heilbrigðiskerfisins, hvort sem
það er til bæklunarlækna, sem við
erum í mjög góðu samstarfi við, til
heimilislæknis eða sjúkraþjálfara.“
Magni segir mikilvægt að þeir
sem þjáist af stoðkerfiskvillum
geri æfingar, en það verði að vera
réttu æfingarnar. Þar kemur sér vel
að vera í Sporthúsinu. „Við getum
vísað á íþróttafræðinga eða þjálf
ara hjá Sporthús Gull. Fólk getur
fengið hjá okkur hreyfiseðil sem
gildir í mánuð í Sporthúsið endur
gjaldslaust. Það getur hitt þjálfara,
eða við förum sjálf með þeim og
sýnum þeim réttu æfingarnar sem
vinna gegn því meini sem hrjáir
viðkomandi.“
Sjö kírópraktorar eru á Kíró
praktorstofu Íslands, allir með
B.Sc.gráðu, mastersgráðu eða
doktorsgráðu í kírópraktík frá
viðurkenndum háskólum í Banda
ríkjunum eða Bretlandi. Auk þess
eru tveir þeirra einnig útskrifaðir
sjúkraþjálfarar. Magni er raunar
sjálfur hættur að hnykkja. „Ég
er skráður í ótímabundið leyfi.
Stærsta ástæðan er sú að ég hef
verið að berjast við sjúkdóm sem
heitir hrygggikt. Hryggurinn er
að stífna allur upp, hreyfigetan að
minnka og mikil bólga í líkam
anum. Ég hef fundið að það sem
hentar mér best er að blanda öllu
saman. Ég nota tækni sem sjúkra
þjálfarar kenna mér, er að láta
hnykkja mig öðru hverju og er í
vikulegum sprautum, allt í takt
við líkamann. Þetta hefur opnað
augu mín enn frekar fyrir því að
engir tveir eru eins. Þótt tilfellin
séu keimlík geta viðbrögð fólks
við meðferðum verið afar ólík.
Það þarf því að horfa á hvert tilfelli
fyrir sig.“
Þverfaglegt starf mikilvægt
Svartar baunir eru herramannsmatur sem innihalda hátt hlutfall af prótíni og
trefjum. Þær eru ódýrar og auðvelt
að nota í matreiðslu. Hægt er að
nota þær í alls konar rétti, svo sem
salöt, súpur, tacos, ídýfur, borgara,
pitsur, lasanja og margt fleira. Hér
er uppskrift að girnilegu sælkera
salati með svörtum baunum.
1 dós svartar baunir
2 msk. límónusafi
1 hvítlauksrif, smátt saxað
3 msk. ólífuolía
2 tómatar
1 avókadó
Mynta
3 msk. maísbaunir
Salt og pipar
Skolið baunirnar vel í köldu vatni
og látið þorna. Setjið límónusafa,
hvítlauk og ólífuolíu í skál og
hrærið vel saman. Setjið svörtu
baunirnar í stærri skál og dreifið
2 msk. af límónublöndunni
yfir. Skerið tómatana í báta og
avókadó í bita. Saxið myntuna.
Blandið öllu saman og bætið
maísbaunum við. Berið fram með
t.d. brauði.
Sælkerasalat með
svörtum baunum
Það er sáraeinfalt að útbúa þetta girnilega salat.
Hjá Kírópraktor
stofu Íslands
í Sporthúsinu
starfa sjö kíró
praktorar. Þar er
unnið þverfaglegt
starf með öðrum
heilbrigðisstétt
um og íþrótta
fræðingum. Það
er lykillinn að
því að bæta lífs
gæði og hámarka
árangur að mati
Magna Bern
hards sonar, kíró
praktors og fram
kvæmdastjóra.
Opnunartími: Mánudagur-Föstudags 08-20 | Laugardag 10-18 | Sunnudag 13-18
Suðurver - Stigahlíð 45-47
APÓTEKFARMASIA
8 KynninGARBlAÐ 1 9 . o K tó B e R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RBetRA lÍf
1
9
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
1
F
-9
B
4
8
2
1
1
F
-9
A
0
C
2
1
1
F
-9
8
D
0
2
1
1
F
-9
7
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K