Þróttur - 01.01.1918, Blaðsíða 5
ÞRÓTTUR
3
verið 334/5 sek. (1914), en lakasti 67
selt. (1917). í þessi átta ár, sem »Ný-
árssundið« hefir farið fram, hafa aðeins
þrír menn synt skriðsund, tveir hlið-
sund, en hinir allir bringusund. Þeir,
sem hafa notað nýrri sundaðferðirnar,
hafa náð beztum árangri; það er tími
til kominn, að nýárssundmenn athugi
þetta — Hættið að synda bringusund
á svona stuttum spretti! Þó að bringu-
sund sé bezta sundaðferð og sú vissasta
í sjávarháska og jafnvel þolsundum, þá
er það ekki eins ákjósanlegt á 50 stikna
spretti, — þá mun skriðsund halda bezt
á manni líkamshitanum — en það er
nauðsynlegt, svo menn geti notið sín
sem allra bezt.
H f. Sundskála- Guðm. landlæknir Björn-
félagið Grettir. gon sag5i [ ræðu sinni 4/i
— 1910, að sundskálafélagið Grettir
ætti að sjá um »Nýárssundið«, og að
sundið skyldi háð hvern nýársmorgun,
hvernig sem blæs og frýs. Það er eitt
tilskilið, að sjór sé auður við land. Því
er nú ver, að sundmönnum hefir ekki
farið sem bezt frarn, og mun það vera
því að kenna, að fáir (2) menn hafa
aðallega beitt sér fyrir þessari nýárs-
gleði. Frá félaginu hefir ekkert heyrst
síðustu árin, væri þó þörf á, að Sund-
skálinn yrði fluttur frá Skerjafirði sem
allra fyrst. Uppástungur hafa komið
um það, að fiytja ætti Sundskálann út
i örfiriseý sunnanverðu — og mun hann
þá vera í hæfilegri fjarlægð frá bænum.
Það er líka fleira er mælir með þvi,
að Sundskálinn verði fiuttur. — Eins
og bæjarmenn vita, þá er höfnin aðal-
endastöð sorpræsanna, og sjá víst flestir,
að ótækt er að láta nýárssundmenn
synda í forarpolli? því það má búast
við, að höfnin verði, ef ekkert er að-
gert. En þar sem að heilbrigði og
hreinlæti er lífsskilyrði þjóðanna, þá er
það varla sæmandi, að Nýárssundið fari
lengur fram hér við bryggjurnar.
Á bls 53 til 57 í »Leikreglum í. S. í «
má sjá, hvernig sundmót skulu háð, —
forstöðumenn »Nýárssundsins« ættu að
kynna sér þann kafla í Leikreglum
í. S. í.
Sundfélag Eins og allir Islendingar vita,
Reykjavikur er sun(j fornfræg íþrótt — og
ein sú allra merkasta. Er leitt að vita
að Reykjavíkurbúar hafa ekki gert
skyldu sína hvað sundíþróttinni viðvík-
ur. Hér í höfuðstað landsins er ekkert
sundfélag, og meðan svo er ekki, er
engin furða að sundíþróttin blómgist
ekki, og að færri kunna sund en þyrfti
að vera Vegna hvers haldið þið, að
svo fáir þreyti sundið? og að fáir eða
engir bætast við hópinn? Það kemur
alt af því sama — félagsleysi og áhuga-
leysi á sundíþróttinni. Sundmenn verða
líklega sex í dag er þreyta — en gætu
alveg eins verið sextíu — ef t. d. væri
keppt í flokkum — og að sundið færi
fram t. d 1. sumardag eða 1. vetrardag,
þegar veðráttan, jólavökurnar, svefn-
leysi og æfingaleysi hamla mönnum ekki
frá því að keppa.
Stofnum starfandi sundfélag hér í
bænum og það sem fyrst — og látum
það svo standa fyrir sundmótunum jafnt
fyrir konum sem karla — á heppileg-
asta tíma ársins.
Gleðilegt ár.
Bennó.
Skautahlaup.
Síðustu þrjú árin hefir, að kalla má,
enginn maður sézt hér á skautum. Það
eru allmikil umskifti á því sem áður
var, því að fyrir nokkrum árum voru
hér margir ágætis skautamenn og
skautahlaup tíðkuð af áhuga og kappi.
Um það munu skiftar skoðauir hverju
þessi afturkippur er að kenna og það