Þróttur - 01.01.1918, Síða 6

Þróttur - 01.01.1918, Síða 6
4 ÞRÓTTUR er víst að til þess eru margar ástæður, sem öllum eru kunnar. — Það sýnist svo sem Skautafélag Reykjavíkur ættí að vera iþróttinni sverð og skjöldur hér um slóðir. En það hefir reynst á annan veg. Síðustu árin hefir Skautafélagið verið i ökollaleik við veðráttuna. Fé- lagið hefir aldrei bært á sér fyrr en frost hefir haidist í langan tíma. Það er eins og það hafi beðið eftir að sjá hvort frost væri komið fyrir alvöru. Árangurinn verður því oftast sá að frostið er búið þegar Skautafélagið ætlar að fara að nota það. Þetta er fram- taksleysi og skortur á fyrirhyggju. Eg skal ekki ámæla dugnaði stjórnenda félagsins, en það verð eg að segja, að hann hefir lýst sér í öðru en þvi að út- vega mönnum gott skautasvell. Margir ámæla félaginu fyrir að það heldur dansleika. Slíkt ámæli er hin mesta fásinna. En hitt finst mér hvorki lofsvert né viðeigandi að hinu árlega starfi félagsins skuli frekar varið til dansleika en skautahlaupa. Vér höfum hér nóg af dansleikum, en vér höfum ekkert skautasvell. Skauta-ís verðum vér að fá, en hann fæst ekki með fram- takssemi Skautafélagsins meðan stjórn- endur þess eru valdir með það fyrir augum, að þeir geti stjórnað dansleikum, en ekkert hugsað um hvort þeir geti stjórnað félaginu á þess eigin verksviði, svo viðunandi sé. Það er ekki eingöngu skautafélagiðsem ætti að sjá mönnum fyrir skauta-ís. Það er annað fyrirtæki sem ber siðferðislega skyldu til þess. Það er bæjarstjórnin Als- staðar í heiminum annarsstaðar en hérna telja bæjarstjórnir sér skylt að leggja fram fé fyrir skautasvell handa almenningi. — Alsstaðar annarsstaðar en hérna eru það óskráð lög að bæjarstjórnir sjá börnum og unglingum fyrir skautasvelli allan veturinn, þegar nokkur tök eru á. Hér kemur mönnum ekki slíkt til hugar, eða þeir hyggja, að hér hafi börnin minni þörf á hreinu lofti og liollum hreyfingum en annarsstaðar i heiminum. Vér skulum ætla, að vor háttvirta bæjarstjórn sé nógu skilningsskýr og víðsýn til að sjá, að þetta er réttmæt krafa. En hún mun bera fyrir sig, að bæjarfélagið sé til þess of félítið. En það mun orka tvímælis, hvort það bæj- arfélag sé of fátækt til að leggja fram nokkur þúsund krónur til að efla hreysti hinnar uppvaxandi kynslóðar, sem hefir efni á að fleygja tugum þúsunda í fá- nýt eða arðlítil fyrirtæki. Konur og líkamsmenning, Allir vita að líkamsrækt og íþróttir hafa ætíð haft meira fylgi rneðal karla en kvenna, þó að engum dyljist að kon- um er engu siður þörf á en karlmönn- um að hafa heilbrigða sál og hraustan líkama. Uppeldi konunnar frá fyrstu tíð á að mestu sök á þessu skilnings- leysi og fálæti fyrir íþróttum. Karlmennina þurfti að herða til þess að þeir gætu staðist þrautir hernaðar og annara starfa er karlmensku þurfti til. Meðan drengjunum voru kendar íþróttir sátu stúlkurnar heima og lærðu að sauma. Þetta hefir haldist alt fram á vora daga. En nú er þetta smám saman að breytast. Nú er komið svo langt, að stúlkum er kend leikfimi í flestum ekólum. Það er ekki auðgert að fá konurnar til að taka upp nýja siðu nema þeir séu bornir fram á örm- um tizkunnar. Það var ekki fyrr en iþróttaiðkanir urðu einn þáttur tízkunn- ar að konur fengust til að snúa á þessa leið, sem er öruggasti vegurinn til heil- brigði og fegurðar. En sökum þess hversu skamt er síðan að konur tóku að gefa líkamsrækt nokk-

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.