Þróttur - 01.01.1918, Page 7

Þróttur - 01.01.1918, Page 7
ÞRÓTTUR urn gaum, bólar alstaðar meðal kvenna í öllum löndum, mjög á vanhyggju og skilningsskorti um stefnu iþrótta. Þeim hættir við að líta á þetta málefni eins og nýja flík sem tízkan hefir komið á framfæri. Um þetta hefir kona ritað nýlega í eitt stærsta íþróttablað íiorð- manna. Henni farast svo orð: »Konurnar vilja gera alt til þess að verja heilsuna. Hafi þær gengið fram og aftur um göturnar nokkurn tíma, eg tala ekki um ef þær hafa verið á sldð- um litla stund, þá eru þær innilega sannfærðar um að þær hafi í svipinn gert alt sem þarf til þess að verja sína dýrmætu heilsu. En þótt það sé efst á baugi hjá þeim, að verja heilsuna, þá finst þeim ekki nema sjálfsagt að borða alls konar sætindi milli máltíða, drekka mikið af sterku kaffi eða tei, hvenær sem er. — Þær fara á kvöldin í sam- kvæmi, snæða þar meira en þær hafa gott af, reykja óhemju af sigarrettum, dansa svo og spila Bridge langt fram á nótt. Þær geta ekki hugsað sér annað eins og það að ganga til vinnu sinnar á morgnana — að ganga! Þær nota sporvagnana, hitt er alt of mikið erfiði! Það er sagt að til þess að halda heilsu sé nauðsynlegt að hafa einfaldan kost, reglubundið líferni, hreinlæti og leik- fimi, helzt daglega. En þetta er of leið inlegt, segja þær allar. — Það er hé gómaskapur konunnar sem hér þarf að hjálpa til, þá verður það létt verk«. I einu stórblaði Bandaríkjanna var fyrir skömmu ritstjórnargrein sem vakti mikla athygli. Hún hét: Er hégóma- skapur konunnar nytsamlegur? Ritstjórinn gripur þar inn í þetta efni. Heldur hann því fram að öilum konum, á hvaða aldri sem þær eru, sé mjög ant um ytra útlit sitt. Honum finst að karlmennirnir ætti að vera stórhrifnir af þessu. I stað þess að vinna á móti hégómaskapnum ætti þeir að róa að því öllum árum að auka hann. Hvers 5 vegna? Vegna þess, að hégómaskapur- inn er bezti málsvari heilbrigðinnar hjá konunum. »Það er öllum ljóst, að engin kona getur haft fagran andlitslit, björt og tindrandi augu nema hún hafi góða heilsu. Verði konan vör við að hinn fagri andlitslitur hennar er að hverfa af of miklu sætinda áti, of mikilli kaffi- drykkju eða einhverju því líku, þá gætir hún strax hófs. Verði hún vör við að erfiður andardráttur og rauðir blettir á nefi og kinnum stafar af of þröngu lif- stykki, þá kýs hún strax að sýnast dá- lítið gildari og fá rauða blettinn til að hverfa. Sjái hún að hrukkur í andlit- inu, sljóleiki í augunum og aukinn hár- vöxtur á efrivörinni sé komið af óhóf- legum cigarettu-reykingum, minkar hún strax þessa nautn til þess að grípa nógu snemma fyrir ræturnar á illgresinu. Hafi hún höfuðverk að staðaldri og asperin og önnur meðul fá engan bata gefið, tekur hún, með tárin í augunum, af sér stígvélin með háum hælum. Þegar hún hefir gengið nokkurn tima á lághæluðum stigvélum hverfur höfuð- verkurinn og eðlilegui' roði kemur aftur í kinnarnar«. Sú stefna á enn langt í land að kon- ur yfirleitt aðhyllist íþróttir, þeim finst enn að það málefni sé þcim ekki við- komandi. Margir halda því fram, að fyrsta skylda konunnar sé að vera hæf hús- móðir og góð eiginkona En aðrir halda því fram að fyrsta skylda konunnar sé að gefa þjóðinni hraust börn og viti- borin. Mæðurnar ala upp þjóðina og ávextirnir sýna hverju sáð er. Börnin bera ætíð móðurmerkið, og það er ilt eða gott eftir því hvernig móðurin er. Þeir tímar eru liðnir er sjálfsagt þótti að konurnar væru kúgaðar og fákunn- andi. Nú er hverjum hyggnum manni ljóst, að því mentaðri, víðsýnni og heil- brigðari sem konurnar eru, því betri

x

Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.