Þróttur - 01.01.1922, Side 5

Þróttur - 01.01.1922, Side 5
ÞRÓTTUR 5. ár. Reykjavík 1. janúar 1922 1. blað Á hinum óæðra bekk. — Hvar skal mér vísaö til sætis'? Fáir eru svo auösveipilega skapi farnir að þeir telji sér alt nógu gott, hversu aftarlega sem }>eir eru settir. Þeir sem ekki gera sér slíkt að góðu verða sjálfir aö styðja sinn eigin málstað og láta sér enga minkun finnast þótt einhverjum veröi að oröi eins og Páli postula: Erum vér nú enn teknir að mæla fram meö sjálfum oss? Ilauda þeim sterka er ætíð rúm og hann rýmir til íyrir mörgum. Fm ýmsum er svo fariö að þeir vakna seint til vitundar um þann mátt sem í þeim býr. Þeir láta skipa sér á hinn óæöra bekk og taka með þakk- látum aitgum hverju sem að þeim er rjett. Mönnum og málum sem svo er fariö verö- ur tamt að tapa hlut síntim og ér áskap- að gengileysi. Iþróttamálum hér á landi hefir jafnan, og er enn skipað á hinn óæðra bekk. Þetta málefni á erfitt uppdráttar og hefir síst kafnað í vinsældum manna,ogerþaðþóeitt af velferðarmálum þjóöarinnar. Skilnings- leysi hefir sakað það mest. Þjóöinni veitist erfitt aö sjá nytsemi þess, heldur telur þaö barnabrek ein og að engu sinnandi. Iþróttamenn sjálfir eiga að rýnta til fyrir síntt eigin málefni. Þaö er mikið þeirra eigin sök að niálurn þeirra er enn skipað á hinn óæöra bekk. Þeir verða að finna máttinn hjá sjálfttm sér og þeirra máttur er vaxandi en mótstaðan )>verrandi Æskan er þeirra megin og þeir sem ekki liafa yngri kynslóðina á sínu bandi hafa aðeins stundargengi. Þeir sem nú hyggjíi að þeir vinni eitthvert gagu nteð því aö vera á öndverötun meið við þetta málefni ganga drjúgt fraín í dul. Það sem þeir byggja núna, er kemur í bág við framgang þessa máls, þaö verður rifiö til grunna eftir nokkurn tíma og þá mun engi mæla þeim bót, sem unnið hafa því til óþurftar eða verið því þrándur í götu á einhvern hátt. Sá tími kentur að alþingismenn telja sig ekki vinna á móti hagsmunum þjóðar- innar og vilja kjósenda sinna meö því aö veita liðsinni erindum íþróttamanna. Þá skelfttr ekki fjárhagsnefnd þingsins af ótta við það að gera sig hlægilega, með því að taka upp í fjárlögin iítilmótlegan styrk til íþrótta í iandinu. Nú leggur þingið tvö þúsund krónur ár- lega til íþróttasambands Islands. Þessi fjárhæð er svo lítil að engu rná til leiðar koma, en þó munu þeir þingmenn ekki fáir sem telja þessu fé verst variö af öllti því fé sem þingið ver illa. Þeir sem með ráöin fara, ættu aö gefa íþróttamálum betri róm en hingað til. Með því gera þeir vilja hinna yngri tnanna og þeirra vilji verðurþjóðarviljieftirnokkurár Vér viljum að íþróttamálum sé gefinn sá gaumur, sem þeim ber. Vér viljum að þeim sé ekki skipaö á hinn óæðra bekk.

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.