Þróttur - 01.01.1922, Page 7

Þróttur - 01.01.1922, Page 7
ÞRÓTTUR 3 Höggur sá, er hlífa skyldi. Bæjarstjórn Revkjavíkur hefir fyrir nokkru unnið það skammsýnisverk, aB skattskvlda íþróttir í höfuðstaðnum. Meiri hluti bæjastjórnarinnar var þessu sérstak- lega fylgjandi. þótt nokkrir góðir menn væri skattinum andvígir og reyndu að af- stýra honum. Er lítt skiljanlegt það kapp, sem nokkrir bæjarfulltrúarnir lögðu á, að íþróttir kæmnst inn í skattlögin. Flestir munu síðast gera þeim þær getsakir, að þeir hafi gert þetta af andúð og óvingirni við íþóttamenn og þeirra málefni. Hitt er líklegra, að þeir hafi gert það af skilnings- levsi, því að bæjarstjórnin hefir ekki hing- að til reitt í þverpokum skilning á starfi íþróttamanna og áhugamálum þeirra. Skattur þessi mun sanngjarn þykja þeim mönnum, sem telja íþróttir einskis verðar og íþróttafélögin gróðastofnanir. En þoir. sem telja íþróttir og líkamsiðkun einn þátt í menningarviðleitni þjóðarinnar, líta öðr- um augum á skattinn. Þeir hika ekki við að telja hann óviðeigandi og óréttmætan. Skatturinn verður beinlínis til þess, að draga úr starfsþreki og framkvæmdar- magni íþróttafélaga í bænum. Með skatt- lögunum tekur bærinn talsvert af þeim tekjum. sem félögin fá fvrir sýningar sín >r En alt fé, sem kemur í sjóð félaganna. gengur til eflingar málefni þeirra. Bæjar- stjórnin er því með skattinum að reita fjaðrirnar af fuglinum. sem ekki er orð- inn fleygur. Hún er að firra íþróttamenn árangrinum af starfi þeirra. þegar síst mátti leggja hömlur á. eða meðan málefnið er óharðnað og lítt á veg komið. Mörgum hæjarfulltrúunum hefir vaxið i augum (þær tekjur, sem fengist hafa á íþróttavellinum þrjú undangengin sumur. Þeir hafa álitið, að íþróttamenn hafi lítið við alt það fé að gera, og sanngjarnt væri að bæjarsjóðurinn fengi nokkurn skerf af því, þótt skamt mundi hrökkva handa ein- mn af aðstoðarmönnum borgarstjóra. -— Þessar tekjur, sem þeim hafa verið þyrnar í augum, hafa ekki horfið í vasa íþrótta- manna sjálfra, eins og sumt fólk heldur. pær hafa meðal annars gengið til þess, að greiða skuldir íþróttavallarins, til þess að endurbæta völlinn og gera hann vistleg- an. Tekjurnar hafa einnig farið í það, að greiða kostnað af komu erlendra íþrótta- manna hingað. Slíkar heimsólmir verða ætíð til hins mesta gagns, og því nauðsynlegar, en fjárskortur hefir undanfarið ráðið því að minna hefir verið að því gert en skvldi. íþróttirnar hafa fulla þörf fvrir alt það fé, sem þeim aflast. Fjárskortur og erfiðleikar hafa staðið þeim í vegi. í lönd- um, þar sem betri skilningur er á íþrótt- um en hér; telja bæjarfélögin skyldu sína að styrkja íþróttir með f.járframlögum og greiða fyrir þeim á allan hátt. En hér fá ekki íþróttamenn óáreittir að berjast við skilningsleysið og erfiðleikana, heldur er þeim skipað að gjalda skatt af þessu áhuga- starfi sínn. Hér er stefnt í geröfuga átt viö alla sannsýni. Hefði nær legið að bæjar- stjórnin héldi hlýfiskildi yfir íþróttamál- um, og fengi þeim fé til framkvæmda. Að því dregur, þótt síðar verði, því ekki verða íþróttamál ætíð jafn illa skilin og nú. ’Því fer betur að bæjarstjórnin er ekki alveg einráð um þetta skattmál. Það þarf samþvkki landsstjórnarinnar til þess að verða gildandi. Allir íþróttamenn bæjar- ins trevsta því, að stjórnin líti öðrum aug- um á mál þetta en bæjarstjórnin, og gjaldi því ekki samkvæði, að afáróvinsæll og með ölln ómaklegur skattur sé lagður á allar íþróttir í höfuðborginni.

x

Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.